Handbolti

Unnu Ung­verja og spila við heima­menn um fimmta sætið á HM

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Strákarnir okkar hafa staðið sig stórkostlega á HM.
Strákarnir okkar hafa staðið sig stórkostlega á HM. hsí

Íslenska U19 ára landsliðið í handbolta vann eins marks sigur 37-36 gegn Ungverjalandi og mun spila upp á fimmta sætið á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Egyptalandi.

Staðan var jöfn 17-17 í hálfleik og spennan hélst alveg til enda en undir lokin voru strákarnir okkar sterkari.

Þeir hafa staðið sig stórvel á mótinu hingað til, komust áfram í átta liða úrslit með mögnuðum sigri á lokasekúndunum gegn Spáni en töpuðu svo naumlega gegn Danmörku í undanúrslitunum eftir að hafa verið mest fimm mörkum yfir.

Sigurinn þýðir að þeir mæta heimamönnum Egyptalands í leik upp á fimmta sætið, á sunnudaginn klukkan korter í tólf. Egyptarnir burstuðu Noreg í leik liðanna fyrr í dag.

Marel Baldvinsson var markahæstur hjá Íslandi í dag með átta mörk, tveimur meira en Ágúst Guðmundsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×