Haraldur Briem er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2025 07:33 Haraldur Briem er látinn en hann gegndi stöðu sóttvarnarlæknis í átján ár. Stjórnarráðið Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnarlæknir og aðstoðarlandlæknir, lést 11. ágúst síðastliðinn á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, 80 ára að aldri. Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag. Haraldur fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1945, sonur hjónanna Eiríks Eggertssonar Briem, rafmagnsveitustjóra ríkisins og framkvæmdastjóra Landsvirkjunar, og Maju-Gretu Briem, sænsks kortateiknara. Haraldur var eldri bróðir Eiríks Briem, rekstrarhagfræðings og framkvæmdastjóra, sem lést árið 2018. Haraldur varð stúdent frá MR árið 1965 og lauk læknaprófi við Háskóla Íslands 1972. Hann fékk sérfræðingsleyfi í Svíþjóð í bráðum smitsjúkdómum árið 1979 og ári síðar hér á landi og lauk síðan doktorsnámi í læknavísindum við Karolinska Institutet í Stokkhólmi árið 1982. Haraldur hafði það forskot að eiga sænska móður og lýsti því að Svíar hefðu aldrei heyrt að hann væri íslenskur. Haraldur starfaði sem læknir, með sérhæfingu í smitsjúkdómum og sýklarannsóknum, hér á landi og í Svíþjóð um árabil. Vann hann meðal annars í Eskilstuna, við Roslagstulls-sjúkrahúsið, Karolinska, St. Görans-sjúkrahúsið og Visby-spítala sem yfirlæknir. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, settur landlæknir og sóttvarnarlæknir Haraldur kom heim frá Svíþjóð eftir doktorsnámið og fékk fljótlega stöðu sérfræðings í smitsjúkdómum við Borgarspítalann og varð síðar yfirlæknir smitsjúkdómadeildar. Hann hóf störf árið 1995 við landlæknisembættið, með áherslu á sóttvarnir, og gegndi um tíma stöðu aðstoðarlandlæknis og sem settur landlæknir. Frá ársbyrjun 1998 til 2015 var Haraldur sóttvarnalæknir við embætti landlæknis. Haraldur stundaði rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands og í háskólum í Svíþjóð. Hann var ásamt fleiri læknum í fararbroddi hérlendis í baráttu gegn alnæmi, við erfiðar aðstæður. Þá gegndi hann ýmsum félags- og trúnaðarstörfum fyrir lækna, var í stjórn Læknafélags Reykjavíkur, var lengi formaður Félags íslenskra smitsjúkdómalækna og átti sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum. Eftir Harald liggur fjöldi greina í hérlendum og erlendum fagtímaritum, þ.á m. ritaði hann leiðara í tímaritinu Lancet. Haraldi hlotnuðust ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, hann fékk Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 og íslensku fálkaorðuna árið 2019 fyrir störf á vettvangi heilsuverndar og lýðheilsu. Einnig vann hann í alþjóðlegu samstarfi við Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins að gerð alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar sem var honum mikill heiður. Eftirlifandi eiginkona Haraldar er Snjólaug G. Ólafsdóttir, f. 1945, fyrrverandi skrifstofustjóri. Sonur þeirra er Ólafur Andri Briem, f. 1974. Uppfært: Í upphaflegri frétt var nafn Snjólaugar G. Ólafsdóttur ritað Sólveig. Beðist er velvirðingar á því. Andlát Heilbrigðismál Embætti landlæknis Tengdar fréttir Haraldur Briem fær Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis, fyrir mikilvægar rannsóknir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi. 11. júní 2012 18:22 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag. Haraldur fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1945, sonur hjónanna Eiríks Eggertssonar Briem, rafmagnsveitustjóra ríkisins og framkvæmdastjóra Landsvirkjunar, og Maju-Gretu Briem, sænsks kortateiknara. Haraldur var eldri bróðir Eiríks Briem, rekstrarhagfræðings og framkvæmdastjóra, sem lést árið 2018. Haraldur varð stúdent frá MR árið 1965 og lauk læknaprófi við Háskóla Íslands 1972. Hann fékk sérfræðingsleyfi í Svíþjóð í bráðum smitsjúkdómum árið 1979 og ári síðar hér á landi og lauk síðan doktorsnámi í læknavísindum við Karolinska Institutet í Stokkhólmi árið 1982. Haraldur hafði það forskot að eiga sænska móður og lýsti því að Svíar hefðu aldrei heyrt að hann væri íslenskur. Haraldur starfaði sem læknir, með sérhæfingu í smitsjúkdómum og sýklarannsóknum, hér á landi og í Svíþjóð um árabil. Vann hann meðal annars í Eskilstuna, við Roslagstulls-sjúkrahúsið, Karolinska, St. Görans-sjúkrahúsið og Visby-spítala sem yfirlæknir. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, settur landlæknir og sóttvarnarlæknir Haraldur kom heim frá Svíþjóð eftir doktorsnámið og fékk fljótlega stöðu sérfræðings í smitsjúkdómum við Borgarspítalann og varð síðar yfirlæknir smitsjúkdómadeildar. Hann hóf störf árið 1995 við landlæknisembættið, með áherslu á sóttvarnir, og gegndi um tíma stöðu aðstoðarlandlæknis og sem settur landlæknir. Frá ársbyrjun 1998 til 2015 var Haraldur sóttvarnalæknir við embætti landlæknis. Haraldur stundaði rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands og í háskólum í Svíþjóð. Hann var ásamt fleiri læknum í fararbroddi hérlendis í baráttu gegn alnæmi, við erfiðar aðstæður. Þá gegndi hann ýmsum félags- og trúnaðarstörfum fyrir lækna, var í stjórn Læknafélags Reykjavíkur, var lengi formaður Félags íslenskra smitsjúkdómalækna og átti sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum. Eftir Harald liggur fjöldi greina í hérlendum og erlendum fagtímaritum, þ.á m. ritaði hann leiðara í tímaritinu Lancet. Haraldi hlotnuðust ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, hann fékk Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 og íslensku fálkaorðuna árið 2019 fyrir störf á vettvangi heilsuverndar og lýðheilsu. Einnig vann hann í alþjóðlegu samstarfi við Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins að gerð alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar sem var honum mikill heiður. Eftirlifandi eiginkona Haraldar er Snjólaug G. Ólafsdóttir, f. 1945, fyrrverandi skrifstofustjóri. Sonur þeirra er Ólafur Andri Briem, f. 1974. Uppfært: Í upphaflegri frétt var nafn Snjólaugar G. Ólafsdóttur ritað Sólveig. Beðist er velvirðingar á því.
Andlát Heilbrigðismál Embætti landlæknis Tengdar fréttir Haraldur Briem fær Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis, fyrir mikilvægar rannsóknir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi. 11. júní 2012 18:22 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Haraldur Briem fær Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis, fyrir mikilvægar rannsóknir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi. 11. júní 2012 18:22