Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. ágúst 2025 13:40 Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn í Gamla bíói 30. október næstkomandi Fulltrúar íslensku sjónvarpsstöðvanna auglýsa eftir innsendingum til Íslensku sjónvarpsverðlaunna sem verða veitt í fyrsta sinn, frá ákvörðun Eddunnar að beina sjónum eingöngu að kvikmyndagerð, 30. október næstkomandi. Ljósvakamiðlarnir Sýn, Sjónvarp Símans og Ríkisútvarpið stofnuðu til sérstakra sjónvarpsverðlauna á síðasta ári eftir að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) ákvað að aðskilja afhendingu verðlauna fyrir sjónvarpsefni og kvikmyndir á Eddunni. Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn á uppskeru- og verðlaunahátíð sjónvarpsgeirans í Gamla bíói í Reykjavík. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á Sýn, Sjónvarpi Símans og Rúv á árunum 2023 og 2024 þar sem ekki hefur verið verðlaunað fyrir sjónvarpsefni frá því árið 2023. Áætlað er að verðlaunin verði haldin árlega og að í framtíðinni verði þá afhent verðlaun fyrir efni sem frumsýnt er á hverjum sjónvarpsvetri. Verðlaunað verður í eftirtöldum flokkum: Barna- og unglingaefni ársins Frétta- eða viðtalsefni ársins Íþróttaefni ársins Leikið sjónvarpsefni ársins Menningar- og mannlífsefni ársins Skemmtiefni ársins Sjónvarpsviðburður ársins Heimildaefni ársins Sjónvarpsefni ársins (val fólksins) Sjónvarpsmanneskja ársins Útsendingarstjóri ársins Leikari ársins Leikkona ársins Leikstjóri ársins Tónlist ársins Leikmynd ársins Brellur ársins Búningar ársins Gervi ársins Handrit ársins Hljóð ársins Klipping ársins Kvikmyndataka ársins Auglýst er eftir innsendingum í fyrrgreindum flokkum og tekið er á móti þeim til og með 31. ágúst. Dómnefndarakademía mun annast mat á innsendingum og tilkynnt verður um tilnefningar í upphafi októbermánaðar. Hér má finna slóð á innsendingarnar: https://mitt.ruv.is/ Ef þörf er á aðstoð má senda fyrirspurnir á sjonvarpsverdlaunin@gmail.com Vísir er í eigu Sýnar. Íslensku sjónvarpsverðlaunin Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á Sýn, Sjónvarpi Símans og Rúv á árunum 2023 og 2024. 26. júní 2025 14:41 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Ljósvakamiðlarnir Sýn, Sjónvarp Símans og Ríkisútvarpið hafa stofnað til sérstakra íslenskra sjónvarpsverðlauna. Stefnt er að því að verðlaunin verði afhent í fyrsta sinn maí næstkomandi á sérstökum viðburði. 21. nóvember 2024 16:40 Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Fleiri fréttir Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Ljósvakamiðlarnir Sýn, Sjónvarp Símans og Ríkisútvarpið stofnuðu til sérstakra sjónvarpsverðlauna á síðasta ári eftir að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) ákvað að aðskilja afhendingu verðlauna fyrir sjónvarpsefni og kvikmyndir á Eddunni. Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn á uppskeru- og verðlaunahátíð sjónvarpsgeirans í Gamla bíói í Reykjavík. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á Sýn, Sjónvarpi Símans og Rúv á árunum 2023 og 2024 þar sem ekki hefur verið verðlaunað fyrir sjónvarpsefni frá því árið 2023. Áætlað er að verðlaunin verði haldin árlega og að í framtíðinni verði þá afhent verðlaun fyrir efni sem frumsýnt er á hverjum sjónvarpsvetri. Verðlaunað verður í eftirtöldum flokkum: Barna- og unglingaefni ársins Frétta- eða viðtalsefni ársins Íþróttaefni ársins Leikið sjónvarpsefni ársins Menningar- og mannlífsefni ársins Skemmtiefni ársins Sjónvarpsviðburður ársins Heimildaefni ársins Sjónvarpsefni ársins (val fólksins) Sjónvarpsmanneskja ársins Útsendingarstjóri ársins Leikari ársins Leikkona ársins Leikstjóri ársins Tónlist ársins Leikmynd ársins Brellur ársins Búningar ársins Gervi ársins Handrit ársins Hljóð ársins Klipping ársins Kvikmyndataka ársins Auglýst er eftir innsendingum í fyrrgreindum flokkum og tekið er á móti þeim til og með 31. ágúst. Dómnefndarakademía mun annast mat á innsendingum og tilkynnt verður um tilnefningar í upphafi októbermánaðar. Hér má finna slóð á innsendingarnar: https://mitt.ruv.is/ Ef þörf er á aðstoð má senda fyrirspurnir á sjonvarpsverdlaunin@gmail.com Vísir er í eigu Sýnar.
Íslensku sjónvarpsverðlaunin Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á Sýn, Sjónvarpi Símans og Rúv á árunum 2023 og 2024. 26. júní 2025 14:41 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Ljósvakamiðlarnir Sýn, Sjónvarp Símans og Ríkisútvarpið hafa stofnað til sérstakra íslenskra sjónvarpsverðlauna. Stefnt er að því að verðlaunin verði afhent í fyrsta sinn maí næstkomandi á sérstökum viðburði. 21. nóvember 2024 16:40 Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Fleiri fréttir Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á Sýn, Sjónvarpi Símans og Rúv á árunum 2023 og 2024. 26. júní 2025 14:41
Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Ljósvakamiðlarnir Sýn, Sjónvarp Símans og Ríkisútvarpið hafa stofnað til sérstakra íslenskra sjónvarpsverðlauna. Stefnt er að því að verðlaunin verði afhent í fyrsta sinn maí næstkomandi á sérstökum viðburði. 21. nóvember 2024 16:40