Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2025 18:32 Faðir Margrétar var lagður inn á Landspítalann nokkrum dögum fyrir árásina örlagaríku. Þar dvaldi hann í tvo daga eftir enn eina árás dóttur sinnar. Vísir/ArnarHalldórs Kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Talið er að árásin nóttina örlagaríku hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Faðirinn hafði nokkrum dögum fyrr verið lagður inn á sjúkrahús. Sonur hins látna krefst þess að hálfsystir hans verði svipt erfðarétti. Það var að morgni föstudagsins 11. apríl sem Neyðarlínunni barst símtal frá heimili hér í Súlunesi í Garðabæ. Áttræður karlmaður hafði misst meðvitund á heimili þeirra að loknu margra klukkutíma löngu ofbeldi dóttur sinnar. Maðurinn lést, kona hans var lögð með mikla áverka inn á Landspítalann og dóttir þeirra handtekin. Konan, hin 28 ára gamla Margrét Halla Hansdóttir Löf, hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan en var í gær ákærð fyrir að verða föður sínum að bana, gera tilraun til að bana móður sinni og fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Miklu og endurteknu ofbeldi mánuðina á undan er lýst í ákærunni á hendur Margréti. Lá inni á sjúkrahúsi nokkrum dögum fyrr Bæði er um að ræða andlegt ofbeldi þar sem hún fyrirskipaði foreldrum sínum að sitja eða standa á víxl og bannaði þeim að tala við sig á meðan hún beitti hitt foreldrið líkamlegu ofbeldi. Það fólst bæði í höggum í höfuð, andlit og víðar um líkamann en líka spörkum sem leiddu til blæðinga í eyra, glóðurauga og marbletta. Samkvæmt ákærunni þurfti faðir Margrétar að leita sér læknisaðstoðar í vel á annan tug skipta mánuðina fyrir árásina. Móðir Margrétar var sömuleiðis fastagestur á læknastofum af sömu ástæðu. Aðeins nokkrum dögum fyrir árásina örlagaríku þurfti faðirinn að leggjast inn á spítala í tvo daga vegna sára sem hann hlaut eftir enn eina árás dóttur sinnar. Stóð yfir í tíu klukkustundir Talið er að ofbeldi Margrétar gagnvart foreldrum sínum daginn afdrifaríku hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Þá á hún að hafa látið hnefahöggin og spörkin dynja á foreldrum sínum. Það var svo á flótta af heimilinu á sjöunda tímanum um morguninn sem faðir hennar örmagnaðist í forstofunni, féll niður og lést skömmu síðar. Hann var með fjölmörg brotin rifbein og miklar innvortis blæðingar auk áverka út um allan líkama í formi mara, marbletta, skráma og sára. Móðir Margrétar var lögð inn á Landspítala nefbrotin, með blæðingu í auga, skurð á eyra og marbletti um allan líkama auk klórfara. Málið fer fyrir Héraðsdóm Reykjaness í haust. Sonur hins látna og hálfbróðir Margrétar krefur hana um sex milljónir króna í miskabætur. Þá gerir hann jafnframt þá kröfu að dómurinn svipti hana rétti til arfs eftir föður sinn enda hafi hún ráðið honum bana. Rannsókn á andláti í Garðabæ Garðabær Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira
Það var að morgni föstudagsins 11. apríl sem Neyðarlínunni barst símtal frá heimili hér í Súlunesi í Garðabæ. Áttræður karlmaður hafði misst meðvitund á heimili þeirra að loknu margra klukkutíma löngu ofbeldi dóttur sinnar. Maðurinn lést, kona hans var lögð með mikla áverka inn á Landspítalann og dóttir þeirra handtekin. Konan, hin 28 ára gamla Margrét Halla Hansdóttir Löf, hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan en var í gær ákærð fyrir að verða föður sínum að bana, gera tilraun til að bana móður sinni og fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Miklu og endurteknu ofbeldi mánuðina á undan er lýst í ákærunni á hendur Margréti. Lá inni á sjúkrahúsi nokkrum dögum fyrr Bæði er um að ræða andlegt ofbeldi þar sem hún fyrirskipaði foreldrum sínum að sitja eða standa á víxl og bannaði þeim að tala við sig á meðan hún beitti hitt foreldrið líkamlegu ofbeldi. Það fólst bæði í höggum í höfuð, andlit og víðar um líkamann en líka spörkum sem leiddu til blæðinga í eyra, glóðurauga og marbletta. Samkvæmt ákærunni þurfti faðir Margrétar að leita sér læknisaðstoðar í vel á annan tug skipta mánuðina fyrir árásina. Móðir Margrétar var sömuleiðis fastagestur á læknastofum af sömu ástæðu. Aðeins nokkrum dögum fyrir árásina örlagaríku þurfti faðirinn að leggjast inn á spítala í tvo daga vegna sára sem hann hlaut eftir enn eina árás dóttur sinnar. Stóð yfir í tíu klukkustundir Talið er að ofbeldi Margrétar gagnvart foreldrum sínum daginn afdrifaríku hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Þá á hún að hafa látið hnefahöggin og spörkin dynja á foreldrum sínum. Það var svo á flótta af heimilinu á sjöunda tímanum um morguninn sem faðir hennar örmagnaðist í forstofunni, féll niður og lést skömmu síðar. Hann var með fjölmörg brotin rifbein og miklar innvortis blæðingar auk áverka út um allan líkama í formi mara, marbletta, skráma og sára. Móðir Margrétar var lögð inn á Landspítala nefbrotin, með blæðingu í auga, skurð á eyra og marbletti um allan líkama auk klórfara. Málið fer fyrir Héraðsdóm Reykjaness í haust. Sonur hins látna og hálfbróðir Margrétar krefur hana um sex milljónir króna í miskabætur. Þá gerir hann jafnframt þá kröfu að dómurinn svipti hana rétti til arfs eftir föður sinn enda hafi hún ráðið honum bana.
Rannsókn á andláti í Garðabæ Garðabær Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira