Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. ágúst 2025 19:01 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Arnar „Þetta er ótrúlega spennandi og forréttindi að vera í þessari stöðu; að spila leik af þessu kaliberi með mikið undir,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, um leik morgundagsins við Bosníumeistara Zrinjski Mostar í forkeppni Evrópudeildarinnar á Kópavogsvelli. Fyrri leik liðanna lauk 1-1 þar sem Blikar leiddu lungann úr leiknum eftir mark Tobiasar Thomsen eftir tvítekna vítaspyrnu. Zrinjski stýrði ferðinni eftir markið en gekk illa að finna glufur á vörn Blika, allt þar til liðið fékk vítaspyrnu sem það skoraði úr til að fara með jafna stöðu til Íslands. „Í ljósi þess að við vörðum markið okkar vel. Þeir í raun fá engin færi og klaufalegt eða óheppni að fá þetta víti á sig. Að sama skapi fengum við líka víti, tókum það tvisvar, klikkuðum á því tvisvar og skoruðum. Það er ekki hægt að fá allt í þessu. Þetta voru ekki ósanngjörn úrslit og góð staða sem við tökum hingað heim,“ segir Halldór um fyrri leikinn. Allt önnur staða en 2023 Breiðablik er að mæta Zrinjski í annað skiptið á þremur árum en Blikar mættu liðinu í sömu umferð í sömu keppni fyrir tveimur árum síðan. Þá hafði fyrri leikurinn ytra endað 6-2 fyrir Zrinjski en allt önnur staða er uppi nú. „Við þurftum að vinna upp svolítið mikinn mun þá. Staðan er miklu betri núna og auðvitað horfum við í það að komast í umspil um Evrópudeild. Það er klárlega eitthvað sem við eigum að horfa í og við vitum að sigur tryggir í minnsta kosti Sambandsdeildarsæti. Að því sögðu er ekkert unnið í þessu. Við þurfum að eiga okkar besta leik á morgun,“ segir Halldór. Mótherjarnir kvarta Halldór segir sína menn þurfa að halda betur í boltann en þeir gerðu í fyrri leiknum ytra fyrir viku síðan. Blikar lágu mikið til baka og beittu skyndisóknum en hefðu í einhverjum tilfellum mátt róa leikinn og reyna að halda betur í knöttinn. „Fyrst og fremst þurfum við að halda aðeins betur í boltann. Þegar maður horfir aftur á leikinn þá voru klárlega tækifæri til þess. Við vorum líka ákveðnir í því að fara hratt upp völlinn þegar við unnum boltann, sem skilaði hættulegum sóknum eða því að við töpuðum honum fullhratt,“ segir Halldór sem gerir ráð fyrir töluvert frábrugðnum leik annað kvöld, samanborið við þann ytra. Gestirnir hafi þá kvartað og kveinað yfir ýmsu í aðdragandanum. „Þetta verður allt öðruvísi leikur. Hvort sem það er leikrit eða ekki þá tala þeir mikið um erfitt ferðalag, vont veður, lélegan völl, að þeir kunni ekki að spila á gervigrasi. Þannig að ég átta mig ekki alveg á því hvernig þeir mæta til leiks. Þeir voru sjálfir mjög varkárir til að byrja með í leiknum úti. En dældu svo inn sóknarmönnum þegar leið á. Ég á svo sem ekki von á þeim þannig frá byrjun en ég hugsa að þeir reyni að átta sig á aðstæðum og koma sér inn í leikinn. Það er mikið undir og þannig er best að hafa þetta.“ Breiðablik mætir Zrinjski Mostar klukkan 17:30 á morgun. Bein útsending hefst klukkan 17:15 á Sýn Sport Ísland. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Mótherjarnir kvarta yfir allskonar Breiðablik Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Sjá meira
Fyrri leik liðanna lauk 1-1 þar sem Blikar leiddu lungann úr leiknum eftir mark Tobiasar Thomsen eftir tvítekna vítaspyrnu. Zrinjski stýrði ferðinni eftir markið en gekk illa að finna glufur á vörn Blika, allt þar til liðið fékk vítaspyrnu sem það skoraði úr til að fara með jafna stöðu til Íslands. „Í ljósi þess að við vörðum markið okkar vel. Þeir í raun fá engin færi og klaufalegt eða óheppni að fá þetta víti á sig. Að sama skapi fengum við líka víti, tókum það tvisvar, klikkuðum á því tvisvar og skoruðum. Það er ekki hægt að fá allt í þessu. Þetta voru ekki ósanngjörn úrslit og góð staða sem við tökum hingað heim,“ segir Halldór um fyrri leikinn. Allt önnur staða en 2023 Breiðablik er að mæta Zrinjski í annað skiptið á þremur árum en Blikar mættu liðinu í sömu umferð í sömu keppni fyrir tveimur árum síðan. Þá hafði fyrri leikurinn ytra endað 6-2 fyrir Zrinjski en allt önnur staða er uppi nú. „Við þurftum að vinna upp svolítið mikinn mun þá. Staðan er miklu betri núna og auðvitað horfum við í það að komast í umspil um Evrópudeild. Það er klárlega eitthvað sem við eigum að horfa í og við vitum að sigur tryggir í minnsta kosti Sambandsdeildarsæti. Að því sögðu er ekkert unnið í þessu. Við þurfum að eiga okkar besta leik á morgun,“ segir Halldór. Mótherjarnir kvarta Halldór segir sína menn þurfa að halda betur í boltann en þeir gerðu í fyrri leiknum ytra fyrir viku síðan. Blikar lágu mikið til baka og beittu skyndisóknum en hefðu í einhverjum tilfellum mátt róa leikinn og reyna að halda betur í knöttinn. „Fyrst og fremst þurfum við að halda aðeins betur í boltann. Þegar maður horfir aftur á leikinn þá voru klárlega tækifæri til þess. Við vorum líka ákveðnir í því að fara hratt upp völlinn þegar við unnum boltann, sem skilaði hættulegum sóknum eða því að við töpuðum honum fullhratt,“ segir Halldór sem gerir ráð fyrir töluvert frábrugðnum leik annað kvöld, samanborið við þann ytra. Gestirnir hafi þá kvartað og kveinað yfir ýmsu í aðdragandanum. „Þetta verður allt öðruvísi leikur. Hvort sem það er leikrit eða ekki þá tala þeir mikið um erfitt ferðalag, vont veður, lélegan völl, að þeir kunni ekki að spila á gervigrasi. Þannig að ég átta mig ekki alveg á því hvernig þeir mæta til leiks. Þeir voru sjálfir mjög varkárir til að byrja með í leiknum úti. En dældu svo inn sóknarmönnum þegar leið á. Ég á svo sem ekki von á þeim þannig frá byrjun en ég hugsa að þeir reyni að átta sig á aðstæðum og koma sér inn í leikinn. Það er mikið undir og þannig er best að hafa þetta.“ Breiðablik mætir Zrinjski Mostar klukkan 17:30 á morgun. Bein útsending hefst klukkan 17:15 á Sýn Sport Ísland. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Mótherjarnir kvarta yfir allskonar
Breiðablik Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Sjá meira