Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. ágúst 2025 12:27 Steinar Smári Guðbergsson hefur ýmsa fjöruna sopið í baráttunni við veggjalús og önnur kvikindi. Vísir/Einar Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir að gríðarleg aukning hafi orðið á tilkynningum vegna veggjalúsar á undanförnum árum. Fyrir nokkrum árum hafi útköll vegna þeirra verið að jafnaði eitt á viku, en þau séu orðin allt að þrjú á dag. Steinar segir að veggjalús sé ekki ýkja hættuleg, en erlendis séu vísindamenn að rífast um það hvort hún geti borið sjúkdóma með sér. „Það er verið að rífast um það, ég veit ekki hvernig það fer. En þegar ég er að leita að veggjalús í híbýlum fólks eða hótelum, þá er ég undantekningalaust með hanska.“ „Ef ég væri með sár á mér, og segjum að hún hafi verið að nærast á einhverjum sem er með lifrabólgu, alnæmi eða svoleiðis, svo færi ég rúmið og er ekki með hanska, lúsin springur og þá fæ ég blóðið úr þeim sem hún var að bíta í mitt blóð. Ég myndi halda að það væri hættulegast,“ segir Steinar, sem ræddi málið í Bítinu Bylgjunni í morgun. Steinar segir að meindýraeyðir þurfi líka að vera svolítill sálfræðingur, óvelkomnir gestir eins og veggjalús fari illa með sálarlíf fólks. Lúsin sé orðin landlæg og komi ekki bara frá hótelum erlendis. „Þetta er orðið svolítið landlægt í bústöðum, svo er þetta að pikkast upp á hótelum hérna heima, alveg eins og hótelum úti.“ „Úti getur þú pikkað þetta upp á tannlæknastofu, leigubílum eða í rútu því þar er hitastigið hærra. Hún hreyfir sig ekki mikið ef hitastigið er undir 14 gráðum. En hérna heima, þegar þú ferð á hótel, setur ferðatöskuna upp í rúm, þá skríður ein ofan í töskuna hjá þér og þú tekur hana með þér heim,“ segir Steinar. Þrjú bit í röð einkenni lúsarinnar Steinar segir að á sumrin sé stundum erfitt að segja til um það hvort bit séu frá veggjalús, fló, mýi eða öðru kvikindi sem sé á ferðinni á sumrin. Aðalsmerki veggjalúsarinnar séu þrjú bit í röð. „Það eru þrjú bit í röð, og yfirleitt einn og hálfur sentimetri milli bita. Flóin bítur bara einu sinni á handabakið og einu sinni á öxlina.“ „Veggjalúsin er löt, ef hún er við höfðagaflinn hjá þér þá fer hún ekkert að bíta þig í tásurnar, hún fer þá bara á axlirnar, andlitið eða svoleiðis.“ Veggjalús geti herjað á hvaða heimili sem er, skortur á þrifum og slíkt hafi þar engin áhrif. Fólk eitri alls ekki sjálft Steinar segir að fólk eigi alls ekki að grípa til eigin ráða og reyna eitra sjálft fyrir veggjalús, geri hún vart við sig á heimilum þeirra. „Þær eru bara orðnar ónæmar fyrir þessum eiturefnum. Þú kaupir eitthvað sprey, og spreyið drepur kannski 20 - 30 prósent af pöddunni. Hin 70 prósentin verða fyrir einhverri irriteringu af eitrinu, og þá verður bara sprenging.“ „Þær eru við rúmið, þú spreyjar rúmið, þeim fer að líða illa en drepast ekki, þá fara þær fram í næsta herbergi, fram í stofu, og jafnvel í næstu íbúðir.“ Besta leiðin sé því yfirleitt að henda rúmum og jafnvel náttborðum líka, og ef til vill fleiri húsgögnum í svefnherbergjum fólks. Þetta geti orðið gríðarlegt fjárhagstjón fyrir fólk. „Mér fyndist allt í lagi að tryggingarnar myndu aðeins fara taka þetta upp, þetta er gríðarlegt tjón, ég man eftir hjónum sem hentu nýlegu Hästens rúmi, það er ekki ódýrt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Skordýr Bítið Bylgjan Tengdar fréttir Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00 Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. 7. október 2023 14:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Steinar segir að veggjalús sé ekki ýkja hættuleg, en erlendis séu vísindamenn að rífast um það hvort hún geti borið sjúkdóma með sér. „Það er verið að rífast um það, ég veit ekki hvernig það fer. En þegar ég er að leita að veggjalús í híbýlum fólks eða hótelum, þá er ég undantekningalaust með hanska.“ „Ef ég væri með sár á mér, og segjum að hún hafi verið að nærast á einhverjum sem er með lifrabólgu, alnæmi eða svoleiðis, svo færi ég rúmið og er ekki með hanska, lúsin springur og þá fæ ég blóðið úr þeim sem hún var að bíta í mitt blóð. Ég myndi halda að það væri hættulegast,“ segir Steinar, sem ræddi málið í Bítinu Bylgjunni í morgun. Steinar segir að meindýraeyðir þurfi líka að vera svolítill sálfræðingur, óvelkomnir gestir eins og veggjalús fari illa með sálarlíf fólks. Lúsin sé orðin landlæg og komi ekki bara frá hótelum erlendis. „Þetta er orðið svolítið landlægt í bústöðum, svo er þetta að pikkast upp á hótelum hérna heima, alveg eins og hótelum úti.“ „Úti getur þú pikkað þetta upp á tannlæknastofu, leigubílum eða í rútu því þar er hitastigið hærra. Hún hreyfir sig ekki mikið ef hitastigið er undir 14 gráðum. En hérna heima, þegar þú ferð á hótel, setur ferðatöskuna upp í rúm, þá skríður ein ofan í töskuna hjá þér og þú tekur hana með þér heim,“ segir Steinar. Þrjú bit í röð einkenni lúsarinnar Steinar segir að á sumrin sé stundum erfitt að segja til um það hvort bit séu frá veggjalús, fló, mýi eða öðru kvikindi sem sé á ferðinni á sumrin. Aðalsmerki veggjalúsarinnar séu þrjú bit í röð. „Það eru þrjú bit í röð, og yfirleitt einn og hálfur sentimetri milli bita. Flóin bítur bara einu sinni á handabakið og einu sinni á öxlina.“ „Veggjalúsin er löt, ef hún er við höfðagaflinn hjá þér þá fer hún ekkert að bíta þig í tásurnar, hún fer þá bara á axlirnar, andlitið eða svoleiðis.“ Veggjalús geti herjað á hvaða heimili sem er, skortur á þrifum og slíkt hafi þar engin áhrif. Fólk eitri alls ekki sjálft Steinar segir að fólk eigi alls ekki að grípa til eigin ráða og reyna eitra sjálft fyrir veggjalús, geri hún vart við sig á heimilum þeirra. „Þær eru bara orðnar ónæmar fyrir þessum eiturefnum. Þú kaupir eitthvað sprey, og spreyið drepur kannski 20 - 30 prósent af pöddunni. Hin 70 prósentin verða fyrir einhverri irriteringu af eitrinu, og þá verður bara sprenging.“ „Þær eru við rúmið, þú spreyjar rúmið, þeim fer að líða illa en drepast ekki, þá fara þær fram í næsta herbergi, fram í stofu, og jafnvel í næstu íbúðir.“ Besta leiðin sé því yfirleitt að henda rúmum og jafnvel náttborðum líka, og ef til vill fleiri húsgögnum í svefnherbergjum fólks. Þetta geti orðið gríðarlegt fjárhagstjón fyrir fólk. „Mér fyndist allt í lagi að tryggingarnar myndu aðeins fara taka þetta upp, þetta er gríðarlegt tjón, ég man eftir hjónum sem hentu nýlegu Hästens rúmi, það er ekki ódýrt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Skordýr Bítið Bylgjan Tengdar fréttir Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00 Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. 7. október 2023 14:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00
Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. 7. október 2023 14:30