Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. ágúst 2025 07:17 Sérfræðingur segir þá spurningu blasa við hvort einhver vilji framleiða eitthvað og selja sem menn vilja helst ekki nota. Getty Vísindamenn við Massachusetts Institute of Technology (MIT) hafa beitt gervigreind til að uppgötva tvö möguleg sýklalyf sem vinna á fjölónæmum stafýlókokkum og lekanda sýkingum. Lyfin unnu bug á báðum sýkingum á tilraunastofu og í dýrum en framundan eru áralangar rannsóknir og prófanir áður en mögulega verður hægt að ávísa lyfjunum. Teymið á bakvið lyfin segist vongott um að gervigreindin muni setja af stað „aðra gullöld“ sýklalyfjauppgötvana. Ofnotkun sýklalyfja hefur leitt til ónæmis, sem veldur yfir milljón dauðsföllum á ári hverju. Vísindamenn hafa um nokkurt skeið freistað þess að uppgötva lyf með því að láta gervigreind yfirfara þúsundir þekktra efnsamsetninga í von um að finna ný möguleg sýklalyf. Teymið við MIT byrjaði hins vegar á því að þjálfa gervigreindina til að þekkja áhrif efna á bakteríur og létu hana síðan hanna ný lyf. Vænlegustu kandídatarnir voru prófaðir á bakteríum í tilraunastofu og á músum og tvö möguleg lyf litu dagsins ljós. BBC, sem fjallar ítarlega um málið, ræddi meðal annars við Chris Dowson, prófessor við University of Warwick, sem sagði rannsóknirnar áhugaverðar og gervigreindina mikilvægt tæki í leitinni að nýjum sýklalyfjum. Hann bendir hins vegar einnig á að ákveðið vandamál muni mögulega hamla þróun nýrra lyfja; menn muni vilja nota þau í afar takmörkuðum mæli til að koma í veg fyrir að bakteríur myndi ónæmi og það sé erfitt fyrir framleiðendur að græða á einhverju sem menn vilja helst ekki nota. Vísindi Heilbrigðismál Lyf Gervigreind Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Lyfin unnu bug á báðum sýkingum á tilraunastofu og í dýrum en framundan eru áralangar rannsóknir og prófanir áður en mögulega verður hægt að ávísa lyfjunum. Teymið á bakvið lyfin segist vongott um að gervigreindin muni setja af stað „aðra gullöld“ sýklalyfjauppgötvana. Ofnotkun sýklalyfja hefur leitt til ónæmis, sem veldur yfir milljón dauðsföllum á ári hverju. Vísindamenn hafa um nokkurt skeið freistað þess að uppgötva lyf með því að láta gervigreind yfirfara þúsundir þekktra efnsamsetninga í von um að finna ný möguleg sýklalyf. Teymið við MIT byrjaði hins vegar á því að þjálfa gervigreindina til að þekkja áhrif efna á bakteríur og létu hana síðan hanna ný lyf. Vænlegustu kandídatarnir voru prófaðir á bakteríum í tilraunastofu og á músum og tvö möguleg lyf litu dagsins ljós. BBC, sem fjallar ítarlega um málið, ræddi meðal annars við Chris Dowson, prófessor við University of Warwick, sem sagði rannsóknirnar áhugaverðar og gervigreindina mikilvægt tæki í leitinni að nýjum sýklalyfjum. Hann bendir hins vegar einnig á að ákveðið vandamál muni mögulega hamla þróun nýrra lyfja; menn muni vilja nota þau í afar takmörkuðum mæli til að koma í veg fyrir að bakteríur myndi ónæmi og það sé erfitt fyrir framleiðendur að græða á einhverju sem menn vilja helst ekki nota.
Vísindi Heilbrigðismál Lyf Gervigreind Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira