Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar 26. júlí 2025 14:02 Við skulum hafa eitt á hreinu: Það er ekki raunverulegur orkuskortur á Íslandi og það verður Aldrei raunverulegur orkuskortur á Íslandi. Við búum þegar við eitt hreinasta og sjálfbærasta raforkukerfi í heimi. Vatnsafl og jarðhiti knýja heimilin okkar, stofnanir og fyrirtæki. Við höfum nóg af orku til að mæta daglegum þörfum samfélagsins. Það sem nú er kallað „orkuskortur“ er í raun eftirspurn sem stafar af fjárfestingum, gagnaverum og iðnaðaruppbyggingu. Áætlun um vöxt sem krefst ákveðinnar fórnar sem ég get lofað ykkur að við erum ekki tilbúin í að gefa upp. Eins og allir vita þá er ekki verið að virkja fyrir fólkið í landinu heldur fyrir hagnað lítils hóp einstaklinga sem hefur tapað allri tengingu við sál sína og náttúru. Nýja krafan um vindorkuver snýst um fjárfestingar, stórfyrirtæki og útflutning á orku. Og með því er verið að fórna því heilagasta: náttúrunni sjálfri. Við erum að missa það sem engin tækninýjung getur skapað: Fjöllin. Þögnina. Fuglinn. Vindur án vélahljóða. Friður, ró og fegurð. Það sem kallast „vistvænt“ er í raun ný tegund mengunar. Við verðum að hætta að kalla allt sem ekki mengar beint „vistvænt“. Það er ekkert vistvænt við að sprengja berg eða raska lífríki með háspennulínum, vegum og myllugörðum. Svo henda þau fram „græn framtíð“ sem er ekkert nema nýtt form af mengun. Orkumengun. Sjónmengun. Hljóðmengun. Andleg mengun. Það er ekkert grænt við það. Ekki láta blekkjast af fagorðum. Þau bjuggu til vandamálið og hönnuðu lausnina. Þeir sem vilja, sjá augljóslega hvað raunverulega stendur til. Mér verður reglulega hugsað til Avatar og þeirra áhrifa sem sú mynd hafði á fólk. Þar var þjóð sem lifði í tengslum við náttúruna, við anda og orku lífsins. Svo kom hvíti gráðugi maðurinn og vildi ná í orku og málma með tilheyrandi gróða. Flestir hafa nú séð myndina og ég efast um að margir voru að hvetja hvíta kallinn áfram í sinum aðgerðum, en hér erum við. Þetta er að raungerast núna, í alvöru. Ekki á Pandoru, heldur í heiðum Íslands. Við fjöllin, við vötnin, þar sem landið andar og talar hvað mest. Ef þessi svokölluðu „orkuskipti“ fela í sér að við töpum tengslunum við náttúruna og náttúran missir upprunalega tón sinn, þá erum við búin að tapa leiknum. Hvað viljum við skilja eftir fyrir börnin okkar? Hvort er mikilvægara, að barnið þitt geti hlaðið iPadinn sinn enn hraðar eða að þú getir gengið með því í ósnortna náttúru? Í alvöru kyrrð, séð rjúpu, örn, ref, fundið lyktina af blóðbergi. Getað sagt stolt/ur við barnið þitt: „Þetta er náttúra Íslands. Hún er heilög og við pössum upp á hana”. Við getum ekki bæði gengið í óspillta náttúru og sprengt hana. Við verðum að velja. Spurningar sem allir þurfa að spyrja sig eru: Hvers vegna er verið að gera þetta? Fyrir hvern er það? Og á hvaða verði? Því seinast þegar ég tékkaði þá var Ísland ekki til sölu. Við höfum orkuna sem við þurfum. Við getum gert orkuskipti án þess að raska meira landi. Við getum valið leiðir sem þjóna fólkinu. Það sem vantar er ekki fleiri vélar eða virkjanir. Það sem vantar er meðvitund, heiðarleiki og hugrekki til að segja nei. Landið talar, og þetta vitum við sem eyðum okkar tíma þar, en erum við að hlusta? Við viljum ekki vera sú kynslóð sem horfir til baka eftir tíu ár og segir: „Af hverju gerðum við ekkert?“ Við verðum að standa vörð. Fyrir okkur, fyrir landið og fyrir framtíðina. Höfundur er náttúran. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við skulum hafa eitt á hreinu: Það er ekki raunverulegur orkuskortur á Íslandi og það verður Aldrei raunverulegur orkuskortur á Íslandi. Við búum þegar við eitt hreinasta og sjálfbærasta raforkukerfi í heimi. Vatnsafl og jarðhiti knýja heimilin okkar, stofnanir og fyrirtæki. Við höfum nóg af orku til að mæta daglegum þörfum samfélagsins. Það sem nú er kallað „orkuskortur“ er í raun eftirspurn sem stafar af fjárfestingum, gagnaverum og iðnaðaruppbyggingu. Áætlun um vöxt sem krefst ákveðinnar fórnar sem ég get lofað ykkur að við erum ekki tilbúin í að gefa upp. Eins og allir vita þá er ekki verið að virkja fyrir fólkið í landinu heldur fyrir hagnað lítils hóp einstaklinga sem hefur tapað allri tengingu við sál sína og náttúru. Nýja krafan um vindorkuver snýst um fjárfestingar, stórfyrirtæki og útflutning á orku. Og með því er verið að fórna því heilagasta: náttúrunni sjálfri. Við erum að missa það sem engin tækninýjung getur skapað: Fjöllin. Þögnina. Fuglinn. Vindur án vélahljóða. Friður, ró og fegurð. Það sem kallast „vistvænt“ er í raun ný tegund mengunar. Við verðum að hætta að kalla allt sem ekki mengar beint „vistvænt“. Það er ekkert vistvænt við að sprengja berg eða raska lífríki með háspennulínum, vegum og myllugörðum. Svo henda þau fram „græn framtíð“ sem er ekkert nema nýtt form af mengun. Orkumengun. Sjónmengun. Hljóðmengun. Andleg mengun. Það er ekkert grænt við það. Ekki láta blekkjast af fagorðum. Þau bjuggu til vandamálið og hönnuðu lausnina. Þeir sem vilja, sjá augljóslega hvað raunverulega stendur til. Mér verður reglulega hugsað til Avatar og þeirra áhrifa sem sú mynd hafði á fólk. Þar var þjóð sem lifði í tengslum við náttúruna, við anda og orku lífsins. Svo kom hvíti gráðugi maðurinn og vildi ná í orku og málma með tilheyrandi gróða. Flestir hafa nú séð myndina og ég efast um að margir voru að hvetja hvíta kallinn áfram í sinum aðgerðum, en hér erum við. Þetta er að raungerast núna, í alvöru. Ekki á Pandoru, heldur í heiðum Íslands. Við fjöllin, við vötnin, þar sem landið andar og talar hvað mest. Ef þessi svokölluðu „orkuskipti“ fela í sér að við töpum tengslunum við náttúruna og náttúran missir upprunalega tón sinn, þá erum við búin að tapa leiknum. Hvað viljum við skilja eftir fyrir börnin okkar? Hvort er mikilvægara, að barnið þitt geti hlaðið iPadinn sinn enn hraðar eða að þú getir gengið með því í ósnortna náttúru? Í alvöru kyrrð, séð rjúpu, örn, ref, fundið lyktina af blóðbergi. Getað sagt stolt/ur við barnið þitt: „Þetta er náttúra Íslands. Hún er heilög og við pössum upp á hana”. Við getum ekki bæði gengið í óspillta náttúru og sprengt hana. Við verðum að velja. Spurningar sem allir þurfa að spyrja sig eru: Hvers vegna er verið að gera þetta? Fyrir hvern er það? Og á hvaða verði? Því seinast þegar ég tékkaði þá var Ísland ekki til sölu. Við höfum orkuna sem við þurfum. Við getum gert orkuskipti án þess að raska meira landi. Við getum valið leiðir sem þjóna fólkinu. Það sem vantar er ekki fleiri vélar eða virkjanir. Það sem vantar er meðvitund, heiðarleiki og hugrekki til að segja nei. Landið talar, og þetta vitum við sem eyðum okkar tíma þar, en erum við að hlusta? Við viljum ekki vera sú kynslóð sem horfir til baka eftir tíu ár og segir: „Af hverju gerðum við ekkert?“ Við verðum að standa vörð. Fyrir okkur, fyrir landið og fyrir framtíðina. Höfundur er náttúran.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar