Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Atli Ísleifsson skrifar 11. ágúst 2025 06:28 Anthony Albanese er forsætisráðherra Ástralíu. EPA Áströlsk stjórnvöld hyggjast viðurkenna sjálfstætt ríki Palesínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði. Þetta segir Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, en tilkynningin kemur í kjölfar sömu fyrirætlana stjórnvalda í Bretlandi, Frakklandi, Nýja-Sjálandi, Japan og Kanada. Albanese segir að áströlsk stjórnvöld hafi fengið loforð frá heimastjórn Palesínumanna, meðal annars um að afvopnast, að fram fari frjálsar þingkosningar og að palestínsk stjórnvöld haldi áfram að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis. „Tveggja ríkja lausn er besta von mannkyns til að brjótast úr vítahring ofbeldis í Miðausturlöndum og binda enda á átökin, þjáninguna og hungursneyðina á Gasa,“ sagði Albanese fyrr í dag. Síaukinn þrýstingur BBC segir frá því að fulltrúar Ísraelsríkis, sem eru nú undir síauknum þrýstingi að binda enda á stríðsrekstur sinn í Palestínu, segi að með ákvörðun um að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínumanna sé verið að „umbuna hryðjuverk“. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínumanna hafa nú rúmlega 61 þúsund manns látið lífið frá upphafi stríðsreksturs Ísraelsmanna sem hófst í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas-liða í október 2023 þar sem 1.200 manns létu lífið og rúmlega 250 manns voru teknir í gíslingu. Þá segja fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins að fimm manns hafi látið lífið af völdum hungurs og næringarskorts síðan á laugardag og er heildarfjöldi þeirra sem hafi látist vegna hungursneyðarinnar kominn í 217. Án aðkomu Hamas Anthonu Albanese segir að Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, hafi fullvissað hann um að Hamas-samtökin muni ekki koma að framtíðarríki Palestínumanna. Slík fullvissa hafi áhrif á ákvörðun Ástralíustjórnar. „Nú er tækifæri og Ástralía mun vinna með alþjóðasamfélaginu að því að grípa það,“ segir Albanese. Ástralía Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. 10. ágúst 2025 23:00 Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa. 10. ágúst 2025 14:02 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Þetta segir Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, en tilkynningin kemur í kjölfar sömu fyrirætlana stjórnvalda í Bretlandi, Frakklandi, Nýja-Sjálandi, Japan og Kanada. Albanese segir að áströlsk stjórnvöld hafi fengið loforð frá heimastjórn Palesínumanna, meðal annars um að afvopnast, að fram fari frjálsar þingkosningar og að palestínsk stjórnvöld haldi áfram að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis. „Tveggja ríkja lausn er besta von mannkyns til að brjótast úr vítahring ofbeldis í Miðausturlöndum og binda enda á átökin, þjáninguna og hungursneyðina á Gasa,“ sagði Albanese fyrr í dag. Síaukinn þrýstingur BBC segir frá því að fulltrúar Ísraelsríkis, sem eru nú undir síauknum þrýstingi að binda enda á stríðsrekstur sinn í Palestínu, segi að með ákvörðun um að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínumanna sé verið að „umbuna hryðjuverk“. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínumanna hafa nú rúmlega 61 þúsund manns látið lífið frá upphafi stríðsreksturs Ísraelsmanna sem hófst í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas-liða í október 2023 þar sem 1.200 manns létu lífið og rúmlega 250 manns voru teknir í gíslingu. Þá segja fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins að fimm manns hafi látið lífið af völdum hungurs og næringarskorts síðan á laugardag og er heildarfjöldi þeirra sem hafi látist vegna hungursneyðarinnar kominn í 217. Án aðkomu Hamas Anthonu Albanese segir að Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, hafi fullvissað hann um að Hamas-samtökin muni ekki koma að framtíðarríki Palestínumanna. Slík fullvissa hafi áhrif á ákvörðun Ástralíustjórnar. „Nú er tækifæri og Ástralía mun vinna með alþjóðasamfélaginu að því að grípa það,“ segir Albanese.
Ástralía Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. 10. ágúst 2025 23:00 Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa. 10. ágúst 2025 14:02 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. 10. ágúst 2025 23:00
Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa. 10. ágúst 2025 14:02