Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júlí 2025 23:53 Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands, segir að engar langtímarannsóknir hafi verið gerðar um áhrif kreatíns á einkenni heilabilunarsjúkdóma eins og Alzheimer. Hins vegar séu sterkar vísbendingar um ágæti efnisins fyrir fólk sem er í styrktarþjálfun og annarri hreyfingu, en þar skorti þó einnig langtímarannsóknir. Fæðubótarefnið kreatín er nú auglýst eins og enginn sé morgundagurinn og ýmislegt fullyrt um ágæti efnisins og áhrif þess á heila- og líkamsstarfsemi. Steinunn Þórðardóttir var til viðtals um kreatín og önnur fæðubótarefni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Rætt var um rannsókn frá Kansas í Bandaríkjunum þar sem nítjan Alzheimer sjúklingar fengu 20 grömm af kreatíni á hverjum degi í átta vikur. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að kreatínið gæti dregið úr einkennum heilabilunarinnar. Steinunn segir að rannsóknin hafi verið lítil rannsókn, svokölluð pilot rannsókn, sem hugsuð er til að gefa vísbendingar um það hvort það sé rétt að fara í stærri rannsóknir. „Eitt sem sló mig er að þarna var enginn samanburðarhópur ... ég hefði viljað sjá annan hóp sem fékk lyfleysu og sjá hvort að þeim hefði farið líka fram.“ „Eitt sem ég hnaut um þegar ég var að lesa þessa rannsókn var að meirihluti þátttakenda voru karlar, hvítir karlar ... konur eru í meirihluta þeirra sem fá Alzheimer, hvað segir þetta um konur, eða fólk af öðrum kynþáttum?“ Kreatínið virðist gagnlegt fyrir fólk á hreyfingu Steinunn segir að ekki séu komnar neinar stórar langtímarannsóknir á áhrifum kreatíns, og langtímaáhrif notkunar fæðubótarefnisins séu því ekki þekkt, ekki heldur varðandi styrktarþjálfun og annað. „En það virðist vera skaðlaust, fyrir hraust fólk til lengri tíma jafnvel í stórum skömmtum, en þetta er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós.“ Mest rannsakaða fæðubótarefnið heyrir maður oft? „Já og svona með sterkustu vísbendingarnar á bak við sig um raunverulega virkni, fyrir þá sem eru í styrktarþjálfun, sem eru í hreyfingu, hef ég bara fulla trú á því að það sé rétt, og held að þetta sé raunverulega gagnlegt.“ Þá segir Steinunn að það ætti ekki að vera hættulegt að taka of mikið kreatín. „Ef þú ert með eðlilega nýrnastarfsemi þá skolast þetta út ef líkaminn hefur ekki not fyrir þetta.“ Steinunn segir svo að D vítamín sé það fæðubótarefni sem flestir ættu að taka. „Við Íslendingar eigum að huga að D vítamíni, líka bara út af beinunum, gríðarlega mikilvægt fæðubótarefni sem við eigum öll að taka.“ „Þetta með að það hafi áhrif á heilann er alltaf betur og betur að koma í ljós. Það eru rannsóknir sem sýna að D vítamín geti seinkað vitrænni skerðingu og að svona sjúkdómar komi fram,“ segir Steinunn Þórðardóttir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fæðubótarefni Heilbrigðismál Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Fæðubótarefnið kreatín er nú auglýst eins og enginn sé morgundagurinn og ýmislegt fullyrt um ágæti efnisins og áhrif þess á heila- og líkamsstarfsemi. Steinunn Þórðardóttir var til viðtals um kreatín og önnur fæðubótarefni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Rætt var um rannsókn frá Kansas í Bandaríkjunum þar sem nítjan Alzheimer sjúklingar fengu 20 grömm af kreatíni á hverjum degi í átta vikur. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að kreatínið gæti dregið úr einkennum heilabilunarinnar. Steinunn segir að rannsóknin hafi verið lítil rannsókn, svokölluð pilot rannsókn, sem hugsuð er til að gefa vísbendingar um það hvort það sé rétt að fara í stærri rannsóknir. „Eitt sem sló mig er að þarna var enginn samanburðarhópur ... ég hefði viljað sjá annan hóp sem fékk lyfleysu og sjá hvort að þeim hefði farið líka fram.“ „Eitt sem ég hnaut um þegar ég var að lesa þessa rannsókn var að meirihluti þátttakenda voru karlar, hvítir karlar ... konur eru í meirihluta þeirra sem fá Alzheimer, hvað segir þetta um konur, eða fólk af öðrum kynþáttum?“ Kreatínið virðist gagnlegt fyrir fólk á hreyfingu Steinunn segir að ekki séu komnar neinar stórar langtímarannsóknir á áhrifum kreatíns, og langtímaáhrif notkunar fæðubótarefnisins séu því ekki þekkt, ekki heldur varðandi styrktarþjálfun og annað. „En það virðist vera skaðlaust, fyrir hraust fólk til lengri tíma jafnvel í stórum skömmtum, en þetta er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós.“ Mest rannsakaða fæðubótarefnið heyrir maður oft? „Já og svona með sterkustu vísbendingarnar á bak við sig um raunverulega virkni, fyrir þá sem eru í styrktarþjálfun, sem eru í hreyfingu, hef ég bara fulla trú á því að það sé rétt, og held að þetta sé raunverulega gagnlegt.“ Þá segir Steinunn að það ætti ekki að vera hættulegt að taka of mikið kreatín. „Ef þú ert með eðlilega nýrnastarfsemi þá skolast þetta út ef líkaminn hefur ekki not fyrir þetta.“ Steinunn segir svo að D vítamín sé það fæðubótarefni sem flestir ættu að taka. „Við Íslendingar eigum að huga að D vítamíni, líka bara út af beinunum, gríðarlega mikilvægt fæðubótarefni sem við eigum öll að taka.“ „Þetta með að það hafi áhrif á heilann er alltaf betur og betur að koma í ljós. Það eru rannsóknir sem sýna að D vítamín geti seinkað vitrænni skerðingu og að svona sjúkdómar komi fram,“ segir Steinunn Þórðardóttir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fæðubótarefni Heilbrigðismál Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira