Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Agnar Már Másson og Jón Þór Stefánsson skrifa 8. ágúst 2025 11:48 Unnið er hörðum höndum að gera Hallgrímskirkju klára fyrir brúðkaupið eftir hádegið. Vísir/Lýður Nígerísk leikkona, dóttir eins ríkasta manns heims, mun vera að gifta sig í Hallgrímskirkju í dag. Kirkjan er lokuð milli klukkan þrjú og fimm í dag vegna þess. Þegar þessi frétt er skrifuð er verið að setja upp skreytingar í kirkjunni vegna brúðkaupsins. Á gólfi Hallgrímskirkju má nú sjá mikið blómahaf. Samkvæmt heimildum fréttastofu er dóttir eins ríkasta manns heims að gifta sig. Búist er við að tvö hundruð manns muni mæta. Margar hendur hjálpast að.Vísir/Lýður Þá herma heimildir fréttastofu að þrjár hæðir á Edition-hótelinu hafi verið leigðar í tengslum við brúðkaupið. Umrædd leikkona er, samkvæmt heimildum fréttastofu, Temi Otedola sem er 29 ára gömul. Hún hefur til að mynda leikið í nígerískum kvikmyndum á borð við Citation, sem er dreift af Netflix, og Ms. Kanyin, sem er dreift af Amazon Prime. View this post on Instagram A post shared by Temiloluwa Otedola (@temiotedola) Brúðguminn heitir Oluwatosin Oluwole Ajibade, en er talsvert þekktari undir nafninu Mr Eazi. Hann er tónlistarmaður og hefur starfað með tónlistarmönnum á borð við Bad Bunny og J Balvin. Mr Eazi birti fyrir tveimur vikum tónlistarmyndband á Instagram og í framhaldinu fleiri myndir í íslensku hrauni. View this post on Instagram A post shared by Don Eazi (@mreazi) View this post on Instagram A post shared by Don Eazi (@mreazi) Faðir Temi heitir Femi Otedola og er nígerískur athafnamaður sem hefur eignast mestan auð sinn á olíu- og orkuviðskiptum. Hann er sem stendur í 2566 sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heim og eru eignir hans metnar á 1,3 milljarði Bandaríkjadali, sem jafngildir um 160 milljörðum króna. Grétar Einarsson, kirkjuhaldari í Hallgrímskirkju, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu. Verðandi brúðhjónin munu hafa óskað eftir fréttabanni. Fréttin hefur verið uppfærð. Hallgrímskirkja Brúðkaup Reykjavík Nígería Íslandsvinir Tímamót Ástin og lífið Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Þegar þessi frétt er skrifuð er verið að setja upp skreytingar í kirkjunni vegna brúðkaupsins. Á gólfi Hallgrímskirkju má nú sjá mikið blómahaf. Samkvæmt heimildum fréttastofu er dóttir eins ríkasta manns heims að gifta sig. Búist er við að tvö hundruð manns muni mæta. Margar hendur hjálpast að.Vísir/Lýður Þá herma heimildir fréttastofu að þrjár hæðir á Edition-hótelinu hafi verið leigðar í tengslum við brúðkaupið. Umrædd leikkona er, samkvæmt heimildum fréttastofu, Temi Otedola sem er 29 ára gömul. Hún hefur til að mynda leikið í nígerískum kvikmyndum á borð við Citation, sem er dreift af Netflix, og Ms. Kanyin, sem er dreift af Amazon Prime. View this post on Instagram A post shared by Temiloluwa Otedola (@temiotedola) Brúðguminn heitir Oluwatosin Oluwole Ajibade, en er talsvert þekktari undir nafninu Mr Eazi. Hann er tónlistarmaður og hefur starfað með tónlistarmönnum á borð við Bad Bunny og J Balvin. Mr Eazi birti fyrir tveimur vikum tónlistarmyndband á Instagram og í framhaldinu fleiri myndir í íslensku hrauni. View this post on Instagram A post shared by Don Eazi (@mreazi) View this post on Instagram A post shared by Don Eazi (@mreazi) Faðir Temi heitir Femi Otedola og er nígerískur athafnamaður sem hefur eignast mestan auð sinn á olíu- og orkuviðskiptum. Hann er sem stendur í 2566 sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heim og eru eignir hans metnar á 1,3 milljarði Bandaríkjadali, sem jafngildir um 160 milljörðum króna. Grétar Einarsson, kirkjuhaldari í Hallgrímskirkju, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu. Verðandi brúðhjónin munu hafa óskað eftir fréttabanni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hallgrímskirkja Brúðkaup Reykjavík Nígería Íslandsvinir Tímamót Ástin og lífið Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira