Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2025 19:35 Annað kínverska skipið skemmdist töluvert meira en hitt. AP Tvö kínversk herskip skullu saman af miklum krafti á Suður-Kínahafi í dag. Þá var verið að reyna að nota skipin til að reka skip frá strandgæslu Filippseyja á brott frá Scarboroughrifi. Áhöfn filippseyska skipsins komst undan þegar kínversku skipin skullu saman en annað þeirra skemmdist verulega. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og svo gott sem upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Scarboroughrif er iðulega miðpunktur deilna milli Kínverja og Filippseyinga, þar sem Kínverjar hafa til að mynda ítrekað reynt að reka fiskiskip frá Filippseyjum á brott, svo eitthvað sé nefnt. Það gera þeir með því að sigla fyrir þau eða utan í þau og beita kraftmiklum vatnsbyssum. Sjá einnig: Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Scarboroughrif er í um 108 sjómílna fjarlægð frá strandlengju Filippseyja en um 486 sjómílur frá meginlandi Kína. Annað kínverska skipið var frá strandgæslu Kína en hitt var kínverskur tundurspillir. Það var skipið frá strandgæslunni sem skemmdist verulega, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Ekki liggur fyrir hvort einhver slasaðist í atvikinu Áhöfn filippseyska skipsins, sem var á svæðinu til að aðstoða fiskiskip frá Filippseyjum, bauð fram aðstoð eftir slysið en ítrekuð boð voru hunsuð af kínverjum. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Yfirmaður strandgæslu Filippseyja sagði í dag að áhafnir kínversku skipanna hafi skapað mikla hættu en áhöfn filippseyska skipsins hafi bjargað sér frá slysi með mikilli hæfni. Ferdinand Marcos yngri, forseti Filippseyja, sagði á blaðamannafundi í morgun að ríkisstjórn hans myndi alltaf verja hagsmuni ríkisins á Suður-Kínahafi og ekki láta Kínverjum eftir hafsvæði þeirra. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir talsmanni strandgæslu Kína að kínversku sjóliðarnir hafi farið eftir lögum og gripið til „nauðsynlegra aðgerða“ og reynt að reka Filippseyinga á brott. Hann nefndi áreksturinn ekki. Kína Suður-Kínahaf Filippseyjar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og svo gott sem upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Scarboroughrif er iðulega miðpunktur deilna milli Kínverja og Filippseyinga, þar sem Kínverjar hafa til að mynda ítrekað reynt að reka fiskiskip frá Filippseyjum á brott, svo eitthvað sé nefnt. Það gera þeir með því að sigla fyrir þau eða utan í þau og beita kraftmiklum vatnsbyssum. Sjá einnig: Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Scarboroughrif er í um 108 sjómílna fjarlægð frá strandlengju Filippseyja en um 486 sjómílur frá meginlandi Kína. Annað kínverska skipið var frá strandgæslu Kína en hitt var kínverskur tundurspillir. Það var skipið frá strandgæslunni sem skemmdist verulega, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Ekki liggur fyrir hvort einhver slasaðist í atvikinu Áhöfn filippseyska skipsins, sem var á svæðinu til að aðstoða fiskiskip frá Filippseyjum, bauð fram aðstoð eftir slysið en ítrekuð boð voru hunsuð af kínverjum. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Yfirmaður strandgæslu Filippseyja sagði í dag að áhafnir kínversku skipanna hafi skapað mikla hættu en áhöfn filippseyska skipsins hafi bjargað sér frá slysi með mikilli hæfni. Ferdinand Marcos yngri, forseti Filippseyja, sagði á blaðamannafundi í morgun að ríkisstjórn hans myndi alltaf verja hagsmuni ríkisins á Suður-Kínahafi og ekki láta Kínverjum eftir hafsvæði þeirra. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir talsmanni strandgæslu Kína að kínversku sjóliðarnir hafi farið eftir lögum og gripið til „nauðsynlegra aðgerða“ og reynt að reka Filippseyinga á brott. Hann nefndi áreksturinn ekki.
Kína Suður-Kínahaf Filippseyjar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira