Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 26. júlí 2025 11:33 Að alast upp við að heyra hvernig amma þín og fjölskyldan hennar náðu naumlega að flýja undan nasistum hefur áhrif. Að alast upp við að heyra hvernig ættfólk þitt sem náði ekki að flýja var annaðhvort sent í fangabúðir eða drepið, hefur áhrif. Að heyra hvernig þitt fólk var drepið með gasi, brennt, húðflett, húð þeirra notuð í lampaskerma og fleiri ódæðisverk framin gegn þeim, hefur áhrif. Að upplifa að þitt fólk er óæðra öðrum, sé réttdræp og hvergi örugg, hefur áhrif. Bara ef Hitler hefði vitað hversu mikil áhrif helförin hans gegn gyðingum myndi hafa áhrif, ekki bara á þá sjálfa heldur aðra. Áföll kynslóða (e. generational trauma) hafa gífurleg áhrif en hver hefði trúað að slíkt myndi leiða til þess að sama fólkið sem situr uppi með slík áföll myndu fremja svipuð ódæðisverk og voru framin gegn þeirra forfeðrum? Ég ber með mér áföll fyrri kynslóða. Ég er af gyðingaættum. Amma mín flúði nasistana í Danmörku. Frændi minn var sendur til Theresienstadt fangabúðanna þar sem hann vann við að senda aðra fanga til Auschwitz. Nýlega uppgötvaði ég að gyðingaættin mín sem teygði anga sína til Litháens og Hvíta Rússlands, var að mestu leyti útrýmt í helförinni. Slíka sögu bera flestir gyðingar á herðum sér. Slík saga hefur áhrif. Þannig áhrif að margir gyðingar, bæði í dag og á tímum heimsstyrjaldarinnar, vildu eiga sér griðastað – Ísrael. Frá blautu barnsbeini var mér sagt að Ísrael væri fyrirheitna landið fyrir okkur gyðinga. Eina landið sem gyðingar voru öruggir í. Ég lærði þó fljótlega að það var skrítið hvernig landið var stofnað. Bretar áttu Palestínu og gáfu gyðingum part af því landi til að stofna Ísrael. Skrítið en fannst það á sínum tíma vera rétt því…hvert annað ættu gyðingar að leita eftir helförina? Ekki vissi ég hvernig zionísk stjórnvöld komu fram við íbúa Palestínu við stofnun Ísraels og framan af því. Það er ekki kennt í grunnskólum, menntaskólum né í sagnfræði í háskólanum. Fjölskyldan mín vissi ekki af því, fjölmiðlar fjölluðu ekki um það. Ég trúði því að gagnrýna Ísrael væri í raun gyðingahatur. Að gagnrýna Ísrael væri að gagnrýna rétt gyðinga til að upplifa öryggi. Að gagnrýna Ísrael væri að sýna fram á vilja til að hefja á ný útrýmingu gyðinga. Gagnrýni á Ísrael leiddi til óöryggis og ótta. Þegar ég lærði sagnfræði við Háskóla Íslands reyndi ég að kynna mér sögu þessara landa. Las bækur um stríðin sem hafa geisað á svæðinu frá stofnun Ísraels. Ég upplifði það sem dæmalaust hatur gagnvart gyðingum. Ásamt því vissi ég þó að þetta hatur hjá báðum aðilum væri kerfisbundið, börnum m.a. kennt að hata hvort annað í skólakerfunum. Þrátt fyrir þetta hef ég aldrei sjálf upplifað hatur gagnvart Palestínsku fólki né múslimum. Ég gerðist helfararsagnfræðingur til að reyna að skilja af hverju hörmungar helfararinnar áttu sér stað og hvað leiðir til þess að fólk taki þátt í slíkum kerfisbundnum hreinsunum á öðru fólki. Með þessa þekkingu á baki mér fór ég að kynna mér betur fréttir um Ísrael og Palestínu. Það var erfitt að fylgjast með fréttum og reyna að skilja af hverju Ísraelsstjórn stal í sífellu landsvæði af Palestínu. Á sama tíma var einnig erfitt að horfa upp á Hamas fremja ódæðisverk gegn Ísrael. Svo kom 7. október. Þá skildi ég. Ég skildi að Ísraelsstjórn myndi útrýma Palestínu, útrýma Gaza til að hefna sín fyrir ódæðisverk Hamas. Ég skildi að sýn mín á Ísrael, sem ég ólst upp við, var draumsýn…byggð á lygum. Ísraelsstjórn er stjórnað af zionistum. Zionismi er afbirgði af þjóðernishyggju þar sem markmiðið er að taka yfir alla Palestínu, endurheimta gamla Ísrael og gera það að griðastað helgað gyðingum. Farsi. Þetta er farsi, hugsaði ég. Því að þetta er ekkert annað en „lebensraum“ Hitlers. Hann vildi taka yfir gömlu „þýsku“ ríkin til að gera þau að griðastað Þjóðverja. Stuttu eftir 7. október talaði Ísraelsstjórn um að flytja alla íbúa Gaza til annarra landa. Þetta er ekkert annað en Madagaskar áætlun nasista. Nasistar ætluðu að flytja alla gyðinga og aðrar „óæðri manneskjur“ til Madagaskar. Eftir að zionistar fengu mikla gagnrýni á sig fyrir þær áætlanir ákváðu þeir að breyta um stefnu. Þeir ákváðu þá að loka fyrir mannúðaraðstoð til Gaza. Zionistar hafa búið til stærstu fangabúðir heims á Gaza. Nasistarnir byggðu fyrst gettó fyrir gyðinganna og þegar það var orðið of flókið þá fluttu þeir gyðinganna í fangabúðir og loks í útrýmingarbúðir. Ég fattaði þá…Gaza hefur verið gettó í mörg ár. Eftir 7.október breyttist það í fangabúðir og í dag, þegar algjör hungursneið á sér stað, eru zionistar að breyta þeim í útrýmingarbúðir. Á sama tíma er Ísraelsstjórn kerfisbundið að rífa niður byggingar í Gaza og bjóða íbúum Ísraels að kaupa nýbyggingar á svæðinu. Nasistar tóku yfir byggingar og eigur gyðinga í löndunum sem þeir tóku yfir og gáfu Þjóðverjum, allt til að auka „lebensraum“ Þjóðverja. Ég skil núna en ég vil ekki skilja. Ég vil ekki trúa. Ég vil ekki trúa að mitt eigið fólk sé að fremja slíkan hrylling gegn öðru fólki. Það er þyngra en tárum taki að trúa þessu. Af hverju er ég að skrifa þetta? Ég skrifa þetta í von um að fólk skilji af hverju margir gyðingar eiga erfitt með að horfast í augu við hvað Ísrael er að gera. Reyna að útskýra hvernig margir upplifðu Ísrael. Hvernig áföll kynslóða blinda þig, breyta þér. Ég er tilbúin að takast á við þann sannleik að Ísraelsstjórn sé að fremja kerfisbundnar hreinsanir gegn Palestínu. Ég viðurkenni að Ísraelsstjórn hefur áður framið þjóðarmorð gagnvart Palestínu. Ég á mér enga ósk heitari en að íbúar beggja þjóða geta búið saman friðsamlega. Til þess þá þarf zionismi að hverfa á braut. Gyðingahatur á aldrei rétt á sér en gyðingahatur tengist þessum hreinsunum í Gaza og Palestínu engan veginn. Okkar forfeður, fórnarlömb helfararinnar, myndu fordæma þessar hreinsanir. Aldrei aftur þýðir aldrei aftur. Ég styð íbúa Palestínu, ég styð fólkið í Gaza. Ég fordæmi zionisma. Ég fordæmi þjóðarmorð. Höfundur er helfararsagnfræðingur og gyðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Að alast upp við að heyra hvernig amma þín og fjölskyldan hennar náðu naumlega að flýja undan nasistum hefur áhrif. Að alast upp við að heyra hvernig ættfólk þitt sem náði ekki að flýja var annaðhvort sent í fangabúðir eða drepið, hefur áhrif. Að heyra hvernig þitt fólk var drepið með gasi, brennt, húðflett, húð þeirra notuð í lampaskerma og fleiri ódæðisverk framin gegn þeim, hefur áhrif. Að upplifa að þitt fólk er óæðra öðrum, sé réttdræp og hvergi örugg, hefur áhrif. Bara ef Hitler hefði vitað hversu mikil áhrif helförin hans gegn gyðingum myndi hafa áhrif, ekki bara á þá sjálfa heldur aðra. Áföll kynslóða (e. generational trauma) hafa gífurleg áhrif en hver hefði trúað að slíkt myndi leiða til þess að sama fólkið sem situr uppi með slík áföll myndu fremja svipuð ódæðisverk og voru framin gegn þeirra forfeðrum? Ég ber með mér áföll fyrri kynslóða. Ég er af gyðingaættum. Amma mín flúði nasistana í Danmörku. Frændi minn var sendur til Theresienstadt fangabúðanna þar sem hann vann við að senda aðra fanga til Auschwitz. Nýlega uppgötvaði ég að gyðingaættin mín sem teygði anga sína til Litháens og Hvíta Rússlands, var að mestu leyti útrýmt í helförinni. Slíka sögu bera flestir gyðingar á herðum sér. Slík saga hefur áhrif. Þannig áhrif að margir gyðingar, bæði í dag og á tímum heimsstyrjaldarinnar, vildu eiga sér griðastað – Ísrael. Frá blautu barnsbeini var mér sagt að Ísrael væri fyrirheitna landið fyrir okkur gyðinga. Eina landið sem gyðingar voru öruggir í. Ég lærði þó fljótlega að það var skrítið hvernig landið var stofnað. Bretar áttu Palestínu og gáfu gyðingum part af því landi til að stofna Ísrael. Skrítið en fannst það á sínum tíma vera rétt því…hvert annað ættu gyðingar að leita eftir helförina? Ekki vissi ég hvernig zionísk stjórnvöld komu fram við íbúa Palestínu við stofnun Ísraels og framan af því. Það er ekki kennt í grunnskólum, menntaskólum né í sagnfræði í háskólanum. Fjölskyldan mín vissi ekki af því, fjölmiðlar fjölluðu ekki um það. Ég trúði því að gagnrýna Ísrael væri í raun gyðingahatur. Að gagnrýna Ísrael væri að gagnrýna rétt gyðinga til að upplifa öryggi. Að gagnrýna Ísrael væri að sýna fram á vilja til að hefja á ný útrýmingu gyðinga. Gagnrýni á Ísrael leiddi til óöryggis og ótta. Þegar ég lærði sagnfræði við Háskóla Íslands reyndi ég að kynna mér sögu þessara landa. Las bækur um stríðin sem hafa geisað á svæðinu frá stofnun Ísraels. Ég upplifði það sem dæmalaust hatur gagnvart gyðingum. Ásamt því vissi ég þó að þetta hatur hjá báðum aðilum væri kerfisbundið, börnum m.a. kennt að hata hvort annað í skólakerfunum. Þrátt fyrir þetta hef ég aldrei sjálf upplifað hatur gagnvart Palestínsku fólki né múslimum. Ég gerðist helfararsagnfræðingur til að reyna að skilja af hverju hörmungar helfararinnar áttu sér stað og hvað leiðir til þess að fólk taki þátt í slíkum kerfisbundnum hreinsunum á öðru fólki. Með þessa þekkingu á baki mér fór ég að kynna mér betur fréttir um Ísrael og Palestínu. Það var erfitt að fylgjast með fréttum og reyna að skilja af hverju Ísraelsstjórn stal í sífellu landsvæði af Palestínu. Á sama tíma var einnig erfitt að horfa upp á Hamas fremja ódæðisverk gegn Ísrael. Svo kom 7. október. Þá skildi ég. Ég skildi að Ísraelsstjórn myndi útrýma Palestínu, útrýma Gaza til að hefna sín fyrir ódæðisverk Hamas. Ég skildi að sýn mín á Ísrael, sem ég ólst upp við, var draumsýn…byggð á lygum. Ísraelsstjórn er stjórnað af zionistum. Zionismi er afbirgði af þjóðernishyggju þar sem markmiðið er að taka yfir alla Palestínu, endurheimta gamla Ísrael og gera það að griðastað helgað gyðingum. Farsi. Þetta er farsi, hugsaði ég. Því að þetta er ekkert annað en „lebensraum“ Hitlers. Hann vildi taka yfir gömlu „þýsku“ ríkin til að gera þau að griðastað Þjóðverja. Stuttu eftir 7. október talaði Ísraelsstjórn um að flytja alla íbúa Gaza til annarra landa. Þetta er ekkert annað en Madagaskar áætlun nasista. Nasistar ætluðu að flytja alla gyðinga og aðrar „óæðri manneskjur“ til Madagaskar. Eftir að zionistar fengu mikla gagnrýni á sig fyrir þær áætlanir ákváðu þeir að breyta um stefnu. Þeir ákváðu þá að loka fyrir mannúðaraðstoð til Gaza. Zionistar hafa búið til stærstu fangabúðir heims á Gaza. Nasistarnir byggðu fyrst gettó fyrir gyðinganna og þegar það var orðið of flókið þá fluttu þeir gyðinganna í fangabúðir og loks í útrýmingarbúðir. Ég fattaði þá…Gaza hefur verið gettó í mörg ár. Eftir 7.október breyttist það í fangabúðir og í dag, þegar algjör hungursneið á sér stað, eru zionistar að breyta þeim í útrýmingarbúðir. Á sama tíma er Ísraelsstjórn kerfisbundið að rífa niður byggingar í Gaza og bjóða íbúum Ísraels að kaupa nýbyggingar á svæðinu. Nasistar tóku yfir byggingar og eigur gyðinga í löndunum sem þeir tóku yfir og gáfu Þjóðverjum, allt til að auka „lebensraum“ Þjóðverja. Ég skil núna en ég vil ekki skilja. Ég vil ekki trúa. Ég vil ekki trúa að mitt eigið fólk sé að fremja slíkan hrylling gegn öðru fólki. Það er þyngra en tárum taki að trúa þessu. Af hverju er ég að skrifa þetta? Ég skrifa þetta í von um að fólk skilji af hverju margir gyðingar eiga erfitt með að horfast í augu við hvað Ísrael er að gera. Reyna að útskýra hvernig margir upplifðu Ísrael. Hvernig áföll kynslóða blinda þig, breyta þér. Ég er tilbúin að takast á við þann sannleik að Ísraelsstjórn sé að fremja kerfisbundnar hreinsanir gegn Palestínu. Ég viðurkenni að Ísraelsstjórn hefur áður framið þjóðarmorð gagnvart Palestínu. Ég á mér enga ósk heitari en að íbúar beggja þjóða geta búið saman friðsamlega. Til þess þá þarf zionismi að hverfa á braut. Gyðingahatur á aldrei rétt á sér en gyðingahatur tengist þessum hreinsunum í Gaza og Palestínu engan veginn. Okkar forfeður, fórnarlömb helfararinnar, myndu fordæma þessar hreinsanir. Aldrei aftur þýðir aldrei aftur. Ég styð íbúa Palestínu, ég styð fólkið í Gaza. Ég fordæmi zionisma. Ég fordæmi þjóðarmorð. Höfundur er helfararsagnfræðingur og gyðingur.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun