Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. júlí 2025 09:17 Gervigreindin setti meðal annars gullkeðju utan um hálsinn á einum þjófnum. Vísir/Samsett Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dreifði mynd af díselþjófum sem talsvert var búið að eiga við af gervigreind. Myndin var fyrst birt á samfélagsmiðlum af nafnlausum aðgangi sem stofnaður var í maí og hefur ekki birt færslur um annað en að senda ætti alla múslíma úr landi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndina með tilkynningu á Facebook í gær í von um að fá upplýsingar um mennina fjóra sem staðnir voru að því í öryggismyndavélaupptökum að stela milljóna króna virði af díselolíu á lóð flutningafyrirtækisins Fraktlausna á Laugarnesi í Reykjavík. Sjá einnig: Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Nafnlaus aðgangur bjó myndina til Upptakan var birt á vef Vísis 28. júlí síðastliðinn og svo virðist sem að nafnlaus aðgangur á samfélagsmiðlum hafi tekið skjáskot af mjög svo óskýrri upptökunni og síðan notast við gervigreindarforrit af einhverju tagi til að skálda í eyðurnar. Í myndbandinu hér að neðan er hægt að sjá skýran samanburð á upptökunni upphaflegu annars vegar og myndinni sem búið er að eiga við með gervigreind hins vegar. Á upptökunni sést til að mynda ansi vel að einn mannanna var klæddur í gráa hettupeysu og að hann bar svarta húfu á höfði. Í myndinni sem lögreglan dreifði er hann hins vegar kominn í stuttermabol og með þykkt krullað hár. Þar að auki hefur gervigreindin hengt á hann gullkeðju af einhverri ástæðu. Ýmis önnur ummerki um gervigreindarvinnslu sjást á skjáskotinu. Til að merkja hefur gervigreindin sett óþekkt merki á húdd bílsins sem er alveg ógreinilegt í upptökunni. Ætla má að reikningurinn sé nafnlaus enda var hann stofnaður í maí síðastliðnum og hefur aðeins tjáð sig um innflytjendur á Íslandi.Vísir/Skjáskot Eftir því sem fréttastofa kemst næst birtist myndin fyrst á Facebook-hópnum Þjófar á Íslandi þann 27. júlí síðastliðinn. Með færslunni fylgdi textinn: „Skírari mynd af þessum dísel þjófum!“ og reikningurinn sem birti hana heitir Lóa Stína. Ólíklegt er þó að Lóa Stína sé raunverulegt nafn þess sem rekur reikninginn enda var hann stofnaður í maí síðastliðnum og hefur nær einungis birt færslur um múslímska innflytjendur og samtökin No Borders. Rannsókn í gangi Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er í forsvari fyrir málið. Þegar fréttastofa bar það undir hann gat hann ekki tjáð sig um hvaðan lögreglan hefði haft myndina en segir það í rannsókn. „Það er komið á fullt núna til að tryggja sannleiksgildi myndarinnar. Við erum að vinna í því, það verður að koma í ljós eftir því sem líður á daginn. Það er ekkert staðfest núna en við erum fagmenn,“ segir hann. Lögreglumál Reykjavík Gervigreind Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan leitar þessara manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum mönnum sem sjást á myndinni sem er hér að ofan vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. 30. júlí 2025 14:42 Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. 30. júlí 2025 12:01 Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis segir algjörlega sturlað að vera orðinn sakborningur í rannsókn lögreglu vegna meintra hótana hans í garð eiganda bíls sem notaður var til að stela díselolíu af flutningabílum. 29. júlí 2025 11:02 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndina með tilkynningu á Facebook í gær í von um að fá upplýsingar um mennina fjóra sem staðnir voru að því í öryggismyndavélaupptökum að stela milljóna króna virði af díselolíu á lóð flutningafyrirtækisins Fraktlausna á Laugarnesi í Reykjavík. Sjá einnig: Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Nafnlaus aðgangur bjó myndina til Upptakan var birt á vef Vísis 28. júlí síðastliðinn og svo virðist sem að nafnlaus aðgangur á samfélagsmiðlum hafi tekið skjáskot af mjög svo óskýrri upptökunni og síðan notast við gervigreindarforrit af einhverju tagi til að skálda í eyðurnar. Í myndbandinu hér að neðan er hægt að sjá skýran samanburð á upptökunni upphaflegu annars vegar og myndinni sem búið er að eiga við með gervigreind hins vegar. Á upptökunni sést til að mynda ansi vel að einn mannanna var klæddur í gráa hettupeysu og að hann bar svarta húfu á höfði. Í myndinni sem lögreglan dreifði er hann hins vegar kominn í stuttermabol og með þykkt krullað hár. Þar að auki hefur gervigreindin hengt á hann gullkeðju af einhverri ástæðu. Ýmis önnur ummerki um gervigreindarvinnslu sjást á skjáskotinu. Til að merkja hefur gervigreindin sett óþekkt merki á húdd bílsins sem er alveg ógreinilegt í upptökunni. Ætla má að reikningurinn sé nafnlaus enda var hann stofnaður í maí síðastliðnum og hefur aðeins tjáð sig um innflytjendur á Íslandi.Vísir/Skjáskot Eftir því sem fréttastofa kemst næst birtist myndin fyrst á Facebook-hópnum Þjófar á Íslandi þann 27. júlí síðastliðinn. Með færslunni fylgdi textinn: „Skírari mynd af þessum dísel þjófum!“ og reikningurinn sem birti hana heitir Lóa Stína. Ólíklegt er þó að Lóa Stína sé raunverulegt nafn þess sem rekur reikninginn enda var hann stofnaður í maí síðastliðnum og hefur nær einungis birt færslur um múslímska innflytjendur og samtökin No Borders. Rannsókn í gangi Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er í forsvari fyrir málið. Þegar fréttastofa bar það undir hann gat hann ekki tjáð sig um hvaðan lögreglan hefði haft myndina en segir það í rannsókn. „Það er komið á fullt núna til að tryggja sannleiksgildi myndarinnar. Við erum að vinna í því, það verður að koma í ljós eftir því sem líður á daginn. Það er ekkert staðfest núna en við erum fagmenn,“ segir hann.
Lögreglumál Reykjavík Gervigreind Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan leitar þessara manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum mönnum sem sjást á myndinni sem er hér að ofan vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. 30. júlí 2025 14:42 Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. 30. júlí 2025 12:01 Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis segir algjörlega sturlað að vera orðinn sakborningur í rannsókn lögreglu vegna meintra hótana hans í garð eiganda bíls sem notaður var til að stela díselolíu af flutningabílum. 29. júlí 2025 11:02 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Lögreglan leitar þessara manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum mönnum sem sjást á myndinni sem er hér að ofan vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. 30. júlí 2025 14:42
Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. 30. júlí 2025 12:01
Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis segir algjörlega sturlað að vera orðinn sakborningur í rannsókn lögreglu vegna meintra hótana hans í garð eiganda bíls sem notaður var til að stela díselolíu af flutningabílum. 29. júlí 2025 11:02