Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 09:33 Oliver Ekroth reynir að ræða við Helga Mikael Jónasson sem hefur dæmt aukaspyrnu fyrir framan teiginn. Ekroth var síðan alveg sofandi í varnarveggnum. Sýn Sport Víkingar misstu af tveimur dýrmætum stigum í titilbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta eftir að þeir fengu á sig jöfnunarmark á móti Fram með síðustu spyrnu leiksins. Stúkan ræddi aukaspyrnuna sem var dæmd en hún var vissulega umdeild. Sérfræðingur Stúkunnar vill þó skrifa sökina á fyrirliða Víkings. Oliver Ekroth braut ekki aðeins af sér heldur var það hann sem klikkaði líka í varnarveggnum en skotið fór í gegnum hann miðjan. „Mesta umræðan eftir þennan leik hefur verið um jöfnunarmark Fram og aðdraganda marksins þar sem Helgi Mikael (Jónasson, dómari) dæmdi aukaspyrnu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, og bað sérfræðinga sína um þeirra skoðun á brotinu. Klippa: Umræða um umdeilt jöfnunarmark Fram Er þetta aukaspyrna? „Er þetta aukaspyrna,“ spurði Kjartan. „Þegar ég sá þetta frá þessu sjónarhorni þá finnst mér þetta ekki vera aukaspyrna. Svo sýndu þið mér þetta frá Spiideo myndavélinni. Mér finnst hann ekki fara inn í hann en þegar við sjáum myndirnar úr Spiideo myndavélinni þá finnst mér hann aðeins horfa en ég veit það ekki,“ sagði Arnar Grétarsson. „Ég hefði verið fúll sem þjálfari Víkings að fá þessa aukaspyrnu á mig en ennþá meira fúll að sjá varnarvegginn svo opnast,“ sagði Arnar. Nennir ekki Arnari Grétarssyni þegar hann er fúll „Þú nennir ekki Arnari Grétarssyni þegar hann er fúll,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson í léttum tón. „Það sem er grátlegt þarna er að gæinn sem braut af sér, hann hoppar upp í veggnum. Það er Oliver Ekroth líka. Svo hef ég ekki oft séð, af því hann er svo frábær varnarmaður, en í fyrsta markinu þeirra þá á hann að komast fyrir fyrirgjöfina,“ sagði Arnar. Hann vill meina að fyrirliði Víkinga eigi því sökina á báðum mörkunum sem Fram skoraði. Stúkan sýndi síðan aukaspyrnu Framarans Kennie Knak Chopart sem fór beint í gegnum varnarvegg Víkinga. „Þetta er rosalegt enda sérðu: Hann grípur um andlitið. Hann veit af þessu,“ sagði Arnar. Hann bendur á það að Oliver Ekroth hafi brugðist í varnarveggnum. „Þetta á aldrei að gerast,“ sagði Arnar. „Þetta er soft“ „Ég skil Sölva (Geir Ottesen, þjálfari Víkinga) vel að hafa verið ósáttur en þegar þú sérð hvar Helgi Mikael er staðsettur og hvað Oliver Ekroth gerir þá finnst mér hann ekki vera að brjóta. Þú getur alveg fengið: Hann er að stíga inn í hann og þá dæmir þú aukaspyrnu. Hann tekur það ekki til baka,“ sagði Ólafur. „Þetta er soft,“ skaut Arnar inn í og Ólafur tók undir það. „Já, mér finnst þetta vera soft aukaspyrna,“ sagði Ólafur en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan. Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Fram Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira
Stúkan ræddi aukaspyrnuna sem var dæmd en hún var vissulega umdeild. Sérfræðingur Stúkunnar vill þó skrifa sökina á fyrirliða Víkings. Oliver Ekroth braut ekki aðeins af sér heldur var það hann sem klikkaði líka í varnarveggnum en skotið fór í gegnum hann miðjan. „Mesta umræðan eftir þennan leik hefur verið um jöfnunarmark Fram og aðdraganda marksins þar sem Helgi Mikael (Jónasson, dómari) dæmdi aukaspyrnu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, og bað sérfræðinga sína um þeirra skoðun á brotinu. Klippa: Umræða um umdeilt jöfnunarmark Fram Er þetta aukaspyrna? „Er þetta aukaspyrna,“ spurði Kjartan. „Þegar ég sá þetta frá þessu sjónarhorni þá finnst mér þetta ekki vera aukaspyrna. Svo sýndu þið mér þetta frá Spiideo myndavélinni. Mér finnst hann ekki fara inn í hann en þegar við sjáum myndirnar úr Spiideo myndavélinni þá finnst mér hann aðeins horfa en ég veit það ekki,“ sagði Arnar Grétarsson. „Ég hefði verið fúll sem þjálfari Víkings að fá þessa aukaspyrnu á mig en ennþá meira fúll að sjá varnarvegginn svo opnast,“ sagði Arnar. Nennir ekki Arnari Grétarssyni þegar hann er fúll „Þú nennir ekki Arnari Grétarssyni þegar hann er fúll,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson í léttum tón. „Það sem er grátlegt þarna er að gæinn sem braut af sér, hann hoppar upp í veggnum. Það er Oliver Ekroth líka. Svo hef ég ekki oft séð, af því hann er svo frábær varnarmaður, en í fyrsta markinu þeirra þá á hann að komast fyrir fyrirgjöfina,“ sagði Arnar. Hann vill meina að fyrirliði Víkinga eigi því sökina á báðum mörkunum sem Fram skoraði. Stúkan sýndi síðan aukaspyrnu Framarans Kennie Knak Chopart sem fór beint í gegnum varnarvegg Víkinga. „Þetta er rosalegt enda sérðu: Hann grípur um andlitið. Hann veit af þessu,“ sagði Arnar. Hann bendur á það að Oliver Ekroth hafi brugðist í varnarveggnum. „Þetta á aldrei að gerast,“ sagði Arnar. „Þetta er soft“ „Ég skil Sölva (Geir Ottesen, þjálfari Víkinga) vel að hafa verið ósáttur en þegar þú sérð hvar Helgi Mikael er staðsettur og hvað Oliver Ekroth gerir þá finnst mér hann ekki vera að brjóta. Þú getur alveg fengið: Hann er að stíga inn í hann og þá dæmir þú aukaspyrnu. Hann tekur það ekki til baka,“ sagði Ólafur. „Þetta er soft,“ skaut Arnar inn í og Ólafur tók undir það. „Já, mér finnst þetta vera soft aukaspyrna,“ sagði Ólafur en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Fram Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira