Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júlí 2025 14:07 Þjófnaðurinn náðist á myndband. Fraktlausnir Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri Fraktlausna segist langþreyttur á athæfi hinna bíræfnu þjófa. Hann grunar sama hópinn um að vera að verki í þau skipti sem díselolíu hefur verið stolið úr bílum fyrirtækisins. DV greindi fyrst frá málinu. Það sem af er ári hafi díselolíu upp á rúma milljón króna verið stolið. Þá hafi fyrirtækið eytt tveimur milljónum króna í öryggisgæslu. „Við erum búin að setja upp myndavélar og verið með næturvörslu. Við höfum meira að segja verið sofandi niðri í vinnu og ætlað að ná þeim,“ segir Arnar Þór í samtali við fréttastofu. Það hafi ekki tekist enn. Fyrirtækið hafi fjárfest í myndavélabúnaði og gervigreindarbúnaði sem sendir út tilkynningar um leið og hann skynjar mannaferðir í kring um bílana. Um skeið hafi sú tækni fælt þjófana í burtu. „Og svo þegar við erum aðeins farnir að slaka á og lækka í tilkynningunum þá gerist þetta,“ segir Arnar Þór. Þrauka til flutninga Þjófnaðirnir síðustu mánuði hafa að sögn Arnars verið tilkynntir til lögreglu en hún takmarkað getað gert. Arnar Þór telur sig vita hvar eigandi Skoda-bílsins, sem sést á myndskeiðinu hér að neðan, á heima. „Það er vitað hvaða gaurar þetta eru en það þarf bara að ná þeim in the act,“ segir Arnar Þór. Bráðlega verður fyrirtækið flutt úr Reykjavík í Hafnarfjörð og Arnar Þór segir að þá verði bílarnir læstir inni í porti með lokuðu öryggishliði á nóttunni. Þangað til þurfi fyrirtækið að þrauka það ástand sem komið er upp. „Þetta er ótrúlega svekkjandi og óþolandi að fá ekki að hafa neitt í friði.“ Lögreglumál Bílar Reykjavík Olíuþjófnaður Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri Fraktlausna segist langþreyttur á athæfi hinna bíræfnu þjófa. Hann grunar sama hópinn um að vera að verki í þau skipti sem díselolíu hefur verið stolið úr bílum fyrirtækisins. DV greindi fyrst frá málinu. Það sem af er ári hafi díselolíu upp á rúma milljón króna verið stolið. Þá hafi fyrirtækið eytt tveimur milljónum króna í öryggisgæslu. „Við erum búin að setja upp myndavélar og verið með næturvörslu. Við höfum meira að segja verið sofandi niðri í vinnu og ætlað að ná þeim,“ segir Arnar Þór í samtali við fréttastofu. Það hafi ekki tekist enn. Fyrirtækið hafi fjárfest í myndavélabúnaði og gervigreindarbúnaði sem sendir út tilkynningar um leið og hann skynjar mannaferðir í kring um bílana. Um skeið hafi sú tækni fælt þjófana í burtu. „Og svo þegar við erum aðeins farnir að slaka á og lækka í tilkynningunum þá gerist þetta,“ segir Arnar Þór. Þrauka til flutninga Þjófnaðirnir síðustu mánuði hafa að sögn Arnars verið tilkynntir til lögreglu en hún takmarkað getað gert. Arnar Þór telur sig vita hvar eigandi Skoda-bílsins, sem sést á myndskeiðinu hér að neðan, á heima. „Það er vitað hvaða gaurar þetta eru en það þarf bara að ná þeim in the act,“ segir Arnar Þór. Bráðlega verður fyrirtækið flutt úr Reykjavík í Hafnarfjörð og Arnar Þór segir að þá verði bílarnir læstir inni í porti með lokuðu öryggishliði á nóttunni. Þangað til þurfi fyrirtækið að þrauka það ástand sem komið er upp. „Þetta er ótrúlega svekkjandi og óþolandi að fá ekki að hafa neitt í friði.“
Lögreglumál Bílar Reykjavík Olíuþjófnaður Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira