Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Auðun Georg Ólafsson skrifar 6. ágúst 2025 13:18 Karol Nawrocki, varð í dag nýr forseti Póllands. EPA/RADEK PIETRUSZKA Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi þjóðernissinnaða stjórnarandstöðuflokksins Lög og réttlæti sór í morgun embættiseið sem nýkjörinn forseti Póllands. Sem slíkur hefur hann vald til að hafa áhrif á utanríkisstefnu og beita neitunarvaldi gegn lögum. Nawrocki er fulltrúi þjóðernisíhaldsmanna í embætti rétti eins og forveri hans, Andrzej Duda, sem var forseti Póllands í tíu ár. Í forsetakosningunum, sem fram fóru í byrjun júní sl. naut Nawrocki stuðnings Donalds Trump forseta Bandaríkjanna. Nawrocki er sagður hliðhollur MAGA hreyfingu Trump og tala fyrir kólnandi sambandi við Úkraínu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í samtali við Vísi í sumar að Nawrocki myndi beita neitunarvaldi forseta gegn ríkisstjórninni í hitamálum á borð við þungunarrof og gagnvart hinsegin fólki. Í forsetakosningunum í sumar hlaut Nawrocki 50,89 prósent atkvæða og sigraði naumlega Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, sem hlaut 49,11 prósent atkvæða. Kosningasigur Nawrocki var sagt áfall fyrir vonir Donald Tusk forsætisráðherra um að festa frekara samstarf við Evrópusambandið í sessi. Nawrocki er sagður vilja draga úr áhrifum sambandsins og kallaði meðal annars eftir „fullveldi Póllands“ í embættistökunni í morgun. Nawrocki virðist strax ætla að valda ríkisstjórn Donald Tusk usla með því að leggja til aðgerðir eins og skattalækkanir sem líklega verða vinsælar hjá mörgum kjósendum en erfiðar í framkvæmd. „Sem forsætisráðherra hef ég hingað til unnið með þremur forsetum, hvernig verður það með þann fjórða? Við munum ráða við það,“ skrifaði Tusk, í færslu á samfélagsmiðilinn X. Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Nawrocki er fulltrúi þjóðernisíhaldsmanna í embætti rétti eins og forveri hans, Andrzej Duda, sem var forseti Póllands í tíu ár. Í forsetakosningunum, sem fram fóru í byrjun júní sl. naut Nawrocki stuðnings Donalds Trump forseta Bandaríkjanna. Nawrocki er sagður hliðhollur MAGA hreyfingu Trump og tala fyrir kólnandi sambandi við Úkraínu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í samtali við Vísi í sumar að Nawrocki myndi beita neitunarvaldi forseta gegn ríkisstjórninni í hitamálum á borð við þungunarrof og gagnvart hinsegin fólki. Í forsetakosningunum í sumar hlaut Nawrocki 50,89 prósent atkvæða og sigraði naumlega Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, sem hlaut 49,11 prósent atkvæða. Kosningasigur Nawrocki var sagt áfall fyrir vonir Donald Tusk forsætisráðherra um að festa frekara samstarf við Evrópusambandið í sessi. Nawrocki er sagður vilja draga úr áhrifum sambandsins og kallaði meðal annars eftir „fullveldi Póllands“ í embættistökunni í morgun. Nawrocki virðist strax ætla að valda ríkisstjórn Donald Tusk usla með því að leggja til aðgerðir eins og skattalækkanir sem líklega verða vinsælar hjá mörgum kjósendum en erfiðar í framkvæmd. „Sem forsætisráðherra hef ég hingað til unnið með þremur forsetum, hvernig verður það með þann fjórða? Við munum ráða við það,“ skrifaði Tusk, í færslu á samfélagsmiðilinn X.
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira