Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2025 17:12 Jón Kristjánsson segir að laxagengd hafi verið á niðurleið til lengri tíma litið, eftir að netaveiðum var hætt og almennt dregið úr veiði. Vísir Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að „veiða og sleppa“ aðferðin við laxveiði, sem felst í að drepa ekki laxinn til að vernda stofninn, hafi augljóslega ekki gengið upp. Öll gögn bendi til að samkeppni um fæðu meðal laxaseiða sé slík, að nauðsynlegt sé að grisja stofninn svo hann viðhaldi sér. Laxveiði hefur verið dræm í flestum ám landsins í sumar, og kemur það ekki á óvart að mati Jóns Kristjánssonar. Hann stakk niður penna á vettvangi Flugufrétta um daginn þar sem hann taldi þrjár ástæður skýra lélega veiði. Hrygningarstofnar séu of stórir í flestum ám landsins, og það leiði til ofsetningar, seiðin vaxi hægar og dvelji lengur í ánni fyrir sjávargöngu með miklum afföllum sem leiði til minni laxagengdar. Laxagengd hafi verið á niðurleið til lengri tíma litið, eftir að netaveiðum var hætt og almennt dregið úr veiði. Þess má geta að í kvöldfréttum Sýnar í vikunni var fjallað um laxastofninn í Jöklu, þar sem tekist hefur að byggja upp einn stærsta laxastofn landsins, eftir að áin breyttist úr forugasta fljóti landsins í tæra bergvatnsá árið 2006 með Kárahnjúkastíflu. „Árangurinn hefur verið enginn“ Jón Kristjánsson segir að stefnan sem tekin var fyrir um 30 árum, að fara veiða minna af laxinum í von um að stofninn stækki, hafi borið engan árangur. Þvert á móti hafi áhrifin verið þveröfug. Jón var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær þar sem hann ræddi um dræma laxveiði undangenginna ára. „Þetta var reynt sem aðgerð í því að fá fleiri til að hrygna. Þetta byrjaði í Vatnsdalsá fyrir 20 árum eða svoleiðis. Þá þótti fínt að sleppa laxinum til að vernda stofninn. „Árangurinn hingað til hefur verið enginn. Það eru náttúrulega dæmi sem sýna það að þetta er gagnslaust,“ segir Jón. Hörð barátta um fæðu Jón segir að í dýraríkinu snúist baráttan um mat og pláss, og með því að veiða minna af laxinum verði minni matur á hvern lax eftir því sem þeir verða fleiri. „Þannig afföll eru mjög mikil á haustin, á sumargömlu laxaseiðunum sem klekjast á vorin. Þau ná ekki þeirri þyngd sem þau þurfa til að lifa veturinn af. Til dæmis í Leirvogsá, þá vaxa þau ekkert frá miðjum ágúst og fram í maí.“ Laxveiði hafi minnkað verulega frá árinu 1970. „Ef við tökum sögu laxveiðanna, þá voru veidd í Atlantshafinu 12 þúsund tonn árið 1970. Þetta hefur sigið jafnt og þétt og er komið niður í undir þúsund tonn. Þrátt fyrir allar aðgerðir, sem eru háðar til þess að reyna auka laxagegnd.“ „Hér kom Englendingur, hann keypti upp ár fyrir Norðaustan. Tilgangurinn hjá honum segir hann að sé að bjarga laxastofninum í Norður-Atlantshafi. Veiðin í ánum hans hefur minnkað stórkostlega, það er enginn sjáanlegur árangur.“ Stofninn minnki við minni veiðar Jón segir að eftir því sem seiðum fjölgi, sé vöxtur laxins hægari. Hann hafi sjálfur stundað rannsóknir sem sýndu fram á þetta í Leirovgsá. „Í Leirvogsá háttar þannig til að í henni er Tröllafoss, og lax kemst ekki þangað upp. En við höfum sleppt laxi þar fyrir ofan til að láta hann hrygna þar í ansi langan tíma. Til að fá kontról á þetta fórum við að telja þá, og setja tvo til fjóra laxa á kílómeter í árlengd.“ „Fyrir neðan eru kannski 20-30 á kílómeter, tíu sinnum fleiri. Meðan seiðin fyrir neðan í sama vatni í sömu á, ná einungis 4 sentimetrum að lengd á haustin, þá ná seiðin fyrir ofan fimm og hálfum, til sex sentímetrum, sem er fimm sinnum þyngra en litlu seiðin.“ „Þetta er barátta um æti og pláss, það er alls staðar svoleiðis í náttúrunni, alveg sama hvort það er fugl eða fiskur. Það er svolítið einkennilegt að alls staðar þar sem er dregið úr veiðum, hvort sem það er fugl eða fiskur, að þá minnkar stofninn,“ segir Jón. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í klippunni ofar í fréttinni. Lax Hafrannsóknastofnun Reykjavík síðdegis Stangveiði Bylgjan Tengdar fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. 30. júlí 2025 12:11 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira
Laxveiði hefur verið dræm í flestum ám landsins í sumar, og kemur það ekki á óvart að mati Jóns Kristjánssonar. Hann stakk niður penna á vettvangi Flugufrétta um daginn þar sem hann taldi þrjár ástæður skýra lélega veiði. Hrygningarstofnar séu of stórir í flestum ám landsins, og það leiði til ofsetningar, seiðin vaxi hægar og dvelji lengur í ánni fyrir sjávargöngu með miklum afföllum sem leiði til minni laxagengdar. Laxagengd hafi verið á niðurleið til lengri tíma litið, eftir að netaveiðum var hætt og almennt dregið úr veiði. Þess má geta að í kvöldfréttum Sýnar í vikunni var fjallað um laxastofninn í Jöklu, þar sem tekist hefur að byggja upp einn stærsta laxastofn landsins, eftir að áin breyttist úr forugasta fljóti landsins í tæra bergvatnsá árið 2006 með Kárahnjúkastíflu. „Árangurinn hefur verið enginn“ Jón Kristjánsson segir að stefnan sem tekin var fyrir um 30 árum, að fara veiða minna af laxinum í von um að stofninn stækki, hafi borið engan árangur. Þvert á móti hafi áhrifin verið þveröfug. Jón var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær þar sem hann ræddi um dræma laxveiði undangenginna ára. „Þetta var reynt sem aðgerð í því að fá fleiri til að hrygna. Þetta byrjaði í Vatnsdalsá fyrir 20 árum eða svoleiðis. Þá þótti fínt að sleppa laxinum til að vernda stofninn. „Árangurinn hingað til hefur verið enginn. Það eru náttúrulega dæmi sem sýna það að þetta er gagnslaust,“ segir Jón. Hörð barátta um fæðu Jón segir að í dýraríkinu snúist baráttan um mat og pláss, og með því að veiða minna af laxinum verði minni matur á hvern lax eftir því sem þeir verða fleiri. „Þannig afföll eru mjög mikil á haustin, á sumargömlu laxaseiðunum sem klekjast á vorin. Þau ná ekki þeirri þyngd sem þau þurfa til að lifa veturinn af. Til dæmis í Leirvogsá, þá vaxa þau ekkert frá miðjum ágúst og fram í maí.“ Laxveiði hafi minnkað verulega frá árinu 1970. „Ef við tökum sögu laxveiðanna, þá voru veidd í Atlantshafinu 12 þúsund tonn árið 1970. Þetta hefur sigið jafnt og þétt og er komið niður í undir þúsund tonn. Þrátt fyrir allar aðgerðir, sem eru háðar til þess að reyna auka laxagegnd.“ „Hér kom Englendingur, hann keypti upp ár fyrir Norðaustan. Tilgangurinn hjá honum segir hann að sé að bjarga laxastofninum í Norður-Atlantshafi. Veiðin í ánum hans hefur minnkað stórkostlega, það er enginn sjáanlegur árangur.“ Stofninn minnki við minni veiðar Jón segir að eftir því sem seiðum fjölgi, sé vöxtur laxins hægari. Hann hafi sjálfur stundað rannsóknir sem sýndu fram á þetta í Leirovgsá. „Í Leirvogsá háttar þannig til að í henni er Tröllafoss, og lax kemst ekki þangað upp. En við höfum sleppt laxi þar fyrir ofan til að láta hann hrygna þar í ansi langan tíma. Til að fá kontról á þetta fórum við að telja þá, og setja tvo til fjóra laxa á kílómeter í árlengd.“ „Fyrir neðan eru kannski 20-30 á kílómeter, tíu sinnum fleiri. Meðan seiðin fyrir neðan í sama vatni í sömu á, ná einungis 4 sentimetrum að lengd á haustin, þá ná seiðin fyrir ofan fimm og hálfum, til sex sentímetrum, sem er fimm sinnum þyngra en litlu seiðin.“ „Þetta er barátta um æti og pláss, það er alls staðar svoleiðis í náttúrunni, alveg sama hvort það er fugl eða fiskur. Það er svolítið einkennilegt að alls staðar þar sem er dregið úr veiðum, hvort sem það er fugl eða fiskur, að þá minnkar stofninn,“ segir Jón. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í klippunni ofar í fréttinni.
Lax Hafrannsóknastofnun Reykjavík síðdegis Stangveiði Bylgjan Tengdar fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. 30. júlí 2025 12:11 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira
Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. 30. júlí 2025 12:11