„Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2025 16:50 Sex létust af völdum slyssins. Allt ungt fólk í blóma lífsins og var þjóðin gjörsamlega slegin. Foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lést eftir flugslys í Skerjafirði árið 2000 biðla til ferðalanga um komandi Verslunarmannahelgi að ígrunda og sýna varkárni. Lífið sé viðkvæmt og dýrmætt sem hafa skuli í huga ferðahelgina miklu sem aðra daga. Kristín Dýrfjörð og Friðrik Þór Guðmundsson minnast þess að senn verða 25 ár liðin frá slysinu hörmulega í Skerjafirðinum við lok Verslunarmannahelgarinnar. Lítil eins hreyfils flugvél með sex innanborðs hrapaði í sjóinn á leið heim af Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Margir Íslendingar tengja þessa helgi við gleði og útivist, fjölskyldu og vináttu. Í slysinu létust sex manneskjur, þar á meðal 17 ára sonur okkar. Engin orð geta lýst því tómi sem varð eftir, eða þeirri staðreynd að líf okkar allra breyttist um leið og vélin fór í sjóinn,“ segja þau í aðsendri grein á Vísi sem ber titilinn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“. „Minningin um þetta augnablik, og þær afleiðingar sem það hafði, hafa aldrei yfirgefið okkur. Slysið breytti ekki aðeins okkar fjölskyldu heldur einnig sýn á lífið, tímann og hvað raunverulega skiptir máli.“ Senn fari tugþúsundir landsmanna í ferðalög um landið. „Það gleður að fólk hafi gaman og njóti lífsins með vinum og ættingjum. En þegar líða fer að Verslunarmannahelgi vaknar ávallt þessi innri rödd sem biður okkur um að minna á ábyrgðina. Að aka ekki örmagna. Að setjast ekki undir stýri eftir vín. Að gæta sín á vatni, í lofti og á vegum. Að muna að hvert líf hefur áhrif og örin sem verða eftir á sálinni þegar við missum ástvini hverfa aldrei.“ Stundum þurfi ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist. „Þetta er ekki skrifað til að vekja angist, heldur til að hvetja til ígrundunar og varkárni. Við berum öll ábyrgð, ekki bara á eigin öryggi, heldur líka þeirra sem við elskum og þeirra sem við mætum á leiðinni. Lífið er viðkvæmt. Það er líka dýrmætt. Megum við öll muna það þessa helgi og alla daga.“ Flugslys í Skerjafirði 2000 Þjóðhátíð í Eyjum Fréttir af flugi Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Kristín Dýrfjörð og Friðrik Þór Guðmundsson minnast þess að senn verða 25 ár liðin frá slysinu hörmulega í Skerjafirðinum við lok Verslunarmannahelgarinnar. Lítil eins hreyfils flugvél með sex innanborðs hrapaði í sjóinn á leið heim af Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Margir Íslendingar tengja þessa helgi við gleði og útivist, fjölskyldu og vináttu. Í slysinu létust sex manneskjur, þar á meðal 17 ára sonur okkar. Engin orð geta lýst því tómi sem varð eftir, eða þeirri staðreynd að líf okkar allra breyttist um leið og vélin fór í sjóinn,“ segja þau í aðsendri grein á Vísi sem ber titilinn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“. „Minningin um þetta augnablik, og þær afleiðingar sem það hafði, hafa aldrei yfirgefið okkur. Slysið breytti ekki aðeins okkar fjölskyldu heldur einnig sýn á lífið, tímann og hvað raunverulega skiptir máli.“ Senn fari tugþúsundir landsmanna í ferðalög um landið. „Það gleður að fólk hafi gaman og njóti lífsins með vinum og ættingjum. En þegar líða fer að Verslunarmannahelgi vaknar ávallt þessi innri rödd sem biður okkur um að minna á ábyrgðina. Að aka ekki örmagna. Að setjast ekki undir stýri eftir vín. Að gæta sín á vatni, í lofti og á vegum. Að muna að hvert líf hefur áhrif og örin sem verða eftir á sálinni þegar við missum ástvini hverfa aldrei.“ Stundum þurfi ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist. „Þetta er ekki skrifað til að vekja angist, heldur til að hvetja til ígrundunar og varkárni. Við berum öll ábyrgð, ekki bara á eigin öryggi, heldur líka þeirra sem við elskum og þeirra sem við mætum á leiðinni. Lífið er viðkvæmt. Það er líka dýrmætt. Megum við öll muna það þessa helgi og alla daga.“
Flugslys í Skerjafirði 2000 Þjóðhátíð í Eyjum Fréttir af flugi Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira