Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. ágúst 2025 12:27 Steinar Smári Guðbergsson hefur ýmsa fjöruna sopið í baráttunni við veggjalús og önnur kvikindi. Vísir/Einar Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir að gríðarleg aukning hafi orðið á tilkynningum vegna veggjalúsar á undanförnum árum. Fyrir nokkrum árum hafi útköll vegna þeirra verið að jafnaði eitt á viku, en þau séu orðin allt að þrjú á dag. Steinar segir að veggjalús sé ekki ýkja hættuleg, en erlendis séu vísindamenn að rífast um það hvort hún geti borið sjúkdóma með sér. „Það er verið að rífast um það, ég veit ekki hvernig það fer. En þegar ég er að leita að veggjalús í híbýlum fólks eða hótelum, þá er ég undantekningalaust með hanska.“ „Ef ég væri með sár á mér, og segjum að hún hafi verið að nærast á einhverjum sem er með lifrabólgu, alnæmi eða svoleiðis, svo færi ég rúmið og er ekki með hanska, lúsin springur og þá fæ ég blóðið úr þeim sem hún var að bíta í mitt blóð. Ég myndi halda að það væri hættulegast,“ segir Steinar, sem ræddi málið í Bítinu Bylgjunni í morgun. Steinar segir að meindýraeyðir þurfi líka að vera svolítill sálfræðingur, óvelkomnir gestir eins og veggjalús fari illa með sálarlíf fólks. Lúsin sé orðin landlæg og komi ekki bara frá hótelum erlendis. „Þetta er orðið svolítið landlægt í bústöðum, svo er þetta að pikkast upp á hótelum hérna heima, alveg eins og hótelum úti.“ „Úti getur þú pikkað þetta upp á tannlæknastofu, leigubílum eða í rútu því þar er hitastigið hærra. Hún hreyfir sig ekki mikið ef hitastigið er undir 14 gráðum. En hérna heima, þegar þú ferð á hótel, setur ferðatöskuna upp í rúm, þá skríður ein ofan í töskuna hjá þér og þú tekur hana með þér heim,“ segir Steinar. Þrjú bit í röð einkenni lúsarinnar Steinar segir að á sumrin sé stundum erfitt að segja til um það hvort bit séu frá veggjalús, fló, mýi eða öðru kvikindi sem sé á ferðinni á sumrin. Aðalsmerki veggjalúsarinnar séu þrjú bit í röð. „Það eru þrjú bit í röð, og yfirleitt einn og hálfur sentimetri milli bita. Flóin bítur bara einu sinni á handabakið og einu sinni á öxlina.“ „Veggjalúsin er löt, ef hún er við höfðagaflinn hjá þér þá fer hún ekkert að bíta þig í tásurnar, hún fer þá bara á axlirnar, andlitið eða svoleiðis.“ Veggjalús geti herjað á hvaða heimili sem er, skortur á þrifum og slíkt hafi þar engin áhrif. Fólk eitri alls ekki sjálft Steinar segir að fólk eigi alls ekki að grípa til eigin ráða og reyna eitra sjálft fyrir veggjalús, geri hún vart við sig á heimilum þeirra. „Þær eru bara orðnar ónæmar fyrir þessum eiturefnum. Þú kaupir eitthvað sprey, og spreyið drepur kannski 20 - 30 prósent af pöddunni. Hin 70 prósentin verða fyrir einhverri irriteringu af eitrinu, og þá verður bara sprenging.“ „Þær eru við rúmið, þú spreyjar rúmið, þeim fer að líða illa en drepast ekki, þá fara þær fram í næsta herbergi, fram í stofu, og jafnvel í næstu íbúðir.“ Besta leiðin sé því yfirleitt að henda rúmum og jafnvel náttborðum líka, og ef til vill fleiri húsgögnum í svefnherbergjum fólks. Þetta geti orðið gríðarlegt fjárhagstjón fyrir fólk. „Mér fyndist allt í lagi að tryggingarnar myndu aðeins fara taka þetta upp, þetta er gríðarlegt tjón, ég man eftir hjónum sem hentu nýlegu Hästens rúmi, það er ekki ódýrt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Skordýr Bítið Bylgjan Tengdar fréttir Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00 Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. 7. október 2023 14:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Steinar segir að veggjalús sé ekki ýkja hættuleg, en erlendis séu vísindamenn að rífast um það hvort hún geti borið sjúkdóma með sér. „Það er verið að rífast um það, ég veit ekki hvernig það fer. En þegar ég er að leita að veggjalús í híbýlum fólks eða hótelum, þá er ég undantekningalaust með hanska.“ „Ef ég væri með sár á mér, og segjum að hún hafi verið að nærast á einhverjum sem er með lifrabólgu, alnæmi eða svoleiðis, svo færi ég rúmið og er ekki með hanska, lúsin springur og þá fæ ég blóðið úr þeim sem hún var að bíta í mitt blóð. Ég myndi halda að það væri hættulegast,“ segir Steinar, sem ræddi málið í Bítinu Bylgjunni í morgun. Steinar segir að meindýraeyðir þurfi líka að vera svolítill sálfræðingur, óvelkomnir gestir eins og veggjalús fari illa með sálarlíf fólks. Lúsin sé orðin landlæg og komi ekki bara frá hótelum erlendis. „Þetta er orðið svolítið landlægt í bústöðum, svo er þetta að pikkast upp á hótelum hérna heima, alveg eins og hótelum úti.“ „Úti getur þú pikkað þetta upp á tannlæknastofu, leigubílum eða í rútu því þar er hitastigið hærra. Hún hreyfir sig ekki mikið ef hitastigið er undir 14 gráðum. En hérna heima, þegar þú ferð á hótel, setur ferðatöskuna upp í rúm, þá skríður ein ofan í töskuna hjá þér og þú tekur hana með þér heim,“ segir Steinar. Þrjú bit í röð einkenni lúsarinnar Steinar segir að á sumrin sé stundum erfitt að segja til um það hvort bit séu frá veggjalús, fló, mýi eða öðru kvikindi sem sé á ferðinni á sumrin. Aðalsmerki veggjalúsarinnar séu þrjú bit í röð. „Það eru þrjú bit í röð, og yfirleitt einn og hálfur sentimetri milli bita. Flóin bítur bara einu sinni á handabakið og einu sinni á öxlina.“ „Veggjalúsin er löt, ef hún er við höfðagaflinn hjá þér þá fer hún ekkert að bíta þig í tásurnar, hún fer þá bara á axlirnar, andlitið eða svoleiðis.“ Veggjalús geti herjað á hvaða heimili sem er, skortur á þrifum og slíkt hafi þar engin áhrif. Fólk eitri alls ekki sjálft Steinar segir að fólk eigi alls ekki að grípa til eigin ráða og reyna eitra sjálft fyrir veggjalús, geri hún vart við sig á heimilum þeirra. „Þær eru bara orðnar ónæmar fyrir þessum eiturefnum. Þú kaupir eitthvað sprey, og spreyið drepur kannski 20 - 30 prósent af pöddunni. Hin 70 prósentin verða fyrir einhverri irriteringu af eitrinu, og þá verður bara sprenging.“ „Þær eru við rúmið, þú spreyjar rúmið, þeim fer að líða illa en drepast ekki, þá fara þær fram í næsta herbergi, fram í stofu, og jafnvel í næstu íbúðir.“ Besta leiðin sé því yfirleitt að henda rúmum og jafnvel náttborðum líka, og ef til vill fleiri húsgögnum í svefnherbergjum fólks. Þetta geti orðið gríðarlegt fjárhagstjón fyrir fólk. „Mér fyndist allt í lagi að tryggingarnar myndu aðeins fara taka þetta upp, þetta er gríðarlegt tjón, ég man eftir hjónum sem hentu nýlegu Hästens rúmi, það er ekki ódýrt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Skordýr Bítið Bylgjan Tengdar fréttir Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00 Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. 7. október 2023 14:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00
Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. 7. október 2023 14:30