„Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. ágúst 2025 15:31 Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, á ekki von á sömu látum í seinni leiknum. vísir / ívar Bröndby mun væntanlega borga skemmdarverkin sem stuðningsmenn félagsins unnu á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi, segir Sverrir Geirdal varaformaður knattspyrnudeildar Víkings. Nokkur hundruð Víkingar verða viðstaddir seinni leik liðanna en Sverrir er ekki stressaður. „Við höldum það [að Bröndby borgi tjónið]. Við höfum lent í þessu áður, þegar við vorum að spila á Kópavogsvelli við vini okkar frá Svíþjóð, Djurgarden. Þeir brutu nokkra stóla og krössuðu út klósett þar og borgaðu bara þegjandi og hljóðlaust. Þannig að við eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ segir Sverrir en það á eftir að koma endanlega í ljós hvort Bröndby borgi. „Við erum bara að jafna okkur eftir gleði næturinnar, núna er ég að skrifa þeim pósta og fara yfir hvernig þetta nákvæmlega verður. Þannig að það kemur í ljós.“ Liðin eiga eftir að spila seinni leik einvígisins en hann fer fram á heimavelli Bröndby í næstu viku. Nokkur hundruð Víkinga verða á vellinum en Sverrir á ekki von á veseni. „Neinei, við erum í góðu sambandi við Bröndby og þetta var mjög lítill hluti af þeirra stuðningsmönnum sem lét svona. Þeir eru búnir að senda frá sér yfirlýsingu um að það verði vel tekið á því og þessir aðilar verða settir í bann. Þannig að við höfum fullt traust til vina okkar í Danmörku.“ Munuð þið fara fram á aukna öryggisgæslu í þeim leik? „Við munum fara fram á eðlilegar ráðstafanir varðandi liðið sjálft og svo verðum við í betra sambandi þegar nær dregur um aðra öryggisgæslu en ég hef fulla trú á því að þetta verði í góðu lagi.“ Fjölmargir stuðningsmenn Víkings munu fylgja liðinu út til Kaupmannahafnar og þar býr líka fjöldi Íslendinga sem ætlar að mæta á leikinn. „Ég á von á nokkur hundruð, það er mikill áhugi og síminn stoppar ekki. Endalaust verið að senda skilaboð um hvernig miðasölu verður háttað. Það er ekki búið að ákveða endanlega en við erum að vinna í því og setjum á samfélagsmiðla Víkings um leið og það verður ljóst.“ Nánar verður rætt við Sverri um atburði gærkvöldsins í Sportpakka Sýnar að loknum kvöldfréttum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjá meira
„Við höldum það [að Bröndby borgi tjónið]. Við höfum lent í þessu áður, þegar við vorum að spila á Kópavogsvelli við vini okkar frá Svíþjóð, Djurgarden. Þeir brutu nokkra stóla og krössuðu út klósett þar og borgaðu bara þegjandi og hljóðlaust. Þannig að við eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ segir Sverrir en það á eftir að koma endanlega í ljós hvort Bröndby borgi. „Við erum bara að jafna okkur eftir gleði næturinnar, núna er ég að skrifa þeim pósta og fara yfir hvernig þetta nákvæmlega verður. Þannig að það kemur í ljós.“ Liðin eiga eftir að spila seinni leik einvígisins en hann fer fram á heimavelli Bröndby í næstu viku. Nokkur hundruð Víkinga verða á vellinum en Sverrir á ekki von á veseni. „Neinei, við erum í góðu sambandi við Bröndby og þetta var mjög lítill hluti af þeirra stuðningsmönnum sem lét svona. Þeir eru búnir að senda frá sér yfirlýsingu um að það verði vel tekið á því og þessir aðilar verða settir í bann. Þannig að við höfum fullt traust til vina okkar í Danmörku.“ Munuð þið fara fram á aukna öryggisgæslu í þeim leik? „Við munum fara fram á eðlilegar ráðstafanir varðandi liðið sjálft og svo verðum við í betra sambandi þegar nær dregur um aðra öryggisgæslu en ég hef fulla trú á því að þetta verði í góðu lagi.“ Fjölmargir stuðningsmenn Víkings munu fylgja liðinu út til Kaupmannahafnar og þar býr líka fjöldi Íslendinga sem ætlar að mæta á leikinn. „Ég á von á nokkur hundruð, það er mikill áhugi og síminn stoppar ekki. Endalaust verið að senda skilaboð um hvernig miðasölu verður háttað. Það er ekki búið að ákveða endanlega en við erum að vinna í því og setjum á samfélagsmiðla Víkings um leið og það verður ljóst.“ Nánar verður rætt við Sverri um atburði gærkvöldsins í Sportpakka Sýnar að loknum kvöldfréttum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu