Sport

Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Shedeur Sanders tók fagnið sitt fræga er hann kastaði fyrir snertimarki.
Shedeur Sanders tók fagnið sitt fræga er hann kastaði fyrir snertimarki. vísir/getty

Sá nýliði í NFL-deildinni sem fær langmesta athygli er Shedeur Sanders enda er hann sonur goðsagnarinnar Deion Sanders.

Margir bjuggust við því að hann yrði valinn snemma í nýliðavalinu en liðin misstu trú á honum og hann var ekki valinn fyrr en númer 144 af Cleveland Browns.

Shedeur fékk að spila í fyrsta sinn í búningi Browns í nótt er það spilaði æfingaleik gegn Carolina Panthers og vann sannfærandi, 30-10.

Sanders kláraði 14 af 23 sendingum sínum fyrir 138 jördum og það sem meira er þá kastaði hann fyrir tveimur snertimörkum og kastaði aldrei frá sér. Virkilega fín frammistaða sem öfundarmenn hans voru ekki ánægðir með.

Shedeur er í fjórða sæti á leikstjórnandalista Browns og það gæti þýtt að hann fái ekki samning í vetur. Þessi frammistaða mun aftur á móti hjálpa honum mikið.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×