Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 7. ágúst 2025 12:00 Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú hugsar um einmanaleika? Líklega skort á félagsskap eða of mikla einveru. En einmanaleiki snýst ekki alltaf um að vera einn, heldur einnig um það hvernig okkur líður, jafnvel í kringum annað fólk. Það er eðlilegt að finna fyrir tímabundnum einmanaleika, en þegar hann verður langvarandi getur hann haft alvarleg áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Rannsóknir sýna skýr tengsl milli langvarandi einmanaleika og ýmissa kvilla eins og kvíða, þunglyndis og jafnvel hjarta- og æðasjúkdóma. Góðu fréttirnar eru þær að það eru til ýmsar leiðir til að sporna við einmanaleika, til dæmis með því að taka þátt í félagsstarfi, áhugamálum, sjálfboðaliðastarfi eða jafnvel námskeiðum sem efla félagsfærni. Rannsóknir sýna að regluleg þátttaka í félagsstarfi getur aukið vellíðan og dregið úr einmanaleika. En hvað ef við upplifun einmanaleika þrátt fyrir að vera umkringd öðru fólki? Við getum til dæmis verið hluti af hópi og haft virkt félagslíf en samt upplifað ákveðna fjarlægð eða að tengslin séu yfirborðskennd. Ein ástæða fyrir því getur verið sú að við sýnum ekki okkar raunverulega hliðar, skoðanir eða langanir vegna hræðslu við höfnun. En þá er hættan sú að við myndum ekki raunveruleg og djúp tengsl við fólkið í kringum okkur, sem getur leitt til þess að við upplifum einmanaleika, jafnvel þegar við erum í félagsskap. Ef þú kannast við þetta getur þú byrjað á litlum, en áhrifaríkum skrefum, eins og að prófa að tjá skoðanir eða langanir í öruggum aðstæðum, við fólk sem þú treystir. Slík einlægni styrkir tengslin og stuðlar að losun oxytósíns, hormóns sem eykur vellíðan og bætir tengslamyndun. Önnur ástæða fyrir því að við getum upplifað einmanaleika þrátt fyrir nægan félagsskap er sú að við finnum ekki fyrir ró og öryggi í eigin nærveru. Það geta verið margar ástæður fyrir því en ein leiðin til þess að vinna með þetta er að gefa sér tíma fyrir sig sjálfan og læra smám saman að njóta eigin nærveru. Það má t.d. gera með því að stunda sjálfsumhyggju og núvitund, þar sem við æfum okkur að vera til staðar fyrir okkur sjálf, sýna okkur hlýju eða leyfa því sem við upplifum innra með okkur að vera eins og það er. Slík iðkun virkjar sefkerfi líkamans (parasympatíska taugakerfið), sem stuðlar að innri ró og öryggi og hefur fjölþætt jákvæð áhrif á heilsu og líðan. Höfundur er doktor í sálfræði sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú hugsar um einmanaleika? Líklega skort á félagsskap eða of mikla einveru. En einmanaleiki snýst ekki alltaf um að vera einn, heldur einnig um það hvernig okkur líður, jafnvel í kringum annað fólk. Það er eðlilegt að finna fyrir tímabundnum einmanaleika, en þegar hann verður langvarandi getur hann haft alvarleg áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Rannsóknir sýna skýr tengsl milli langvarandi einmanaleika og ýmissa kvilla eins og kvíða, þunglyndis og jafnvel hjarta- og æðasjúkdóma. Góðu fréttirnar eru þær að það eru til ýmsar leiðir til að sporna við einmanaleika, til dæmis með því að taka þátt í félagsstarfi, áhugamálum, sjálfboðaliðastarfi eða jafnvel námskeiðum sem efla félagsfærni. Rannsóknir sýna að regluleg þátttaka í félagsstarfi getur aukið vellíðan og dregið úr einmanaleika. En hvað ef við upplifun einmanaleika þrátt fyrir að vera umkringd öðru fólki? Við getum til dæmis verið hluti af hópi og haft virkt félagslíf en samt upplifað ákveðna fjarlægð eða að tengslin séu yfirborðskennd. Ein ástæða fyrir því getur verið sú að við sýnum ekki okkar raunverulega hliðar, skoðanir eða langanir vegna hræðslu við höfnun. En þá er hættan sú að við myndum ekki raunveruleg og djúp tengsl við fólkið í kringum okkur, sem getur leitt til þess að við upplifum einmanaleika, jafnvel þegar við erum í félagsskap. Ef þú kannast við þetta getur þú byrjað á litlum, en áhrifaríkum skrefum, eins og að prófa að tjá skoðanir eða langanir í öruggum aðstæðum, við fólk sem þú treystir. Slík einlægni styrkir tengslin og stuðlar að losun oxytósíns, hormóns sem eykur vellíðan og bætir tengslamyndun. Önnur ástæða fyrir því að við getum upplifað einmanaleika þrátt fyrir nægan félagsskap er sú að við finnum ekki fyrir ró og öryggi í eigin nærveru. Það geta verið margar ástæður fyrir því en ein leiðin til þess að vinna með þetta er að gefa sér tíma fyrir sig sjálfan og læra smám saman að njóta eigin nærveru. Það má t.d. gera með því að stunda sjálfsumhyggju og núvitund, þar sem við æfum okkur að vera til staðar fyrir okkur sjálf, sýna okkur hlýju eða leyfa því sem við upplifum innra með okkur að vera eins og það er. Slík iðkun virkjar sefkerfi líkamans (parasympatíska taugakerfið), sem stuðlar að innri ró og öryggi og hefur fjölþætt jákvæð áhrif á heilsu og líðan. Höfundur er doktor í sálfræði sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar