Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2025 23:58 Misvísandi skilaboð hafa borist hvaðanæva af um mögulegan fund stórveldanna. Vísir/Samsett Donald Trump Bandaríkjaforseti segist reiðbúinn að hitta Vladímír Pútín Rússlandsforseta þrátt fyrir að sá siðarnefndi neiti að funda með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Sú saga gekk að fundur leiðtoga stríðandi fylkinganna væri skilyrði fundar Trump og Pútín en svo virðist ekki vera. Trump hefur reynt að koma á fundi Pútín og Selenskí um nokkurt skeið en án árangurs. Á morgun rennur út sá frestur sem Trump gaf Pútín til að koma á friði ellegar myndi hann beita Rússland og ríki sem eiga í viðskiptum við Rússland hertum viðskiptaþvingunum. Pútín sagði sjálfur í dag að það kæmi ekki til greina að hann fundaði með Selenskí. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, fór á fund Pútíns í Moskvu í gær og ræddu þeir saman í þrjá tíma. Eftir það bárust fregnir af því að von væri á fundi milli Trumps og Pútíns og það strax í næstu viku. Í morgun var svo greint frá því að þriggja forseta fundur yrði ekki að veruleika en Trump virðist enn binda vonir við það að geta þokað hlutum í friðarátt þó Selenskí verði fjarri góðu gamni. Aðspurður af blaðamönnum í Hvíta húsinu í dag sagði Trump það ekki vera skilyrði fyrir fundi sín og Pútín að Úkraínumenn fengju sæti við borðið. „Þeir vilja funda með mér og geri mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að binda enda á blóðsúthellingarnar,“ sagði hann þá. Bandaríkjamenn hafi reifað fund þriggja án athugasemda Þessi ummæli ganga þvert á fréttir New York Post frá því fyrr í dag þar sem haft var eftir heimildamann úr Hvíta húsinu að ekki yrði af fundi forsetanna tveggja nema af yrði fundi forsetanna þriggja, hvort sem það yrði saman eða hvort í sínu lagi. Guardian greinir frá því að þó ráðamenn í Moskvu bindi miklar vonir við fund með Bandaríkjaforseta sé fundur með Selenskí ekki í kortunum. Allt tal um slíkan fund hafi runnið mótsvarslaust af vörum Steve Witkoff, sérstaks erindreka Bandaríkjaforseta, þegar hann fundaði í Kreml í dag. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar „Við höfum í huga að undirbúa tvíhliða fund með Trump fyrst um sinn. Hvað þríhliða fund snertir, sem stjórnvöld í Washington reifuðu af einhverri ástæðu í gær, var það nokkuð sem Bandaríkjamenn minntust á á fundinum í Kreml. En þetta var ekki rætt. Rússneska nefndin snerti ekkert á þessu,“ er haft eftir Júríj Úsjakov aðstoðarmanni Pútíns Rússlandsforseta. Engin staðsetning hefur verið slegin föst en Pútín hefur sagt það koma til greina að funda með Trump í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fundur stórveldanna Tilhugsunin um að Pútín og Trump leggi línurnar á mögulegum friðarsáttmála án nokkurrar aðkomu evrópskra leiðtoga, eða Úkraínumanna hvað það varðar, gengur þvert á yfirlýsingar þeirra síðarnefndu um mikilvægi þess að ekkert verði rætt án þess að Úkraínumenn eigi sæti við borðið. „Ekkert um Úkraínu, án Úkraínu“ er orðtæki sem hefur ósjaldan ratast utanríkisráðherrum Evrópu á munn og þar er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir engin undantekning. Guardian hefur eftir Kíril Dmítríjev, efnahagsráðgjafa Rússlandsstjórnar, að fundur Trump og Pútín yrði gott tækifæri til beinna samskipta á milli Moskvu og Washington, án „falsupplýsinganna“ um Rússland sem önnur lönd beiti til að hafa áhrif á Bandaríkjaforseta. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Íslensk-úkraínsk hjón hafa takmarkaða trú á að samtal Trump og Pútín myndi leiða til friðar í Úkraínu. Þau hafa misst vini á vígvellinum og segja erfitt að fylgjast með aukinni hörku í árásum Rússa á heimaborg þeirra úr fjarska. Þau skynja breytingar á viðhorfi og afstöðu fólks utan Úkraínu til stríðsins frá því sem var í byrjun. Svo virðist sem áhuginn sé að dvína og rússneskur áróður að ná betur í gegn. 7. ágúst 2025 21:32 Segist eiga fund með Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. 6. ágúst 2025 21:05 Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1. ágúst 2025 18:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Trump hefur reynt að koma á fundi Pútín og Selenskí um nokkurt skeið en án árangurs. Á morgun rennur út sá frestur sem Trump gaf Pútín til að koma á friði ellegar myndi hann beita Rússland og ríki sem eiga í viðskiptum við Rússland hertum viðskiptaþvingunum. Pútín sagði sjálfur í dag að það kæmi ekki til greina að hann fundaði með Selenskí. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, fór á fund Pútíns í Moskvu í gær og ræddu þeir saman í þrjá tíma. Eftir það bárust fregnir af því að von væri á fundi milli Trumps og Pútíns og það strax í næstu viku. Í morgun var svo greint frá því að þriggja forseta fundur yrði ekki að veruleika en Trump virðist enn binda vonir við það að geta þokað hlutum í friðarátt þó Selenskí verði fjarri góðu gamni. Aðspurður af blaðamönnum í Hvíta húsinu í dag sagði Trump það ekki vera skilyrði fyrir fundi sín og Pútín að Úkraínumenn fengju sæti við borðið. „Þeir vilja funda með mér og geri mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að binda enda á blóðsúthellingarnar,“ sagði hann þá. Bandaríkjamenn hafi reifað fund þriggja án athugasemda Þessi ummæli ganga þvert á fréttir New York Post frá því fyrr í dag þar sem haft var eftir heimildamann úr Hvíta húsinu að ekki yrði af fundi forsetanna tveggja nema af yrði fundi forsetanna þriggja, hvort sem það yrði saman eða hvort í sínu lagi. Guardian greinir frá því að þó ráðamenn í Moskvu bindi miklar vonir við fund með Bandaríkjaforseta sé fundur með Selenskí ekki í kortunum. Allt tal um slíkan fund hafi runnið mótsvarslaust af vörum Steve Witkoff, sérstaks erindreka Bandaríkjaforseta, þegar hann fundaði í Kreml í dag. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar „Við höfum í huga að undirbúa tvíhliða fund með Trump fyrst um sinn. Hvað þríhliða fund snertir, sem stjórnvöld í Washington reifuðu af einhverri ástæðu í gær, var það nokkuð sem Bandaríkjamenn minntust á á fundinum í Kreml. En þetta var ekki rætt. Rússneska nefndin snerti ekkert á þessu,“ er haft eftir Júríj Úsjakov aðstoðarmanni Pútíns Rússlandsforseta. Engin staðsetning hefur verið slegin föst en Pútín hefur sagt það koma til greina að funda með Trump í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fundur stórveldanna Tilhugsunin um að Pútín og Trump leggi línurnar á mögulegum friðarsáttmála án nokkurrar aðkomu evrópskra leiðtoga, eða Úkraínumanna hvað það varðar, gengur þvert á yfirlýsingar þeirra síðarnefndu um mikilvægi þess að ekkert verði rætt án þess að Úkraínumenn eigi sæti við borðið. „Ekkert um Úkraínu, án Úkraínu“ er orðtæki sem hefur ósjaldan ratast utanríkisráðherrum Evrópu á munn og þar er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir engin undantekning. Guardian hefur eftir Kíril Dmítríjev, efnahagsráðgjafa Rússlandsstjórnar, að fundur Trump og Pútín yrði gott tækifæri til beinna samskipta á milli Moskvu og Washington, án „falsupplýsinganna“ um Rússland sem önnur lönd beiti til að hafa áhrif á Bandaríkjaforseta.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Íslensk-úkraínsk hjón hafa takmarkaða trú á að samtal Trump og Pútín myndi leiða til friðar í Úkraínu. Þau hafa misst vini á vígvellinum og segja erfitt að fylgjast með aukinni hörku í árásum Rússa á heimaborg þeirra úr fjarska. Þau skynja breytingar á viðhorfi og afstöðu fólks utan Úkraínu til stríðsins frá því sem var í byrjun. Svo virðist sem áhuginn sé að dvína og rússneskur áróður að ná betur í gegn. 7. ágúst 2025 21:32 Segist eiga fund með Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. 6. ágúst 2025 21:05 Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1. ágúst 2025 18:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Íslensk-úkraínsk hjón hafa takmarkaða trú á að samtal Trump og Pútín myndi leiða til friðar í Úkraínu. Þau hafa misst vini á vígvellinum og segja erfitt að fylgjast með aukinni hörku í árásum Rússa á heimaborg þeirra úr fjarska. Þau skynja breytingar á viðhorfi og afstöðu fólks utan Úkraínu til stríðsins frá því sem var í byrjun. Svo virðist sem áhuginn sé að dvína og rússneskur áróður að ná betur í gegn. 7. ágúst 2025 21:32
Segist eiga fund með Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. 6. ágúst 2025 21:05
Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1. ágúst 2025 18:26
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“