Sport

Verður elst á Opna banda­ríska í næstum hálfa öld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Venus Williams keppti á sínu fyrsta risamóti 1997.
Venus Williams keppti á sínu fyrsta risamóti 1997. epa/Thais Llorca

Eftir tveggja ára fjarveru frá risamótum snýr bandaríska tenniskonan Venus Williams aftur á Opna bandaríska meistaramótið sem hefst seinna í mánuðinum.

Williams er 45 ára og verður elsti keppandinn í einliðaleik á Opna bandaríska síðan Renee Richards keppti á mótinu 1981, þá 47 ára.

Williams keppti síðast á risamóti á Opna bandaríska fyrir tveimur árum. Þá féll hún úr leik í 1. umferð.

Opna bandaríska hefst 24. ágúst og lýkur 7. september. Þetta er í 145. sinn sem mótið fer fram. Leikið verður í New York.

Williams vann keppni í einliðaleik á Opna bandaríska 2000 og 2001. Yngri systir hennar, Serena, vann mótið sex sinnum á sínum ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×