Haraldur Briem er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2025 07:33 Haraldur Briem er látinn en hann gegndi stöðu sóttvarnarlæknis í átján ár. Stjórnarráðið Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnarlæknir og aðstoðarlandlæknir, lést 11. ágúst síðastliðinn á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, 80 ára að aldri. Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag. Haraldur fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1945, sonur hjónanna Eiríks Eggertssonar Briem, rafmagnsveitustjóra ríkisins og framkvæmdastjóra Landsvirkjunar, og Maju-Gretu Briem, sænsks kortateiknara. Haraldur var eldri bróðir Eiríks Briem, rekstrarhagfræðings og framkvæmdastjóra, sem lést árið 2018. Haraldur varð stúdent frá MR árið 1965 og lauk læknaprófi við Háskóla Íslands 1972. Hann fékk sérfræðingsleyfi í Svíþjóð í bráðum smitsjúkdómum árið 1979 og ári síðar hér á landi og lauk síðan doktorsnámi í læknavísindum við Karolinska Institutet í Stokkhólmi árið 1982. Haraldur hafði það forskot að eiga sænska móður og lýsti því að Svíar hefðu aldrei heyrt að hann væri íslenskur. Haraldur starfaði sem læknir, með sérhæfingu í smitsjúkdómum og sýklarannsóknum, hér á landi og í Svíþjóð um árabil. Vann hann meðal annars í Eskilstuna, við Roslagstulls-sjúkrahúsið, Karolinska, St. Görans-sjúkrahúsið og Visby-spítala sem yfirlæknir. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, settur landlæknir og sóttvarnarlæknir Haraldur kom heim frá Svíþjóð eftir doktorsnámið og fékk fljótlega stöðu sérfræðings í smitsjúkdómum við Borgarspítalann og varð síðar yfirlæknir smitsjúkdómadeildar. Hann hóf störf árið 1995 við landlæknisembættið, með áherslu á sóttvarnir, og gegndi um tíma stöðu aðstoðarlandlæknis og sem settur landlæknir. Frá ársbyrjun 1998 til 2015 var Haraldur sóttvarnalæknir við embætti landlæknis. Haraldur stundaði rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands og í háskólum í Svíþjóð. Hann var ásamt fleiri læknum í fararbroddi hérlendis í baráttu gegn alnæmi, við erfiðar aðstæður. Þá gegndi hann ýmsum félags- og trúnaðarstörfum fyrir lækna, var í stjórn Læknafélags Reykjavíkur, var lengi formaður Félags íslenskra smitsjúkdómalækna og átti sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum. Eftir Harald liggur fjöldi greina í hérlendum og erlendum fagtímaritum, þ.á m. ritaði hann leiðara í tímaritinu Lancet. Haraldi hlotnuðust ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, hann fékk Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 og íslensku fálkaorðuna árið 2019 fyrir störf á vettvangi heilsuverndar og lýðheilsu. Einnig vann hann í alþjóðlegu samstarfi við Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins að gerð alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar sem var honum mikill heiður. Eftirlifandi eiginkona Haraldar er Snjólaug G. Ólafsdóttir, f. 1945, fyrrverandi skrifstofustjóri. Sonur þeirra er Ólafur Andri Briem, f. 1974. Uppfært: Í upphaflegri frétt var nafn Snjólaugar G. Ólafsdóttur ritað Sólveig. Beðist er velvirðingar á því. Andlát Heilbrigðismál Embætti landlæknis Tengdar fréttir Haraldur Briem fær Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis, fyrir mikilvægar rannsóknir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi. 11. júní 2012 18:22 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag. Haraldur fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1945, sonur hjónanna Eiríks Eggertssonar Briem, rafmagnsveitustjóra ríkisins og framkvæmdastjóra Landsvirkjunar, og Maju-Gretu Briem, sænsks kortateiknara. Haraldur var eldri bróðir Eiríks Briem, rekstrarhagfræðings og framkvæmdastjóra, sem lést árið 2018. Haraldur varð stúdent frá MR árið 1965 og lauk læknaprófi við Háskóla Íslands 1972. Hann fékk sérfræðingsleyfi í Svíþjóð í bráðum smitsjúkdómum árið 1979 og ári síðar hér á landi og lauk síðan doktorsnámi í læknavísindum við Karolinska Institutet í Stokkhólmi árið 1982. Haraldur hafði það forskot að eiga sænska móður og lýsti því að Svíar hefðu aldrei heyrt að hann væri íslenskur. Haraldur starfaði sem læknir, með sérhæfingu í smitsjúkdómum og sýklarannsóknum, hér á landi og í Svíþjóð um árabil. Vann hann meðal annars í Eskilstuna, við Roslagstulls-sjúkrahúsið, Karolinska, St. Görans-sjúkrahúsið og Visby-spítala sem yfirlæknir. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, settur landlæknir og sóttvarnarlæknir Haraldur kom heim frá Svíþjóð eftir doktorsnámið og fékk fljótlega stöðu sérfræðings í smitsjúkdómum við Borgarspítalann og varð síðar yfirlæknir smitsjúkdómadeildar. Hann hóf störf árið 1995 við landlæknisembættið, með áherslu á sóttvarnir, og gegndi um tíma stöðu aðstoðarlandlæknis og sem settur landlæknir. Frá ársbyrjun 1998 til 2015 var Haraldur sóttvarnalæknir við embætti landlæknis. Haraldur stundaði rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands og í háskólum í Svíþjóð. Hann var ásamt fleiri læknum í fararbroddi hérlendis í baráttu gegn alnæmi, við erfiðar aðstæður. Þá gegndi hann ýmsum félags- og trúnaðarstörfum fyrir lækna, var í stjórn Læknafélags Reykjavíkur, var lengi formaður Félags íslenskra smitsjúkdómalækna og átti sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum. Eftir Harald liggur fjöldi greina í hérlendum og erlendum fagtímaritum, þ.á m. ritaði hann leiðara í tímaritinu Lancet. Haraldi hlotnuðust ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, hann fékk Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 og íslensku fálkaorðuna árið 2019 fyrir störf á vettvangi heilsuverndar og lýðheilsu. Einnig vann hann í alþjóðlegu samstarfi við Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins að gerð alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar sem var honum mikill heiður. Eftirlifandi eiginkona Haraldar er Snjólaug G. Ólafsdóttir, f. 1945, fyrrverandi skrifstofustjóri. Sonur þeirra er Ólafur Andri Briem, f. 1974. Uppfært: Í upphaflegri frétt var nafn Snjólaugar G. Ólafsdóttur ritað Sólveig. Beðist er velvirðingar á því.
Andlát Heilbrigðismál Embætti landlæknis Tengdar fréttir Haraldur Briem fær Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis, fyrir mikilvægar rannsóknir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi. 11. júní 2012 18:22 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Haraldur Briem fær Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis, fyrir mikilvægar rannsóknir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi. 11. júní 2012 18:22