Sport

Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Connor Zilisch dettur úr bíl sínum.
Connor Zilisch dettur úr bíl sínum. getty/Chris Graythen

Connor Zilisch slasaðist á heldur klaufalegan hátt þegar hann fagnaði sigri í 2. deild Nascar-kappakstursins.

Zilisch vann sinn sjötta sigur á tímabilinu í Nascar Xfinity um helgina. Hann fagnaði sigrinum að sjálfsögðu vel og innilega en einhver bið verður á að hann fagni næsta sigri í keppninni.

Eftir kappaksturinn um helgina klifraði Zilisch upp á þak Chevrolet-bíls síns en rann á glugganeti og féll til jarðar.

Eftir að hugað hafði verið að Zilisch á staðnum var hann færður á sjúkrahús. Hann greindi í kjölfarið frá því á X að hann hefði viðbeinsbrotnað við fallið.

Zilisch, sem er aðeins nítján ára, hefur átt afar góðu gengi að fagna í Nascar Xfinity á tímabilinu og talið er líklegt að hann keppi í efstu deild Nascar-kappakstursins á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×