Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar 29. júlí 2025 07:01 Það er ekki alltaf auðvelt að ná sambandi við fólk. Fyrir suma gerist það náttúrulega, en aðrir eiga í erfiðleikum með fyrsta orð, bros eða spurningu. Þetta er sérstaklega áberandi í smáspjalli (small talk), þessum félagslega dansi sem virðist léttur á yfirborðinu en getur vakið óöryggi og sjálfsefa hjá þeim sem upplifa sig ekki örugga í samskiptum. Hjá mér hefur smáspjall oft kallað fram tilfinningu um að ég sé utan við samfélagið, að ég nái ekki að tengjast í réttri „tíðni“. Ekki vegna þess að ég vilji ekki tala við fólk, heldur vegna þess að mér finnst ég ekki alltaf eiga heima þar. Það er oft litið á smáspjall sem eitthvað létt, kurteislegt eða jafnvel yfirborðslegt. En í raun krefst það hæfileika sem ekki allir hafa fengið að rækta, þ.e.a.s. að skapa öryggi, að hlusta af einlægni, að lesa stemninguna og gefa af sér án mikils undirbúnings. Hæfileikar í samskiptum eru oft vanmetnir. Við teljum þá ekki með í prófum eða gráðum, en þeir ráða miklu um það hvernig við tengjumst og hvernig samfélagið virkar. Fólk sem á erfitt með smáspjall er ekki hæfileikalaust, það kann að vera með mikla næmni, hugsun eða innsæi sem einfaldlega þarf að fá að njóta sín með öðrum hætti. Ef við viljum breyta samfélaginu til hins betra, þurfum við að víkka hugtakið hæfileiki og viðurkenna að það að eiga samtal, jafnvel létt og stutt, sé ekki sjálfsagt fyrir alla. Það er stundum stærsti hæfileikinn af öllum þ.e. að mæta öðru fólki þar sem það er. Það sem gerir þetta erfiðara er hvernig við sem samfélag skilgreinum hæfileika. Þegar ég hugsa um hugtakið „hæfileiki“ dettur mér fyrst í hug hæfileiki til að mennta sig, til að syngja, til að hlaupa hratt eða leysa flókin verkefni. En sjaldan hugsa ég um hæfileika í samskiptum, hlustun, nærveru eða innsæi. Þó eru þetta einmitt færniþættir sem skipta sköpum í daglegu lífi og í smáspjalli, þar sem tengslin hefjast. Sem barn í grunnskóla bjó ég yfir mörgum hæfileikum. Ég gat sungið, leikið og var mjög frjór í hugsun. Sköpunargáfan mín var sterk og ímyndunaraflið lifandi. En á sama tíma glímdi ég við lesblindu, ADHD og hegðunarerfiðleika. Ég var ekki góður í öllu og oft ekki séður sem námsmaður, þó ég næði lágmarkseinkunnum og hefði greinilega einhverja færni til að læra. Þessi reynsla hefur mótað mig sem kennara. Ég hef aftur og aftur séð ólíka hæfileika blómstra í ólíkum nemendum, hæfileika sem ekki alltaf fá að njóta sín í skólaumhverfi sem leggur megináherslu á það sem hægt er að mæla. Samfélagið og skólakerfið hafa tilhneigingu til að lyfta ákveðinni tegund náms upp þ.e. þeirri sem birtist í stigum, einkunnum og prófum. Ég styð staðlað námsmat þar sem það á rétt á sér. Ekki síst í greinum eins og lestri, sem er undirstaða alls annars náms. Án læsis er erfitt að byggja upp sjálfstæð vinnubrögð, fræðilegan skilning eða traust á eigin getu. En við verðum líka að vera meðvituð um að nám og hæfileikar birtast á fleiri sviðum en þeim sem auðvelt er að skrásetja eða raða í töflur. Við megum þó ekki gleyma því að slík próf ná aðeins að meta hvort einstaklingur hafi þá hæfni sem krafist er í námi en þau segja lítið um sköpunargáfu, innsæi, eða aðra dýpri hæfileika. Þegar við lítum á hæfileika sem eitthvað sem þarf að vera sýnilegt, mælanlegt eða verðlaunað, þá hættum við að sjá þá fjölbreytni sem raunverulega býr í fólki. Við hættum að hlusta eftir því sem er hljótt, og metum einungis það sem er augljóst. Og þar með missum við af dýrmætum manneskjum sem kunna að hafa hæfileika sem skólamatið nær aldrei utan um. Því þarf umræðan um hæfileika og menntun að víkka. Við verðum að rýma til fyrir þá hæfileika sem ekki sjást í einkunnum, prófum eða gráðum, en sem gera okkur að betri einstaklingum, betri vinum og betra samfélagi. Og ef við byrjum á að hlusta, jafnvel í smáspjalli getur það orðið byrjunin að stærra samtali. Samtali um gildi hvers og eins, þekkingu sem ekki er alltaf á einkunnaspjöldum, og tengsl sem vaxa í þögn jafnt sem tali. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það er ekki alltaf auðvelt að ná sambandi við fólk. Fyrir suma gerist það náttúrulega, en aðrir eiga í erfiðleikum með fyrsta orð, bros eða spurningu. Þetta er sérstaklega áberandi í smáspjalli (small talk), þessum félagslega dansi sem virðist léttur á yfirborðinu en getur vakið óöryggi og sjálfsefa hjá þeim sem upplifa sig ekki örugga í samskiptum. Hjá mér hefur smáspjall oft kallað fram tilfinningu um að ég sé utan við samfélagið, að ég nái ekki að tengjast í réttri „tíðni“. Ekki vegna þess að ég vilji ekki tala við fólk, heldur vegna þess að mér finnst ég ekki alltaf eiga heima þar. Það er oft litið á smáspjall sem eitthvað létt, kurteislegt eða jafnvel yfirborðslegt. En í raun krefst það hæfileika sem ekki allir hafa fengið að rækta, þ.e.a.s. að skapa öryggi, að hlusta af einlægni, að lesa stemninguna og gefa af sér án mikils undirbúnings. Hæfileikar í samskiptum eru oft vanmetnir. Við teljum þá ekki með í prófum eða gráðum, en þeir ráða miklu um það hvernig við tengjumst og hvernig samfélagið virkar. Fólk sem á erfitt með smáspjall er ekki hæfileikalaust, það kann að vera með mikla næmni, hugsun eða innsæi sem einfaldlega þarf að fá að njóta sín með öðrum hætti. Ef við viljum breyta samfélaginu til hins betra, þurfum við að víkka hugtakið hæfileiki og viðurkenna að það að eiga samtal, jafnvel létt og stutt, sé ekki sjálfsagt fyrir alla. Það er stundum stærsti hæfileikinn af öllum þ.e. að mæta öðru fólki þar sem það er. Það sem gerir þetta erfiðara er hvernig við sem samfélag skilgreinum hæfileika. Þegar ég hugsa um hugtakið „hæfileiki“ dettur mér fyrst í hug hæfileiki til að mennta sig, til að syngja, til að hlaupa hratt eða leysa flókin verkefni. En sjaldan hugsa ég um hæfileika í samskiptum, hlustun, nærveru eða innsæi. Þó eru þetta einmitt færniþættir sem skipta sköpum í daglegu lífi og í smáspjalli, þar sem tengslin hefjast. Sem barn í grunnskóla bjó ég yfir mörgum hæfileikum. Ég gat sungið, leikið og var mjög frjór í hugsun. Sköpunargáfan mín var sterk og ímyndunaraflið lifandi. En á sama tíma glímdi ég við lesblindu, ADHD og hegðunarerfiðleika. Ég var ekki góður í öllu og oft ekki séður sem námsmaður, þó ég næði lágmarkseinkunnum og hefði greinilega einhverja færni til að læra. Þessi reynsla hefur mótað mig sem kennara. Ég hef aftur og aftur séð ólíka hæfileika blómstra í ólíkum nemendum, hæfileika sem ekki alltaf fá að njóta sín í skólaumhverfi sem leggur megináherslu á það sem hægt er að mæla. Samfélagið og skólakerfið hafa tilhneigingu til að lyfta ákveðinni tegund náms upp þ.e. þeirri sem birtist í stigum, einkunnum og prófum. Ég styð staðlað námsmat þar sem það á rétt á sér. Ekki síst í greinum eins og lestri, sem er undirstaða alls annars náms. Án læsis er erfitt að byggja upp sjálfstæð vinnubrögð, fræðilegan skilning eða traust á eigin getu. En við verðum líka að vera meðvituð um að nám og hæfileikar birtast á fleiri sviðum en þeim sem auðvelt er að skrásetja eða raða í töflur. Við megum þó ekki gleyma því að slík próf ná aðeins að meta hvort einstaklingur hafi þá hæfni sem krafist er í námi en þau segja lítið um sköpunargáfu, innsæi, eða aðra dýpri hæfileika. Þegar við lítum á hæfileika sem eitthvað sem þarf að vera sýnilegt, mælanlegt eða verðlaunað, þá hættum við að sjá þá fjölbreytni sem raunverulega býr í fólki. Við hættum að hlusta eftir því sem er hljótt, og metum einungis það sem er augljóst. Og þar með missum við af dýrmætum manneskjum sem kunna að hafa hæfileika sem skólamatið nær aldrei utan um. Því þarf umræðan um hæfileika og menntun að víkka. Við verðum að rýma til fyrir þá hæfileika sem ekki sjást í einkunnum, prófum eða gráðum, en sem gera okkur að betri einstaklingum, betri vinum og betra samfélagi. Og ef við byrjum á að hlusta, jafnvel í smáspjalli getur það orðið byrjunin að stærra samtali. Samtali um gildi hvers og eins, þekkingu sem ekki er alltaf á einkunnaspjöldum, og tengsl sem vaxa í þögn jafnt sem tali. Höfundur er mannvinur og kennari.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun