Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 13:15 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Aðalsteinsson Ísland virðist vera að klemmast á milli í tollastríðinu sem geysar á alþjóðamörkuðum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir of algengt að íslensk stjórnvöld hafi ekki rétt gögn í höndunum í samningaviðræðum við önnur ríki. Þau þurfi að hafa tölurnar á hreinu í viðræðum um lækkun tolla Boðuð tollahækkun Bandaríkjanna á íslenska útflutning upp á 15 prósent tekur gildi á morgun. Í ofanálag hefur Evrópusambandið tilkynnt um nýja verndartolla á járnblendi frá Íslandi og Noregi. Stjórn Íslensk-evrópska verslunarráðsins lýsir í ályktun frá í morgun, yfir miklum áhyggjum af verndartollunum. Bent er á að það veiki stöðu Íslands í málinu að leggja verndartolla á vörur frá ESB sem eiga samkvæmt EES- samningnum að vera tollfrjálsar með því að tollflokka þær ranglega. Stjórn ráðsins kallar eftir samstöðu um að hvetja íslensk stjórnvöld til að hætta samningsbrotum sínum á sviði tollamála. Fram kemur í ályktuninni að með því að vera ábyrgur samningsaðili, sem virði skyldur sínar, verði íslenska ríkið í betri stöðu til að gera sambærilega kröfu til gagnaðila. Grafalvarleg staða Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins óttast að versnandi viðskiptakjör hafi neikvæð áhrif á lífskjör hér á landi. „Það er auðvitað grafalvarlegt að viðskiptakjörin séu að versna og á sama tíma er mjög alvarlegt að Evrópusambandið hyggist vernda starfsemi kísiljárns í sambandinu en setja verndartolla á sömu starfsemi hér. Ísland er að klemmast á milli í tollastríðinu sem virðist geysa á alþjóðamörkuðum,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að íslensk stjórnvöld hafi rétt gögn í höndunum þegar þau ræða við bandarísk yfirvöld um tollalækkun. „Stjórnvöld hafa óskað eftir fundi vegna málsins og þá þurfa rétt gögn að liggja fyrir. Bandaríkin horfa bara á sínar upplýsingar og þeirra gögn sýna að þau séu í viðskiptahalla gagnvart Íslandi okkar gögn sýna svo annað. Það er umhugsunarefni að í hvert sinn sem upp kemur einhvers konar krísa hér á landi þá kemur í ljós að gögn og upplýsingar hér eru ekki réttar og það þarf að leiðrétta þau,“ segir Sigurður. Hann telur að í samningaviðræðum þjóðanna þurfi að leggja áherslu á aukin viðskipti þeirra á milli. „Það kallar á auknar fjárfestingar af okkar hálfu. Þá gæti verið hyggilegt að horfa til viðskipta með gervigreind sem er vaxandi iðnaður á heimsvísu. Við höfum ekki tekið þátt í því kapphlaupi að neinu ráði,“ segir hann að lokum. Skattar og tollar Donald Trump Efnahagsmál Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira
Boðuð tollahækkun Bandaríkjanna á íslenska útflutning upp á 15 prósent tekur gildi á morgun. Í ofanálag hefur Evrópusambandið tilkynnt um nýja verndartolla á járnblendi frá Íslandi og Noregi. Stjórn Íslensk-evrópska verslunarráðsins lýsir í ályktun frá í morgun, yfir miklum áhyggjum af verndartollunum. Bent er á að það veiki stöðu Íslands í málinu að leggja verndartolla á vörur frá ESB sem eiga samkvæmt EES- samningnum að vera tollfrjálsar með því að tollflokka þær ranglega. Stjórn ráðsins kallar eftir samstöðu um að hvetja íslensk stjórnvöld til að hætta samningsbrotum sínum á sviði tollamála. Fram kemur í ályktuninni að með því að vera ábyrgur samningsaðili, sem virði skyldur sínar, verði íslenska ríkið í betri stöðu til að gera sambærilega kröfu til gagnaðila. Grafalvarleg staða Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins óttast að versnandi viðskiptakjör hafi neikvæð áhrif á lífskjör hér á landi. „Það er auðvitað grafalvarlegt að viðskiptakjörin séu að versna og á sama tíma er mjög alvarlegt að Evrópusambandið hyggist vernda starfsemi kísiljárns í sambandinu en setja verndartolla á sömu starfsemi hér. Ísland er að klemmast á milli í tollastríðinu sem virðist geysa á alþjóðamörkuðum,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að íslensk stjórnvöld hafi rétt gögn í höndunum þegar þau ræða við bandarísk yfirvöld um tollalækkun. „Stjórnvöld hafa óskað eftir fundi vegna málsins og þá þurfa rétt gögn að liggja fyrir. Bandaríkin horfa bara á sínar upplýsingar og þeirra gögn sýna að þau séu í viðskiptahalla gagnvart Íslandi okkar gögn sýna svo annað. Það er umhugsunarefni að í hvert sinn sem upp kemur einhvers konar krísa hér á landi þá kemur í ljós að gögn og upplýsingar hér eru ekki réttar og það þarf að leiðrétta þau,“ segir Sigurður. Hann telur að í samningaviðræðum þjóðanna þurfi að leggja áherslu á aukin viðskipti þeirra á milli. „Það kallar á auknar fjárfestingar af okkar hálfu. Þá gæti verið hyggilegt að horfa til viðskipta með gervigreind sem er vaxandi iðnaður á heimsvísu. Við höfum ekki tekið þátt í því kapphlaupi að neinu ráði,“ segir hann að lokum.
Skattar og tollar Donald Trump Efnahagsmál Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira