Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2025 14:30 Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Höfuðstöðvar hennar eru á Akureyri. Vísir/Viktor Freyr Amma sem glímir við veikindi á Norðurlandi hefur krafist nálgunarbanns gagnvart dóttur sinni eftir árás þeirrar síðarnefndu á hana. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Landsréttur ómerkti vegna mistaka hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Úrskurðurinn hefur verið birtur á vef Landsréttar. Þar kemur fram að amman hafi miðvikudaginn 30. júlí ræst neyðarhnapp á heimili sínu og kallað eftir aðstoð lögreglu. Fólk sem talið er í mikilli hættu getur fengið slíkan neyðarhnapp til að ná á augnabliki sambandi við lögreglu. Amman segir ágreining hafa komið upp á milli hennar og fullorðinnar dóttur hennar en þær búa á sama heimili auk ólögráða stúlku, barnabarns ömmunnar. Rifrildið mun hafa snúið að því að dóttir hennar heimtaði lyf móður sinnar og síma. Taldi andardrættina sína síðustu Amman segist hafa verið uppi í rúmi með símann í tösku um hálsinn. Dóttir hennar hafi gripið töskuna og dregið móður sína til í rúminu. Svo hafi hún læst fingrum sínum í andlit móður sinnar og klipið eins fast og hún gat. Í framhaldinu hafi hún tekið fyrir vit hennar. Amman lýsir því að hafa náð að anda en liðið hræðilega og haldið að um væri að ræða sína síðustu andardrætti. Hún lýsir ítrekuðu ofbeldi af hálfu dóttur sinnar svo áratugum skiptir. Það hafi bæði verið mjög alvarlegt líkamlegt ofbeldi en einnig andlegt og fjárhagslegt. Í læknisvottorði sem Lögreglan á Norðurlandi eystra lagði fram við kröfu um nálgunarbann á hendur dótturinni og brottvísun af heimili kemur fram að lýsingar ömmunnar á áverkum samræmist frásögn ömmunnar af árásinni. Fram kemur að amman sé haldin alvarlegum sjúkdómi en húsið sem mæðgurnar og ömmustúlkan búa í er í eigu ömmunnar. Gleymdist að skipa réttargæslumann Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu að amman yrði ekki vernduð með öðrum hætti en að vísa dóttur hennar af heimilinu og úrskurða hana í nálgunarbann út ágúst. Dóttirin væri grunuð um alvarlegt ofbeldisbrot sem gæti varðað allt að sex ára eða sextán ára fangelsi. Dóttirin kærði niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar sem ómerkti niðurstöðu héraðsdóms vegna þess að ömmunni hafði ekki verið skipaður réttargæslumaður við meðferð málsins. Það væri alvarlegu annmarki á meðferð málsins hjá lögreglu og sömuleiðis fyrir héraðsdómi. Nokkuð hefur verið fjallað um ofbeldi afkvæma gagnvart eldri foreldrum sínum á liðnum vikum í tengslum við manndrápsmálið í Súlunesi í Garðabæ. Tæplega þrítug kona er grunuð um að hafa orðið áttræðum föður sínum að bana og er sömuleiðis ákærð fyrir að reyna að bana sjötugri móður sinni. Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á að sögn teymisstjóra hjá Bjarkarhlíð sem ræddi vandamálið í fréttum Sýnar á dögunum. Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Úrskurðurinn hefur verið birtur á vef Landsréttar. Þar kemur fram að amman hafi miðvikudaginn 30. júlí ræst neyðarhnapp á heimili sínu og kallað eftir aðstoð lögreglu. Fólk sem talið er í mikilli hættu getur fengið slíkan neyðarhnapp til að ná á augnabliki sambandi við lögreglu. Amman segir ágreining hafa komið upp á milli hennar og fullorðinnar dóttur hennar en þær búa á sama heimili auk ólögráða stúlku, barnabarns ömmunnar. Rifrildið mun hafa snúið að því að dóttir hennar heimtaði lyf móður sinnar og síma. Taldi andardrættina sína síðustu Amman segist hafa verið uppi í rúmi með símann í tösku um hálsinn. Dóttir hennar hafi gripið töskuna og dregið móður sína til í rúminu. Svo hafi hún læst fingrum sínum í andlit móður sinnar og klipið eins fast og hún gat. Í framhaldinu hafi hún tekið fyrir vit hennar. Amman lýsir því að hafa náð að anda en liðið hræðilega og haldið að um væri að ræða sína síðustu andardrætti. Hún lýsir ítrekuðu ofbeldi af hálfu dóttur sinnar svo áratugum skiptir. Það hafi bæði verið mjög alvarlegt líkamlegt ofbeldi en einnig andlegt og fjárhagslegt. Í læknisvottorði sem Lögreglan á Norðurlandi eystra lagði fram við kröfu um nálgunarbann á hendur dótturinni og brottvísun af heimili kemur fram að lýsingar ömmunnar á áverkum samræmist frásögn ömmunnar af árásinni. Fram kemur að amman sé haldin alvarlegum sjúkdómi en húsið sem mæðgurnar og ömmustúlkan búa í er í eigu ömmunnar. Gleymdist að skipa réttargæslumann Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu að amman yrði ekki vernduð með öðrum hætti en að vísa dóttur hennar af heimilinu og úrskurða hana í nálgunarbann út ágúst. Dóttirin væri grunuð um alvarlegt ofbeldisbrot sem gæti varðað allt að sex ára eða sextán ára fangelsi. Dóttirin kærði niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar sem ómerkti niðurstöðu héraðsdóms vegna þess að ömmunni hafði ekki verið skipaður réttargæslumaður við meðferð málsins. Það væri alvarlegu annmarki á meðferð málsins hjá lögreglu og sömuleiðis fyrir héraðsdómi. Nokkuð hefur verið fjallað um ofbeldi afkvæma gagnvart eldri foreldrum sínum á liðnum vikum í tengslum við manndrápsmálið í Súlunesi í Garðabæ. Tæplega þrítug kona er grunuð um að hafa orðið áttræðum föður sínum að bana og er sömuleiðis ákærð fyrir að reyna að bana sjötugri móður sinni. Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á að sögn teymisstjóra hjá Bjarkarhlíð sem ræddi vandamálið í fréttum Sýnar á dögunum.
Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira