Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 12:32 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Einar Samtök atvinnulífsins fagna áformum stjórnvalda um mótun atvinnustefnu fyrir Ísland. Ríkisstjórnin hefur efnt til samráðs um stefnuna og kalla eftir hugmyndum um útflutningsgreinar sem geta vaxið hvað mest á næstu tíu árum og náð árlegum útflutningi sem nemur tugum milljarða króna. Áform um atvinnustefnu Íslands til ársins 2035 var birt í samráðsgátt í gær. Markmiðið er að móta stefnu, ásamt markmiðum og mælikvörðum, sem lýsi því hvernig stjórnvöld vilji vinna með atvinnulífinu og er ætlað að svara því hvaðan hagvöxtur næstu ára skuli koma. Skilgreindar verði aðgerðir sem ríkistjórnin telur að ráðast þurfi í til að vinna að markmiðum stefnunnar. Ákall um fyrirsjáanleika og langtímastefnu Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar áformunum. „Samtök atvinnulífsins munu að sjálfsögðu taka þátt í því verkefni með stjórnvöldum. Við vorum í hringferð um allt landið í júnímánuði og eitt af því sem við spurðum fyrirtæki í hringborðsumræðum sem átti sér stað í hringferðinni okkar var einmitt hvað stjórnvöld geta gert til að fjölga tækifærum. Og þá sérstaklega vorum við að hugsa um öflugan útflutning sem er jú undirstaða lífskjara á Íslandi, og þar var sá þáttur sem langflestir settu sitt atkvæði á það að móta framtíðarsýn um hvernig á að skapa verðmæti á Íslandi,“ segir Sigríður Margrét. Hún skynji ákall um það hjá fyrirtækjum um landið að það sé fyrirsjáanleiki og langtímastefna til staðar fyrir atvinnulífið. Vinnan sé núna að fara af stað og samtökin fagna því að fá að taka þátt. Sigríður bendir á að þegar liggi fyrir öflug útflutningsstefna fyrir Ísland sem Íslandsstofa í samvinnu við meðal annars utanríkisráðuneytið hefur unnið. Því sé heilmikið þegar til af gögnum sem hægt sé að byggja á í þessari vinnu sem framundan er nú. Auðlindir, hugverk og loftslagsmál í öndvegi Áform stjórnvalda voru boðuð í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna í desember en í tilkynningu forsætisráðuneytisins og gögnum um atvinnustefnuna sem nú er til samráðs er meðal annars lögð áhersla á vaxtarplan til næstu tíu ára. „Markmið stefnunnar er að fj0lga vel launuðum störfum um land allt og styðja við hagvöxt í jafnvægi við samfélag, umhverfi og innviði,“ segir meðal annars í drögunum. Vöxtur og verðmætasköpun verði drifin áfram af auknum útflutningi og stefnan byggi á styrkleikum Íslands þar sem auðlindagreinar og hugverkaiðnaður verði áfram í lykilhlutverki. Einnig verði lögð áhersla á árangur í loftslagsmálum svo fátt eitt sé nefnt. „Framtíðarsýn SA er samfélag hagsældar og tækifæra. Og við skulum muna það að við búum við einhver bestu lífskjör í heiminum mælt á fjölmarga mælikvarða. En undirstaða þessarar velferðar er auðvitað verðmætasköpun og okkar hlutverk er fyrst og fremst að styðja íslenskt atvinnulíf til aukinnar verðmætasköpunar og jákvæðra áhrifa á samfélagið allt og við gerum það með fjölbreyttum hætti,“ segir Sigríður. „Þannig að við munum náttúrlega taka þátt í þessari vinnu núna í samvinnu við auðvitað önnur hagsmunasamtök og okkar félagsmenn af því að það er ákall eftir því að það sé fyrirsjáanleiki og það sé langtímastefna sem hægt sé að horfa til.“ Atvinnurekendur Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Áform um atvinnustefnu Íslands til ársins 2035 var birt í samráðsgátt í gær. Markmiðið er að móta stefnu, ásamt markmiðum og mælikvörðum, sem lýsi því hvernig stjórnvöld vilji vinna með atvinnulífinu og er ætlað að svara því hvaðan hagvöxtur næstu ára skuli koma. Skilgreindar verði aðgerðir sem ríkistjórnin telur að ráðast þurfi í til að vinna að markmiðum stefnunnar. Ákall um fyrirsjáanleika og langtímastefnu Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar áformunum. „Samtök atvinnulífsins munu að sjálfsögðu taka þátt í því verkefni með stjórnvöldum. Við vorum í hringferð um allt landið í júnímánuði og eitt af því sem við spurðum fyrirtæki í hringborðsumræðum sem átti sér stað í hringferðinni okkar var einmitt hvað stjórnvöld geta gert til að fjölga tækifærum. Og þá sérstaklega vorum við að hugsa um öflugan útflutning sem er jú undirstaða lífskjara á Íslandi, og þar var sá þáttur sem langflestir settu sitt atkvæði á það að móta framtíðarsýn um hvernig á að skapa verðmæti á Íslandi,“ segir Sigríður Margrét. Hún skynji ákall um það hjá fyrirtækjum um landið að það sé fyrirsjáanleiki og langtímastefna til staðar fyrir atvinnulífið. Vinnan sé núna að fara af stað og samtökin fagna því að fá að taka þátt. Sigríður bendir á að þegar liggi fyrir öflug útflutningsstefna fyrir Ísland sem Íslandsstofa í samvinnu við meðal annars utanríkisráðuneytið hefur unnið. Því sé heilmikið þegar til af gögnum sem hægt sé að byggja á í þessari vinnu sem framundan er nú. Auðlindir, hugverk og loftslagsmál í öndvegi Áform stjórnvalda voru boðuð í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna í desember en í tilkynningu forsætisráðuneytisins og gögnum um atvinnustefnuna sem nú er til samráðs er meðal annars lögð áhersla á vaxtarplan til næstu tíu ára. „Markmið stefnunnar er að fj0lga vel launuðum störfum um land allt og styðja við hagvöxt í jafnvægi við samfélag, umhverfi og innviði,“ segir meðal annars í drögunum. Vöxtur og verðmætasköpun verði drifin áfram af auknum útflutningi og stefnan byggi á styrkleikum Íslands þar sem auðlindagreinar og hugverkaiðnaður verði áfram í lykilhlutverki. Einnig verði lögð áhersla á árangur í loftslagsmálum svo fátt eitt sé nefnt. „Framtíðarsýn SA er samfélag hagsældar og tækifæra. Og við skulum muna það að við búum við einhver bestu lífskjör í heiminum mælt á fjölmarga mælikvarða. En undirstaða þessarar velferðar er auðvitað verðmætasköpun og okkar hlutverk er fyrst og fremst að styðja íslenskt atvinnulíf til aukinnar verðmætasköpunar og jákvæðra áhrifa á samfélagið allt og við gerum það með fjölbreyttum hætti,“ segir Sigríður. „Þannig að við munum náttúrlega taka þátt í þessari vinnu núna í samvinnu við auðvitað önnur hagsmunasamtök og okkar félagsmenn af því að það er ákall eftir því að það sé fyrirsjáanleiki og það sé langtímastefna sem hægt sé að horfa til.“
Atvinnurekendur Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira