Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2025 18:32 Faðir Margrétar var lagður inn á Landspítalann nokkrum dögum fyrir árásina örlagaríku. Þar dvaldi hann í tvo daga eftir enn eina árás dóttur sinnar. Vísir/ArnarHalldórs Kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Talið er að árásin nóttina örlagaríku hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Faðirinn hafði nokkrum dögum fyrr verið lagður inn á sjúkrahús. Sonur hins látna krefst þess að hálfsystir hans verði svipt erfðarétti. Það var að morgni föstudagsins 11. apríl sem Neyðarlínunni barst símtal frá heimili hér í Súlunesi í Garðabæ. Áttræður karlmaður hafði misst meðvitund á heimili þeirra að loknu margra klukkutíma löngu ofbeldi dóttur sinnar. Maðurinn lést, kona hans var lögð með mikla áverka inn á Landspítalann og dóttir þeirra handtekin. Konan, hin 28 ára gamla Margrét Halla Hansdóttir Löf, hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan en var í gær ákærð fyrir að verða föður sínum að bana, gera tilraun til að bana móður sinni og fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Miklu og endurteknu ofbeldi mánuðina á undan er lýst í ákærunni á hendur Margréti. Lá inni á sjúkrahúsi nokkrum dögum fyrr Bæði er um að ræða andlegt ofbeldi þar sem hún fyrirskipaði foreldrum sínum að sitja eða standa á víxl og bannaði þeim að tala við sig á meðan hún beitti hitt foreldrið líkamlegu ofbeldi. Það fólst bæði í höggum í höfuð, andlit og víðar um líkamann en líka spörkum sem leiddu til blæðinga í eyra, glóðurauga og marbletta. Samkvæmt ákærunni þurfti faðir Margrétar að leita sér læknisaðstoðar í vel á annan tug skipta mánuðina fyrir árásina. Móðir Margrétar var sömuleiðis fastagestur á læknastofum af sömu ástæðu. Aðeins nokkrum dögum fyrir árásina örlagaríku þurfti faðirinn að leggjast inn á spítala í tvo daga vegna sára sem hann hlaut eftir enn eina árás dóttur sinnar. Stóð yfir í tíu klukkustundir Talið er að ofbeldi Margrétar gagnvart foreldrum sínum daginn afdrifaríku hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Þá á hún að hafa látið hnefahöggin og spörkin dynja á foreldrum sínum. Það var svo á flótta af heimilinu á sjöunda tímanum um morguninn sem faðir hennar örmagnaðist í forstofunni, féll niður og lést skömmu síðar. Hann var með fjölmörg brotin rifbein og miklar innvortis blæðingar auk áverka út um allan líkama í formi mara, marbletta, skráma og sára. Móðir Margrétar var lögð inn á Landspítala nefbrotin, með blæðingu í auga, skurð á eyra og marbletti um allan líkama auk klórfara. Málið fer fyrir Héraðsdóm Reykjaness í haust. Sonur hins látna og hálfbróðir Margrétar krefur hana um sex milljónir króna í miskabætur. Þá gerir hann jafnframt þá kröfu að dómurinn svipti hana rétti til arfs eftir föður sinn enda hafi hún ráðið honum bana. Rannsókn á andláti í Garðabæ Garðabær Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Það var að morgni föstudagsins 11. apríl sem Neyðarlínunni barst símtal frá heimili hér í Súlunesi í Garðabæ. Áttræður karlmaður hafði misst meðvitund á heimili þeirra að loknu margra klukkutíma löngu ofbeldi dóttur sinnar. Maðurinn lést, kona hans var lögð með mikla áverka inn á Landspítalann og dóttir þeirra handtekin. Konan, hin 28 ára gamla Margrét Halla Hansdóttir Löf, hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan en var í gær ákærð fyrir að verða föður sínum að bana, gera tilraun til að bana móður sinni og fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Miklu og endurteknu ofbeldi mánuðina á undan er lýst í ákærunni á hendur Margréti. Lá inni á sjúkrahúsi nokkrum dögum fyrr Bæði er um að ræða andlegt ofbeldi þar sem hún fyrirskipaði foreldrum sínum að sitja eða standa á víxl og bannaði þeim að tala við sig á meðan hún beitti hitt foreldrið líkamlegu ofbeldi. Það fólst bæði í höggum í höfuð, andlit og víðar um líkamann en líka spörkum sem leiddu til blæðinga í eyra, glóðurauga og marbletta. Samkvæmt ákærunni þurfti faðir Margrétar að leita sér læknisaðstoðar í vel á annan tug skipta mánuðina fyrir árásina. Móðir Margrétar var sömuleiðis fastagestur á læknastofum af sömu ástæðu. Aðeins nokkrum dögum fyrir árásina örlagaríku þurfti faðirinn að leggjast inn á spítala í tvo daga vegna sára sem hann hlaut eftir enn eina árás dóttur sinnar. Stóð yfir í tíu klukkustundir Talið er að ofbeldi Margrétar gagnvart foreldrum sínum daginn afdrifaríku hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Þá á hún að hafa látið hnefahöggin og spörkin dynja á foreldrum sínum. Það var svo á flótta af heimilinu á sjöunda tímanum um morguninn sem faðir hennar örmagnaðist í forstofunni, féll niður og lést skömmu síðar. Hann var með fjölmörg brotin rifbein og miklar innvortis blæðingar auk áverka út um allan líkama í formi mara, marbletta, skráma og sára. Móðir Margrétar var lögð inn á Landspítala nefbrotin, með blæðingu í auga, skurð á eyra og marbletti um allan líkama auk klórfara. Málið fer fyrir Héraðsdóm Reykjaness í haust. Sonur hins látna og hálfbróðir Margrétar krefur hana um sex milljónir króna í miskabætur. Þá gerir hann jafnframt þá kröfu að dómurinn svipti hana rétti til arfs eftir föður sinn enda hafi hún ráðið honum bana.
Rannsókn á andláti í Garðabæ Garðabær Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira