Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 07:01 Tæknin í dag er ótrúleg! Hún tengir okkur við vini og fjölskyldu, gerir okkur skilvirkari, hjálpar okkur við dagleg störf og býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Hún opnar heim af þekkingu og eflir nýsköpun. En eins og Ben frændi sagði „Með miklu valdi fylgir mikil ábyrgð.“ Mikið af þeirri tækni sem við notum daglega - samfélagsmiðlar, leikir, forrit og öpp - er hönnuð með eitt markmið: að grípa athyglina okkar og halda henni eins lengi og hægt er. Ekki endilega til að fræða okkur, styrkja sambönd eða styðja við velferð, heldur til að hámarka gróða. Með því að halda okkur fast í straumnum er hægt að safna gögnum, birta auglýsingar og móta hegðun okkar í þágu kerfa sem við sjáum oft ekki og skiljum ekki alveg. Tækniheimurinn er ekki hlutlaus. Hann hefur áhrif á börnin okkar, hugsanir okkar, sjálfsmynd okkar, lýðheilsu og lýðræði. Við sjáum hvernig samfélagsmiðlar matar okkur af efni sem eykur óöryggi, ýtir undir samanburð, einangrun og vanlíðan. Við finnum hvernig skjárinn kallar, truflar, tæmir orku, sviptir nærveru og rýfur tengslin við okkur sjálf og aðra. Við sjáum börnin okkar stara stjörf á skjáinn, skrolla endalaust, á meðan þau missa af samskiptum, útiveru, ævintýrum… missa af lífinu sjálfu. Við þurfum ekki alltaf að „nýta tæknina betur“. Stundum þurfum við einfaldlega að taka hana úr sambandi. Að leggja símann frá okkur. Að sleppa samfélagsmiðlum. Að velja raunveruleg samtöl fram yfir skjásamskipti. Að gefa okkur og börnunum okkar tækifæri til að finna frið í því að vera ótrufluð. Við eigum rétt á einbeitingu og raunverulegum tengslum. Við eigum að geta lifað lífi án stanslausts áreitis og eftir skoðunum sem mótast af algoritma. En hvernig finnum við þetta jafnvægi? Gott er að setjast niður saman sem fjölskylda og ákveða ykkar heimilisreglur um skjánotkun. Hvenær er gott að nota tæknina og hvenær er gott að vera án hennar. Áður en þið byrjið er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga: Börn hafa margt að segja um skjánotkun foreldra sinna. Hlustið á þau og setjið jafnar reglur um börn og foreldra. Skrifið reglurnar niður á blað og hafið sýnilegar á heimilinu. Haldið reglunum fáum, einföldum og raunhæfum. Hér er dæmi um reglurnar á mínu heimili: Engir símar í svefnherbergjum - þetta á líka við yfir daginn, ekki bara á kvöldin. Engir símar við matarborðið - allir matartímar eru tími fjölskyldunnar til að tala saman. Símar fara í hleðslu á nóttunni í símakassa í eldhúsinu. Ef þig vantar vekjaraklukku, þá kaupum við eina slíka. Ekki má vera í símanum á meðan við horfum saman á sjónvarpið. Engir leikir eða samfélagsmiðlar í bílnum. Síma má þó nota til að stilla tónlist eða sem leiðsögutæki. Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili og fundið mun betra stafrænt jafnvægi. Við eigum að nota tæknina þegar hún styður okkur.Við eigum líka að hafna henni þegar hún skaðar okkur. Við eigum að nota tæknina.Tæknin á ekki að nota okkur. Höfundur er móðir og tölvunarfræðingur hjá Stafrænni velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Símanotkun barna Samfélagsmiðlar Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Tæknin í dag er ótrúleg! Hún tengir okkur við vini og fjölskyldu, gerir okkur skilvirkari, hjálpar okkur við dagleg störf og býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Hún opnar heim af þekkingu og eflir nýsköpun. En eins og Ben frændi sagði „Með miklu valdi fylgir mikil ábyrgð.“ Mikið af þeirri tækni sem við notum daglega - samfélagsmiðlar, leikir, forrit og öpp - er hönnuð með eitt markmið: að grípa athyglina okkar og halda henni eins lengi og hægt er. Ekki endilega til að fræða okkur, styrkja sambönd eða styðja við velferð, heldur til að hámarka gróða. Með því að halda okkur fast í straumnum er hægt að safna gögnum, birta auglýsingar og móta hegðun okkar í þágu kerfa sem við sjáum oft ekki og skiljum ekki alveg. Tækniheimurinn er ekki hlutlaus. Hann hefur áhrif á börnin okkar, hugsanir okkar, sjálfsmynd okkar, lýðheilsu og lýðræði. Við sjáum hvernig samfélagsmiðlar matar okkur af efni sem eykur óöryggi, ýtir undir samanburð, einangrun og vanlíðan. Við finnum hvernig skjárinn kallar, truflar, tæmir orku, sviptir nærveru og rýfur tengslin við okkur sjálf og aðra. Við sjáum börnin okkar stara stjörf á skjáinn, skrolla endalaust, á meðan þau missa af samskiptum, útiveru, ævintýrum… missa af lífinu sjálfu. Við þurfum ekki alltaf að „nýta tæknina betur“. Stundum þurfum við einfaldlega að taka hana úr sambandi. Að leggja símann frá okkur. Að sleppa samfélagsmiðlum. Að velja raunveruleg samtöl fram yfir skjásamskipti. Að gefa okkur og börnunum okkar tækifæri til að finna frið í því að vera ótrufluð. Við eigum rétt á einbeitingu og raunverulegum tengslum. Við eigum að geta lifað lífi án stanslausts áreitis og eftir skoðunum sem mótast af algoritma. En hvernig finnum við þetta jafnvægi? Gott er að setjast niður saman sem fjölskylda og ákveða ykkar heimilisreglur um skjánotkun. Hvenær er gott að nota tæknina og hvenær er gott að vera án hennar. Áður en þið byrjið er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga: Börn hafa margt að segja um skjánotkun foreldra sinna. Hlustið á þau og setjið jafnar reglur um börn og foreldra. Skrifið reglurnar niður á blað og hafið sýnilegar á heimilinu. Haldið reglunum fáum, einföldum og raunhæfum. Hér er dæmi um reglurnar á mínu heimili: Engir símar í svefnherbergjum - þetta á líka við yfir daginn, ekki bara á kvöldin. Engir símar við matarborðið - allir matartímar eru tími fjölskyldunnar til að tala saman. Símar fara í hleðslu á nóttunni í símakassa í eldhúsinu. Ef þig vantar vekjaraklukku, þá kaupum við eina slíka. Ekki má vera í símanum á meðan við horfum saman á sjónvarpið. Engir leikir eða samfélagsmiðlar í bílnum. Síma má þó nota til að stilla tónlist eða sem leiðsögutæki. Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili og fundið mun betra stafrænt jafnvægi. Við eigum að nota tæknina þegar hún styður okkur.Við eigum líka að hafna henni þegar hún skaðar okkur. Við eigum að nota tæknina.Tæknin á ekki að nota okkur. Höfundur er móðir og tölvunarfræðingur hjá Stafrænni velferð.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar