Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2025 07:49 Það var gaman í Laugardalnum í gærkvöldi, allavega í einu húsi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að sinna í nótt. Fjöldi ökumanna var stöðvaður vegna hrað- eða ölvunaraksturs og einn var vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar. Gleðin var líka víða við völd og fór lögregla í nokkur hávaðaútköll. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Alls voru 88 mál bókuð í kerfum lögreglum og gistu sex fangageymslu í nótt. Klósettsvefn, matarboð og ber að ofan Á umráðasvæði lögreglustöðvar 1 sem nær yfir Miðborgina, Austurbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes var ökumaður stöðvaður fyrir að keyra á 58 kílómetra hraða í 30-götu og reyndist bíllinn jafnframt þurfa skoðunar. Í miðborginni barst tilkynning um nokkra menn í ólíkum erindagjörðum. Einn svaf ölvunarsvefni á salerni hótels, var vakinn af lögreglu og gekk sína leið. Annar var með vandræði fyrir utan krá og var ekið heim til sín. Sá þriðji var grunaður um líkamsárás og var því handtekinn og vistaður í fangageymslu. Í Hlíðunum var tilkynnt um mann sem gekk ber að ofan eftir akbraut en honum var ekið til síns heima. Þá barst lögreglu tilkynning um háreysti milli fólks í fjölbýli í Laugardalnum. Tilkynningin reyndist ekki á rökum reist heldur var um að ræða „fjölmennt matarboð stórfjölskyldu þar sem gleðin var við völd,“ segir í dagbókinni. Eignaspjöll, ölvunarakstur og umferðarslys Á lögreglustöð 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes tengdust málin flest ölvunarakstri en einnig barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir á byggingarsvæði. Hins vegar fannst enginn á svæðinu þegar leitað var. Lögregluþjónum á lögreglustöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var tilkynnt um eignaspjöll á strætóskýli og slys þar sem maður féll af rafhlaupahjóli. Í Mosfellsbænum barst tilkynning um umferðarslys þar sem bíl var ekið utan í vegrið. Ökumaður var grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Annars staðar í Moó var tilkynnt um partýhávaða og sagðist húsráðandi ætla að lækka í gleðskapnum. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Alls voru 88 mál bókuð í kerfum lögreglum og gistu sex fangageymslu í nótt. Klósettsvefn, matarboð og ber að ofan Á umráðasvæði lögreglustöðvar 1 sem nær yfir Miðborgina, Austurbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes var ökumaður stöðvaður fyrir að keyra á 58 kílómetra hraða í 30-götu og reyndist bíllinn jafnframt þurfa skoðunar. Í miðborginni barst tilkynning um nokkra menn í ólíkum erindagjörðum. Einn svaf ölvunarsvefni á salerni hótels, var vakinn af lögreglu og gekk sína leið. Annar var með vandræði fyrir utan krá og var ekið heim til sín. Sá þriðji var grunaður um líkamsárás og var því handtekinn og vistaður í fangageymslu. Í Hlíðunum var tilkynnt um mann sem gekk ber að ofan eftir akbraut en honum var ekið til síns heima. Þá barst lögreglu tilkynning um háreysti milli fólks í fjölbýli í Laugardalnum. Tilkynningin reyndist ekki á rökum reist heldur var um að ræða „fjölmennt matarboð stórfjölskyldu þar sem gleðin var við völd,“ segir í dagbókinni. Eignaspjöll, ölvunarakstur og umferðarslys Á lögreglustöð 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes tengdust málin flest ölvunarakstri en einnig barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir á byggingarsvæði. Hins vegar fannst enginn á svæðinu þegar leitað var. Lögregluþjónum á lögreglustöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var tilkynnt um eignaspjöll á strætóskýli og slys þar sem maður féll af rafhlaupahjóli. Í Mosfellsbænum barst tilkynning um umferðarslys þar sem bíl var ekið utan í vegrið. Ökumaður var grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Annars staðar í Moó var tilkynnt um partýhávaða og sagðist húsráðandi ætla að lækka í gleðskapnum.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira