Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar 27. júlí 2025 16:32 Í kvikmyndinni The Truman Show býr maður að nafni Truman inni í gerviveröld – risastórri hvelfingu þar sem allt í kringum hann er sviðsett. Lífið hans er sjónvarpsþáttur sem aðeins hann einn veit ekki af og fólkið í kringum hann leikur hlutverk í þessu risastóra leikriti. En um leið og hann byrjar að efast, fer kerfið að molna niður hægt og rólega. Ímyndaðu þér núna heilt ríki þar sem fólk er alið upp í samskonar tilbúnum veruleika. Þar sem börn læra frá unga aldri að ógnin sé alltaf hinum megin við múrinn kringum hvelfinguna, og að eini sannleikurinn sé það sem herinn, fréttirnar og ríkið segja þér. Allt sem fer gegni sögugerðinni, jafnvel friðsæll hjálparbátur, er stimplað sem ógn. Ríkið í hvelfingunni er Ísrael og fólkið þar er eins og Truman, það lifir í vernduðum gerviheimi. Oft hefur verið talað um Gasa sem “fangelsi undir berum himni”. En í þessari myndlíkingu er hvelfingin ekki í Gasa, þótt það sé einangrað frá umheiminum. Gasa er ekki sviðsetningin. Hvelfingin hér er huglægt fyrirbæri, í hugum Ísraelsmanna. Hvelfingin er hvimleið hugarbóla sem umlykur ísraelskt samfélag, hönnuð til að loka á samkennd, fela raunveruleikann og festa fórnarlambshlutverkið í sessi. Börn eru alin upp við þá hugmynd að þau séu stöðugt í lífshættu, og að Palestínumenn séu hættulegir, séu ekki manneskjur. Herinn er hetjan, ríkið er réttlátt, og sá sem spyr spurninga er talinn svikari Palestínumenn birtast ekki í hvelfingunni sem fólk með líf, drauma og sögu. Gasa verður þess í stað að óljósu skuggasvæði. Ekki staður með tveimur milljónum manna heldur “ógn”. Það er í þessu samhengi sem meinlausi hjálparflotinn Freedom Flotilla, sem reynir að koma lífsnauðsynjum áleiðis, verður að árásartæki í augum kerfisins. Ekki vegna varningsins um borð heldur vegna þess hvað hann táknar í augum Ísraelsmanna. Ef báturinn kæmist í gegn, þá gæti fólk byrjað að efast. Sjá að manneskjur búa hinum megin við múrinn. Að heimurinn sé kannski ekki alveg eins og þeim var kennt frá blautu barnsbeini. Og þess vegna má hann ekki komast í land. Flotinn sem er eins og báturinn hans Truman. Í The Truman Show byrjar Truman að þrá frelsið. Þrátt fyrir mjög djúpstæða sjóhræðslu sest hann í bátinn og rær að sjóndeildarhringnum. Þar rekst hann á vegg. Bókstaflegan vegg. Hann snertir hann og sér blekkinguna. Og á endanum gengur hann út. Í raunveruleikanum reynir Frelsisflotinn að komast til Gasa með mannúðaraðstoð. Og alltaf er hann stöðvaður af ísraelskum yfirvöldum. Ekki vegna hættu – heldur vegna þess að hann er glufa í falska himninum. Flotinn ógnar ekki lífi Ísraelsmanna. Hann ógnar sjálfsmynd þeirra. Röddin ofan af himnum Þegar Truman nálgast vegginn talar rödd niður af himninum. Það er leikstjórinn – sá sem hefur stjórnað lífi hans frá upphafi. Hann reynir að sannfæra Truman um að enginn sannleikur sé utan þessa heims. „Það er ekkert meira þarna úti en það sem ég skapaði fyrir þig.“ Þetta er líka rödd ísraelska ríkisins: „Við erum eina lýðræðið í Miðausturlöndum.“ „Þau hata okkur bara.“ „Það er enginn friðarvilji hjá þeim.“ „IDF er siðferðislega sterkasti her heims.“ Þetta er ekki rödd fólks sem vill skilja umheiminn. Þetta er rödd kerfis sem óttast að einhver sjái í gegnum sögugerðina. Af því að ef þú sérð í gegnum hana – ef þú sérð fólkið í Gasa með augum mennskunnar, sem jafningja, sem fórnarlömb, sem fólk með rödd - þá molnar allt sem þú varst alinn upp við. Hið raunverulega fangelsi Samfélag sem lokar á samkennd, missir með tímanum getu til að finna hana. Þjóð sem réttlætir stöðugt vald sitt með hræðsluáróðri, getur ekki lengur horfst í augu við raunveruleikann. Ríki sem trúir eigin sakleysi, eingöngu vegna þess að það hefur endurtekið söguna svo oft, er ófært um að að sýna ábyrgðarkennd. Í The Truman Show nær Truman loksins að sleppa. Hann gengur út úr gerviheimnum. En hvað ef hann hefði snúið við? Hvað ef hann hefði hlustað á röddina að ofan? Hvað ef hann hefði haldið áfram að trúa því sem honum var sagt? Þá hefði blekkingin unnið. Þannig virkar Truman-ríkið. En hvað með okkur hin? Við erum áhorfendur þáttarins. En sum okkar eru enn að reyna að koma björgunarflota vakningarinnar áleiðis til að stinga gat á blöðruna og opna hina ósýnilegu hvelfingu. Höfundur er fjölmiðlafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í kvikmyndinni The Truman Show býr maður að nafni Truman inni í gerviveröld – risastórri hvelfingu þar sem allt í kringum hann er sviðsett. Lífið hans er sjónvarpsþáttur sem aðeins hann einn veit ekki af og fólkið í kringum hann leikur hlutverk í þessu risastóra leikriti. En um leið og hann byrjar að efast, fer kerfið að molna niður hægt og rólega. Ímyndaðu þér núna heilt ríki þar sem fólk er alið upp í samskonar tilbúnum veruleika. Þar sem börn læra frá unga aldri að ógnin sé alltaf hinum megin við múrinn kringum hvelfinguna, og að eini sannleikurinn sé það sem herinn, fréttirnar og ríkið segja þér. Allt sem fer gegni sögugerðinni, jafnvel friðsæll hjálparbátur, er stimplað sem ógn. Ríkið í hvelfingunni er Ísrael og fólkið þar er eins og Truman, það lifir í vernduðum gerviheimi. Oft hefur verið talað um Gasa sem “fangelsi undir berum himni”. En í þessari myndlíkingu er hvelfingin ekki í Gasa, þótt það sé einangrað frá umheiminum. Gasa er ekki sviðsetningin. Hvelfingin hér er huglægt fyrirbæri, í hugum Ísraelsmanna. Hvelfingin er hvimleið hugarbóla sem umlykur ísraelskt samfélag, hönnuð til að loka á samkennd, fela raunveruleikann og festa fórnarlambshlutverkið í sessi. Börn eru alin upp við þá hugmynd að þau séu stöðugt í lífshættu, og að Palestínumenn séu hættulegir, séu ekki manneskjur. Herinn er hetjan, ríkið er réttlátt, og sá sem spyr spurninga er talinn svikari Palestínumenn birtast ekki í hvelfingunni sem fólk með líf, drauma og sögu. Gasa verður þess í stað að óljósu skuggasvæði. Ekki staður með tveimur milljónum manna heldur “ógn”. Það er í þessu samhengi sem meinlausi hjálparflotinn Freedom Flotilla, sem reynir að koma lífsnauðsynjum áleiðis, verður að árásartæki í augum kerfisins. Ekki vegna varningsins um borð heldur vegna þess hvað hann táknar í augum Ísraelsmanna. Ef báturinn kæmist í gegn, þá gæti fólk byrjað að efast. Sjá að manneskjur búa hinum megin við múrinn. Að heimurinn sé kannski ekki alveg eins og þeim var kennt frá blautu barnsbeini. Og þess vegna má hann ekki komast í land. Flotinn sem er eins og báturinn hans Truman. Í The Truman Show byrjar Truman að þrá frelsið. Þrátt fyrir mjög djúpstæða sjóhræðslu sest hann í bátinn og rær að sjóndeildarhringnum. Þar rekst hann á vegg. Bókstaflegan vegg. Hann snertir hann og sér blekkinguna. Og á endanum gengur hann út. Í raunveruleikanum reynir Frelsisflotinn að komast til Gasa með mannúðaraðstoð. Og alltaf er hann stöðvaður af ísraelskum yfirvöldum. Ekki vegna hættu – heldur vegna þess að hann er glufa í falska himninum. Flotinn ógnar ekki lífi Ísraelsmanna. Hann ógnar sjálfsmynd þeirra. Röddin ofan af himnum Þegar Truman nálgast vegginn talar rödd niður af himninum. Það er leikstjórinn – sá sem hefur stjórnað lífi hans frá upphafi. Hann reynir að sannfæra Truman um að enginn sannleikur sé utan þessa heims. „Það er ekkert meira þarna úti en það sem ég skapaði fyrir þig.“ Þetta er líka rödd ísraelska ríkisins: „Við erum eina lýðræðið í Miðausturlöndum.“ „Þau hata okkur bara.“ „Það er enginn friðarvilji hjá þeim.“ „IDF er siðferðislega sterkasti her heims.“ Þetta er ekki rödd fólks sem vill skilja umheiminn. Þetta er rödd kerfis sem óttast að einhver sjái í gegnum sögugerðina. Af því að ef þú sérð í gegnum hana – ef þú sérð fólkið í Gasa með augum mennskunnar, sem jafningja, sem fórnarlömb, sem fólk með rödd - þá molnar allt sem þú varst alinn upp við. Hið raunverulega fangelsi Samfélag sem lokar á samkennd, missir með tímanum getu til að finna hana. Þjóð sem réttlætir stöðugt vald sitt með hræðsluáróðri, getur ekki lengur horfst í augu við raunveruleikann. Ríki sem trúir eigin sakleysi, eingöngu vegna þess að það hefur endurtekið söguna svo oft, er ófært um að að sýna ábyrgðarkennd. Í The Truman Show nær Truman loksins að sleppa. Hann gengur út úr gerviheimnum. En hvað ef hann hefði snúið við? Hvað ef hann hefði hlustað á röddina að ofan? Hvað ef hann hefði haldið áfram að trúa því sem honum var sagt? Þá hefði blekkingin unnið. Þannig virkar Truman-ríkið. En hvað með okkur hin? Við erum áhorfendur þáttarins. En sum okkar eru enn að reyna að koma björgunarflota vakningarinnar áleiðis til að stinga gat á blöðruna og opna hina ósýnilegu hvelfingu. Höfundur er fjölmiðlafræðingur
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun