Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2025 07:02 Tölvuteiknuð mynd af mögulegum kjarnakljúfi á tunglinu. NASA Bandaríkjamenn ætla að flýta áætlunum sínum sem snúa að því að senda kjarnakljúf til tunglsins. Nú stendur til að koma kljúfi til tunglsins fyrir árið 2030 og stendur til að nota hann til að knýja bækistöð á tunglinu um árabil. Lengi hefur verið unnið að því að senda kjarnakljúf til tunglsins sem lið í Artemis-áætluninni svokölluðu. Árið 2022 tilkynntu forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) að stofnunin og orkumálaráðuneytið hefðu valið þrjár tillögur að kjarnakljúfum sem hægt væri að senda til tunglsins. Sá kljúfur átti að geta skapað fjörutíu kílóvött og vera tilbúinn einhvern tímann á næsta áratug. Erfitt yrði að knýja bækistöð á tunglinu með sólarsellum og rafhlöðum þar sem dagur á tunglinu varir í um fjórar vikur á jörðinni. Sólin skín því í tvær vikur og síðan er myrkur í tvær viku. Þess vegna hefur áhersla verið lögð á kjarnorku. Sean Duffy, samgönguráðherra og starfandi yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), hefur samkvæmt skipun sem fjölmiðlar ytra hafa sagt frá, sagt að kjarnakljúfurinn sem senda á til tunglsins eigi að geta skapað hundrað kílóvött og á hann að vera kominn til tunglsins fyrir 2030. Það ár stefna Kínverjar á að senda sína fyrstu geimfara til tunglsins. Í apríl opinberuðu Kínverjar að þeir ætluðu sér að smíða kjarnakljúf og senda hann til tunglsins til að knýja sameiginlega rannsóknarstöð þeirra og Rússa á yfirborðinu þar. Duffy hefur, samkvæmt frétt New York Times, sagt að verði Kínverjar og Rússar á undan að koma kjarnakljúfi fyrir á tunglinu, gætu þeir reynt að skapa einhverskonar bannsvæði á yfirborðinu, sem kæmi verulega niður á Bandaríkjunum og öðrum. Duffy ræddi málið á blaðamannafundi í gær, þar sem hann sagði Bandaríkin í kappi við Kínverja og Rússa og Bandaríkin væru að tapa. Hann sagði ekkert nýtt að tala um að senda kjarnakljúf til tunglsins. Það hefði verið lengi til umræðu. Minna fé til vísinda, meira til geimferða Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Til stendur að þrjá bandaríska og einn kanadískan geimfara á braut um tunglið í apríl á næsta ári. Um mitt ár 2027 á, samkvæmt áætlunum NASA, að lenda geimförum á tunglinu í fyrsta sinn frá desember 1972, þegar geimfararnir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Sjá einnig: Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Frá því Donald Trump tók aftur við embætti forseta Bandaríkjanna hefur forsvarsmönnum NASA verið gert að skera verulega niður í alls konar vísindastarfi stofnunarinnar á nánast öllum sviðum. Ríkisstjórn Trumps hefur þó lagt til auknar fjárveitingar til mannaðra geimferða á næsta ári. Vísindamenn í Bandaríkjunum og víðar hafa á undanförnum árum unnið mikla undirbúningsvinnu fyrir bækistöð á tunglinu. Sú vinna hefur að stórum hluta snúist um þróun innviða sem hægt yrði að nota á tunglinu. Kljúfur án bækistöðvar Kjarnakljúfur á tunglinu myndi ekki virka eins og þeir gera á jörðinni. Hann þyrfti bæði að vera minni og léttari en gengur og erist og þar að auki er hvorki loft né vatn á tunglinu sem hægt er að nota til kælingar. Því þyrfti kljúfur að vera búinn stóru kælikerfi. Hitinn á yfirborði tunglsins sveiflast mjög milli dags og nætur og þarf að hanna kljúfinn með það í huga. Í samtali við NYT segir sérfræðingur að erfiðast yrði að þróa efni sem gætu þolað þessar miklu hitabreytingar og þann mikla hita sem myndast við framleiðslu þá framleiðslu rafmagns sem um ræðir. Sérfræðingar segja óraunhæft að vinna alla þá vinnu sem þarf fyrir árið 2030. Þá sé áætlunin skringileg að því leyti að forsvarsmenn NASA sitja ekki á neinum áætlunum um að senda einhverskonar mannvirki sem þurfa svo mikið rafmagn til tunglsins í bráð. „Ég skildi þetta svo að ætlunin hafi verið að knýja bækistöð. Þess vegna er svolítið kjánalegt að gera þetta án bækistöðvarinnar,“ sagði einni sérfræðingur. Bandaríkin Kína Rússland Tunglið Geimurinn Vísindi Donald Trump Kjarnorka Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Brotlentu öðru einkafari á tunglinu Japanska geimfyrirtækið ispace brotlenti öðru geimfari á tunglinu í gærkvöldi. Þetta var önnur tilraun fyrirtækisins til að lenda smáu tunglfari í einkaeigu en báðar hafa misheppnast. 6. júní 2025 09:13 Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00 Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Bandaríkjamenn lentu í gærkvöldi fyrsta farinu á tunglinu í rúma hálfa öld. Lendingarfarið Ódysseifur, sem þróað var af starfsmönnum fyrirtækisins Intuitive Machines, með stuðningi Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) lenti við suðurpól tunglsins en óljóst er hversu vel lendingin heppnaðist. 23. febrúar 2024 10:55 Stækka geimstöðina og bjóða öðrum í heimsókn Kínverjar ætla að gera geimstöð sína tvöfalt stærri og fjölga hlutum hennar úr þremur í sex. Þá stendur einnig til að bjóða geimförum annarra þjóða að ferðast til geimstöðvarinnar og halda þar til. 5. október 2023 15:50 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Lengi hefur verið unnið að því að senda kjarnakljúf til tunglsins sem lið í Artemis-áætluninni svokölluðu. Árið 2022 tilkynntu forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) að stofnunin og orkumálaráðuneytið hefðu valið þrjár tillögur að kjarnakljúfum sem hægt væri að senda til tunglsins. Sá kljúfur átti að geta skapað fjörutíu kílóvött og vera tilbúinn einhvern tímann á næsta áratug. Erfitt yrði að knýja bækistöð á tunglinu með sólarsellum og rafhlöðum þar sem dagur á tunglinu varir í um fjórar vikur á jörðinni. Sólin skín því í tvær vikur og síðan er myrkur í tvær viku. Þess vegna hefur áhersla verið lögð á kjarnorku. Sean Duffy, samgönguráðherra og starfandi yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), hefur samkvæmt skipun sem fjölmiðlar ytra hafa sagt frá, sagt að kjarnakljúfurinn sem senda á til tunglsins eigi að geta skapað hundrað kílóvött og á hann að vera kominn til tunglsins fyrir 2030. Það ár stefna Kínverjar á að senda sína fyrstu geimfara til tunglsins. Í apríl opinberuðu Kínverjar að þeir ætluðu sér að smíða kjarnakljúf og senda hann til tunglsins til að knýja sameiginlega rannsóknarstöð þeirra og Rússa á yfirborðinu þar. Duffy hefur, samkvæmt frétt New York Times, sagt að verði Kínverjar og Rússar á undan að koma kjarnakljúfi fyrir á tunglinu, gætu þeir reynt að skapa einhverskonar bannsvæði á yfirborðinu, sem kæmi verulega niður á Bandaríkjunum og öðrum. Duffy ræddi málið á blaðamannafundi í gær, þar sem hann sagði Bandaríkin í kappi við Kínverja og Rússa og Bandaríkin væru að tapa. Hann sagði ekkert nýtt að tala um að senda kjarnakljúf til tunglsins. Það hefði verið lengi til umræðu. Minna fé til vísinda, meira til geimferða Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Til stendur að þrjá bandaríska og einn kanadískan geimfara á braut um tunglið í apríl á næsta ári. Um mitt ár 2027 á, samkvæmt áætlunum NASA, að lenda geimförum á tunglinu í fyrsta sinn frá desember 1972, þegar geimfararnir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Sjá einnig: Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Frá því Donald Trump tók aftur við embætti forseta Bandaríkjanna hefur forsvarsmönnum NASA verið gert að skera verulega niður í alls konar vísindastarfi stofnunarinnar á nánast öllum sviðum. Ríkisstjórn Trumps hefur þó lagt til auknar fjárveitingar til mannaðra geimferða á næsta ári. Vísindamenn í Bandaríkjunum og víðar hafa á undanförnum árum unnið mikla undirbúningsvinnu fyrir bækistöð á tunglinu. Sú vinna hefur að stórum hluta snúist um þróun innviða sem hægt yrði að nota á tunglinu. Kljúfur án bækistöðvar Kjarnakljúfur á tunglinu myndi ekki virka eins og þeir gera á jörðinni. Hann þyrfti bæði að vera minni og léttari en gengur og erist og þar að auki er hvorki loft né vatn á tunglinu sem hægt er að nota til kælingar. Því þyrfti kljúfur að vera búinn stóru kælikerfi. Hitinn á yfirborði tunglsins sveiflast mjög milli dags og nætur og þarf að hanna kljúfinn með það í huga. Í samtali við NYT segir sérfræðingur að erfiðast yrði að þróa efni sem gætu þolað þessar miklu hitabreytingar og þann mikla hita sem myndast við framleiðslu þá framleiðslu rafmagns sem um ræðir. Sérfræðingar segja óraunhæft að vinna alla þá vinnu sem þarf fyrir árið 2030. Þá sé áætlunin skringileg að því leyti að forsvarsmenn NASA sitja ekki á neinum áætlunum um að senda einhverskonar mannvirki sem þurfa svo mikið rafmagn til tunglsins í bráð. „Ég skildi þetta svo að ætlunin hafi verið að knýja bækistöð. Þess vegna er svolítið kjánalegt að gera þetta án bækistöðvarinnar,“ sagði einni sérfræðingur.
Bandaríkin Kína Rússland Tunglið Geimurinn Vísindi Donald Trump Kjarnorka Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Brotlentu öðru einkafari á tunglinu Japanska geimfyrirtækið ispace brotlenti öðru geimfari á tunglinu í gærkvöldi. Þetta var önnur tilraun fyrirtækisins til að lenda smáu tunglfari í einkaeigu en báðar hafa misheppnast. 6. júní 2025 09:13 Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00 Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Bandaríkjamenn lentu í gærkvöldi fyrsta farinu á tunglinu í rúma hálfa öld. Lendingarfarið Ódysseifur, sem þróað var af starfsmönnum fyrirtækisins Intuitive Machines, með stuðningi Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) lenti við suðurpól tunglsins en óljóst er hversu vel lendingin heppnaðist. 23. febrúar 2024 10:55 Stækka geimstöðina og bjóða öðrum í heimsókn Kínverjar ætla að gera geimstöð sína tvöfalt stærri og fjölga hlutum hennar úr þremur í sex. Þá stendur einnig til að bjóða geimförum annarra þjóða að ferðast til geimstöðvarinnar og halda þar til. 5. október 2023 15:50 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Brotlentu öðru einkafari á tunglinu Japanska geimfyrirtækið ispace brotlenti öðru geimfari á tunglinu í gærkvöldi. Þetta var önnur tilraun fyrirtækisins til að lenda smáu tunglfari í einkaeigu en báðar hafa misheppnast. 6. júní 2025 09:13
Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00
Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Bandaríkjamenn lentu í gærkvöldi fyrsta farinu á tunglinu í rúma hálfa öld. Lendingarfarið Ódysseifur, sem þróað var af starfsmönnum fyrirtækisins Intuitive Machines, með stuðningi Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) lenti við suðurpól tunglsins en óljóst er hversu vel lendingin heppnaðist. 23. febrúar 2024 10:55
Stækka geimstöðina og bjóða öðrum í heimsókn Kínverjar ætla að gera geimstöð sína tvöfalt stærri og fjölga hlutum hennar úr þremur í sex. Þá stendur einnig til að bjóða geimförum annarra þjóða að ferðast til geimstöðvarinnar og halda þar til. 5. október 2023 15:50