Körfubolti

Khalil Shabazz til Grinda­víkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Khalil Shabazz skiptir um lið á Suðurnesjunum.
Khalil Shabazz skiptir um lið á Suðurnesjunum. vísir/hulda margrét

Bandaríski leikstjórnandinn Khalil Shabazz er genginn í raðir Grindavíkur og leikur með liðinu í Bónus deild karla á næsta tímabili.

Á síðasta tímabili lék Shabazz með Njarðvík. Hann lék 21 af 22 leikjum liðsins í Bónus deildinni og var með 21,3 stig, 4,4 fráköst, 5,1 stoðsendingu og 2,5 stolna bolta að meðaltali.

Shabazz hitti úr 54 prósent skota sinna inni í teig, 38,5 prósent úr þriggja stiga skotum og vítanýting hans var 80,2 prósent. Njarðvík endaði í 3. sæti Bónus deildarinnar en tapaði, 3-1, fyrir Álftanesi í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.

Grindavík lenti í 5. sæti og komst í undanúrslit þar sem liðið féll úr leik fyrir Stjörnunni, 3-2.

Áður en hinn 27 ára Shabazz kom til Íslands lék hann í Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×