Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2025 17:17 Nikola Jokic er frábær í körfubolta en ástríða hans virðist þó vera annars staðar. Getty/Joshua Gateley Myndir af körfuboltastjörnunni Nikola Jokic að missa sig yfir því þegar hesturinn hans vann keppni í Serbíu fór á flug á netinu í vikunni og ekki síst í samanburði við látlaus viðbrögð hans þegar Jokic varð sjálfur NBA-meistari. Jokic grét að gleði, faðmaði bæði hest og knapa og fagnaði þessu eins og stærsta sigri ferilsins. Þegar hann varð NBA meistari þá lét hann bara eins og þetta væri hver annar körfuboltaleikur. Jokic er að mörgum talinn vera besti körfuboltamaður heims í dag en á síðustu leiktíð í NBA þá var hann með þrennu að meðaltali í leik, skoraði 29,6 stig, tók 12,7 fráköst og gaf 10,2 stoðsendingar. Hann er stórskotlegur leikmaður og hefur verið þrisvar sinnum valinn mikilvægasti leikmaðurinn í NBA. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) DeMarcus Cousins er fyrrum liðsfélagi Jokic hjá Denver Nuggets og hann segir sláandi hluti um serbneska miðherjann í nýju viðtali. Samkvæmt Cousins þá skiptir körfuboltinn Serbann frekar litlu máli. „Honum er hreinlega skítsama um körfuboltann í NBA. Þetta skiptir hann engu máli,“ sagði DeMarcus Cousins. „Að spila í NBA er líklega í þriðja eða fjórða sætið yfir það sem honum þykir skemmtilegast að gera. Það er kannski það sem er mest ógnvekjandi við hans frammistöðu inn á vellinum,“ sagði Cousins. „Þegar ég var í Denver þá sátum við hlið við hlið í klefanum. Ég fór að ræða við hann um nýjan samninginn hans og hann sagði mér: Heyrðu, ég gæti mögulega bara lagt skóna á hilluna. Ég svaraði: Gefa frá þér þrjú hundruð milljón dollara? Skrifaðu bara undir og safnaðu síðan spiki. Ekki sleppa þrjú hundruð milljónum,“ sagði Cousins. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig „Hann svaraði: Ég vil bara komast heim í dalinn minn og vera í kringum hestana mína. Ég svaraði á móti: Jok, hestarnir verða þarna áfram, náðu í þessar þrjú hundruð milljónir,“ sagði Cousins. Jokic skrifaði undir nýjan samning í júli 2022 sem færir honum 264 milljónir á fimm árum. Hann hefur þegar unnið sér inn 247 milljónir dollara á ferlinum en fær meira 55 milljónir dollara á tímabili þar til að samningurinn rennur út árið 2028. 55 milljónir dollara eru 6,8 milljarðar króna. Jokic fær 55 milljónir á næsta tímabili, 59 milljónir dollara 2026-27 og næstum því 63 milljónir Bandaríkjadala 2027-28. Hann þarf að mæta í vinnuna eins og við hin en flestir héldu þó eflaust að þetta skipti hann meira máli en það gerir. View this post on Instagram A post shared by House of Highlights (@houseofhighlights) NBA Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Sjá meira
Jokic grét að gleði, faðmaði bæði hest og knapa og fagnaði þessu eins og stærsta sigri ferilsins. Þegar hann varð NBA meistari þá lét hann bara eins og þetta væri hver annar körfuboltaleikur. Jokic er að mörgum talinn vera besti körfuboltamaður heims í dag en á síðustu leiktíð í NBA þá var hann með þrennu að meðaltali í leik, skoraði 29,6 stig, tók 12,7 fráköst og gaf 10,2 stoðsendingar. Hann er stórskotlegur leikmaður og hefur verið þrisvar sinnum valinn mikilvægasti leikmaðurinn í NBA. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) DeMarcus Cousins er fyrrum liðsfélagi Jokic hjá Denver Nuggets og hann segir sláandi hluti um serbneska miðherjann í nýju viðtali. Samkvæmt Cousins þá skiptir körfuboltinn Serbann frekar litlu máli. „Honum er hreinlega skítsama um körfuboltann í NBA. Þetta skiptir hann engu máli,“ sagði DeMarcus Cousins. „Að spila í NBA er líklega í þriðja eða fjórða sætið yfir það sem honum þykir skemmtilegast að gera. Það er kannski það sem er mest ógnvekjandi við hans frammistöðu inn á vellinum,“ sagði Cousins. „Þegar ég var í Denver þá sátum við hlið við hlið í klefanum. Ég fór að ræða við hann um nýjan samninginn hans og hann sagði mér: Heyrðu, ég gæti mögulega bara lagt skóna á hilluna. Ég svaraði: Gefa frá þér þrjú hundruð milljón dollara? Skrifaðu bara undir og safnaðu síðan spiki. Ekki sleppa þrjú hundruð milljónum,“ sagði Cousins. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig „Hann svaraði: Ég vil bara komast heim í dalinn minn og vera í kringum hestana mína. Ég svaraði á móti: Jok, hestarnir verða þarna áfram, náðu í þessar þrjú hundruð milljónir,“ sagði Cousins. Jokic skrifaði undir nýjan samning í júli 2022 sem færir honum 264 milljónir á fimm árum. Hann hefur þegar unnið sér inn 247 milljónir dollara á ferlinum en fær meira 55 milljónir dollara á tímabili þar til að samningurinn rennur út árið 2028. 55 milljónir dollara eru 6,8 milljarðar króna. Jokic fær 55 milljónir á næsta tímabili, 59 milljónir dollara 2026-27 og næstum því 63 milljónir Bandaríkjadala 2027-28. Hann þarf að mæta í vinnuna eins og við hin en flestir héldu þó eflaust að þetta skipti hann meira máli en það gerir. View this post on Instagram A post shared by House of Highlights (@houseofhighlights)
NBA Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Sjá meira