Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2025 17:17 Nikola Jokic er frábær í körfubolta en ástríða hans virðist þó vera annars staðar. Getty/Joshua Gateley Myndir af körfuboltastjörnunni Nikola Jokic að missa sig yfir því þegar hesturinn hans vann keppni í Serbíu fór á flug á netinu í vikunni og ekki síst í samanburði við látlaus viðbrögð hans þegar Jokic varð sjálfur NBA-meistari. Jokic grét að gleði, faðmaði bæði hest og knapa og fagnaði þessu eins og stærsta sigri ferilsins. Þegar hann varð NBA meistari þá lét hann bara eins og þetta væri hver annar körfuboltaleikur. Jokic er að mörgum talinn vera besti körfuboltamaður heims í dag en á síðustu leiktíð í NBA þá var hann með þrennu að meðaltali í leik, skoraði 29,6 stig, tók 12,7 fráköst og gaf 10,2 stoðsendingar. Hann er stórskotlegur leikmaður og hefur verið þrisvar sinnum valinn mikilvægasti leikmaðurinn í NBA. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) DeMarcus Cousins er fyrrum liðsfélagi Jokic hjá Denver Nuggets og hann segir sláandi hluti um serbneska miðherjann í nýju viðtali. Samkvæmt Cousins þá skiptir körfuboltinn Serbann frekar litlu máli. „Honum er hreinlega skítsama um körfuboltann í NBA. Þetta skiptir hann engu máli,“ sagði DeMarcus Cousins. „Að spila í NBA er líklega í þriðja eða fjórða sætið yfir það sem honum þykir skemmtilegast að gera. Það er kannski það sem er mest ógnvekjandi við hans frammistöðu inn á vellinum,“ sagði Cousins. „Þegar ég var í Denver þá sátum við hlið við hlið í klefanum. Ég fór að ræða við hann um nýjan samninginn hans og hann sagði mér: Heyrðu, ég gæti mögulega bara lagt skóna á hilluna. Ég svaraði: Gefa frá þér þrjú hundruð milljón dollara? Skrifaðu bara undir og safnaðu síðan spiki. Ekki sleppa þrjú hundruð milljónum,“ sagði Cousins. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig „Hann svaraði: Ég vil bara komast heim í dalinn minn og vera í kringum hestana mína. Ég svaraði á móti: Jok, hestarnir verða þarna áfram, náðu í þessar þrjú hundruð milljónir,“ sagði Cousins. Jokic skrifaði undir nýjan samning í júli 2022 sem færir honum 264 milljónir á fimm árum. Hann hefur þegar unnið sér inn 247 milljónir dollara á ferlinum en fær meira 55 milljónir dollara á tímabili þar til að samningurinn rennur út árið 2028. 55 milljónir dollara eru 6,8 milljarðar króna. Jokic fær 55 milljónir á næsta tímabili, 59 milljónir dollara 2026-27 og næstum því 63 milljónir Bandaríkjadala 2027-28. Hann þarf að mæta í vinnuna eins og við hin en flestir héldu þó eflaust að þetta skipti hann meira máli en það gerir. View this post on Instagram A post shared by House of Highlights (@houseofhighlights) NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Jokic grét að gleði, faðmaði bæði hest og knapa og fagnaði þessu eins og stærsta sigri ferilsins. Þegar hann varð NBA meistari þá lét hann bara eins og þetta væri hver annar körfuboltaleikur. Jokic er að mörgum talinn vera besti körfuboltamaður heims í dag en á síðustu leiktíð í NBA þá var hann með þrennu að meðaltali í leik, skoraði 29,6 stig, tók 12,7 fráköst og gaf 10,2 stoðsendingar. Hann er stórskotlegur leikmaður og hefur verið þrisvar sinnum valinn mikilvægasti leikmaðurinn í NBA. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) DeMarcus Cousins er fyrrum liðsfélagi Jokic hjá Denver Nuggets og hann segir sláandi hluti um serbneska miðherjann í nýju viðtali. Samkvæmt Cousins þá skiptir körfuboltinn Serbann frekar litlu máli. „Honum er hreinlega skítsama um körfuboltann í NBA. Þetta skiptir hann engu máli,“ sagði DeMarcus Cousins. „Að spila í NBA er líklega í þriðja eða fjórða sætið yfir það sem honum þykir skemmtilegast að gera. Það er kannski það sem er mest ógnvekjandi við hans frammistöðu inn á vellinum,“ sagði Cousins. „Þegar ég var í Denver þá sátum við hlið við hlið í klefanum. Ég fór að ræða við hann um nýjan samninginn hans og hann sagði mér: Heyrðu, ég gæti mögulega bara lagt skóna á hilluna. Ég svaraði: Gefa frá þér þrjú hundruð milljón dollara? Skrifaðu bara undir og safnaðu síðan spiki. Ekki sleppa þrjú hundruð milljónum,“ sagði Cousins. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig „Hann svaraði: Ég vil bara komast heim í dalinn minn og vera í kringum hestana mína. Ég svaraði á móti: Jok, hestarnir verða þarna áfram, náðu í þessar þrjú hundruð milljónir,“ sagði Cousins. Jokic skrifaði undir nýjan samning í júli 2022 sem færir honum 264 milljónir á fimm árum. Hann hefur þegar unnið sér inn 247 milljónir dollara á ferlinum en fær meira 55 milljónir dollara á tímabili þar til að samningurinn rennur út árið 2028. 55 milljónir dollara eru 6,8 milljarðar króna. Jokic fær 55 milljónir á næsta tímabili, 59 milljónir dollara 2026-27 og næstum því 63 milljónir Bandaríkjadala 2027-28. Hann þarf að mæta í vinnuna eins og við hin en flestir héldu þó eflaust að þetta skipti hann meira máli en það gerir. View this post on Instagram A post shared by House of Highlights (@houseofhighlights)
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira