Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 12:32 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Einar Samtök atvinnulífsins fagna áformum stjórnvalda um mótun atvinnustefnu fyrir Ísland. Ríkisstjórnin hefur efnt til samráðs um stefnuna og kalla eftir hugmyndum um útflutningsgreinar sem geta vaxið hvað mest á næstu tíu árum og náð árlegum útflutningi sem nemur tugum milljarða króna. Áform um atvinnustefnu Íslands til ársins 2035 var birt í samráðsgátt í gær. Markmiðið er að móta stefnu, ásamt markmiðum og mælikvörðum, sem lýsi því hvernig stjórnvöld vilji vinna með atvinnulífinu og er ætlað að svara því hvaðan hagvöxtur næstu ára skuli koma. Skilgreindar verði aðgerðir sem ríkistjórnin telur að ráðast þurfi í til að vinna að markmiðum stefnunnar. Ákall um fyrirsjáanleika og langtímastefnu Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar áformunum. „Samtök atvinnulífsins munu að sjálfsögðu taka þátt í því verkefni með stjórnvöldum. Við vorum í hringferð um allt landið í júnímánuði og eitt af því sem við spurðum fyrirtæki í hringborðsumræðum sem átti sér stað í hringferðinni okkar var einmitt hvað stjórnvöld geta gert til að fjölga tækifærum. Og þá sérstaklega vorum við að hugsa um öflugan útflutning sem er jú undirstaða lífskjara á Íslandi, og þar var sá þáttur sem langflestir settu sitt atkvæði á það að móta framtíðarsýn um hvernig á að skapa verðmæti á Íslandi,“ segir Sigríður Margrét. Hún skynji ákall um það hjá fyrirtækjum um landið að það sé fyrirsjáanleiki og langtímastefna til staðar fyrir atvinnulífið. Vinnan sé núna að fara af stað og samtökin fagna því að fá að taka þátt. Sigríður bendir á að þegar liggi fyrir öflug útflutningsstefna fyrir Ísland sem Íslandsstofa í samvinnu við meðal annars utanríkisráðuneytið hefur unnið. Því sé heilmikið þegar til af gögnum sem hægt sé að byggja á í þessari vinnu sem framundan er nú. Auðlindir, hugverk og loftslagsmál í öndvegi Áform stjórnvalda voru boðuð í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna í desember en í tilkynningu forsætisráðuneytisins og gögnum um atvinnustefnuna sem nú er til samráðs er meðal annars lögð áhersla á vaxtarplan til næstu tíu ára. „Markmið stefnunnar er að fj0lga vel launuðum störfum um land allt og styðja við hagvöxt í jafnvægi við samfélag, umhverfi og innviði,“ segir meðal annars í drögunum. Vöxtur og verðmætasköpun verði drifin áfram af auknum útflutningi og stefnan byggi á styrkleikum Íslands þar sem auðlindagreinar og hugverkaiðnaður verði áfram í lykilhlutverki. Einnig verði lögð áhersla á árangur í loftslagsmálum svo fátt eitt sé nefnt. „Framtíðarsýn SA er samfélag hagsældar og tækifæra. Og við skulum muna það að við búum við einhver bestu lífskjör í heiminum mælt á fjölmarga mælikvarða. En undirstaða þessarar velferðar er auðvitað verðmætasköpun og okkar hlutverk er fyrst og fremst að styðja íslenskt atvinnulíf til aukinnar verðmætasköpunar og jákvæðra áhrifa á samfélagið allt og við gerum það með fjölbreyttum hætti,“ segir Sigríður. „Þannig að við munum náttúrlega taka þátt í þessari vinnu núna í samvinnu við auðvitað önnur hagsmunasamtök og okkar félagsmenn af því að það er ákall eftir því að það sé fyrirsjáanleiki og það sé langtímastefna sem hægt sé að horfa til.“ Atvinnurekendur Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Áform um atvinnustefnu Íslands til ársins 2035 var birt í samráðsgátt í gær. Markmiðið er að móta stefnu, ásamt markmiðum og mælikvörðum, sem lýsi því hvernig stjórnvöld vilji vinna með atvinnulífinu og er ætlað að svara því hvaðan hagvöxtur næstu ára skuli koma. Skilgreindar verði aðgerðir sem ríkistjórnin telur að ráðast þurfi í til að vinna að markmiðum stefnunnar. Ákall um fyrirsjáanleika og langtímastefnu Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar áformunum. „Samtök atvinnulífsins munu að sjálfsögðu taka þátt í því verkefni með stjórnvöldum. Við vorum í hringferð um allt landið í júnímánuði og eitt af því sem við spurðum fyrirtæki í hringborðsumræðum sem átti sér stað í hringferðinni okkar var einmitt hvað stjórnvöld geta gert til að fjölga tækifærum. Og þá sérstaklega vorum við að hugsa um öflugan útflutning sem er jú undirstaða lífskjara á Íslandi, og þar var sá þáttur sem langflestir settu sitt atkvæði á það að móta framtíðarsýn um hvernig á að skapa verðmæti á Íslandi,“ segir Sigríður Margrét. Hún skynji ákall um það hjá fyrirtækjum um landið að það sé fyrirsjáanleiki og langtímastefna til staðar fyrir atvinnulífið. Vinnan sé núna að fara af stað og samtökin fagna því að fá að taka þátt. Sigríður bendir á að þegar liggi fyrir öflug útflutningsstefna fyrir Ísland sem Íslandsstofa í samvinnu við meðal annars utanríkisráðuneytið hefur unnið. Því sé heilmikið þegar til af gögnum sem hægt sé að byggja á í þessari vinnu sem framundan er nú. Auðlindir, hugverk og loftslagsmál í öndvegi Áform stjórnvalda voru boðuð í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna í desember en í tilkynningu forsætisráðuneytisins og gögnum um atvinnustefnuna sem nú er til samráðs er meðal annars lögð áhersla á vaxtarplan til næstu tíu ára. „Markmið stefnunnar er að fj0lga vel launuðum störfum um land allt og styðja við hagvöxt í jafnvægi við samfélag, umhverfi og innviði,“ segir meðal annars í drögunum. Vöxtur og verðmætasköpun verði drifin áfram af auknum útflutningi og stefnan byggi á styrkleikum Íslands þar sem auðlindagreinar og hugverkaiðnaður verði áfram í lykilhlutverki. Einnig verði lögð áhersla á árangur í loftslagsmálum svo fátt eitt sé nefnt. „Framtíðarsýn SA er samfélag hagsældar og tækifæra. Og við skulum muna það að við búum við einhver bestu lífskjör í heiminum mælt á fjölmarga mælikvarða. En undirstaða þessarar velferðar er auðvitað verðmætasköpun og okkar hlutverk er fyrst og fremst að styðja íslenskt atvinnulíf til aukinnar verðmætasköpunar og jákvæðra áhrifa á samfélagið allt og við gerum það með fjölbreyttum hætti,“ segir Sigríður. „Þannig að við munum náttúrlega taka þátt í þessari vinnu núna í samvinnu við auðvitað önnur hagsmunasamtök og okkar félagsmenn af því að það er ákall eftir því að það sé fyrirsjáanleiki og það sé langtímastefna sem hægt sé að horfa til.“
Atvinnurekendur Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira