„Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júlí 2025 23:05 Sigurgeir fór af stað eldsnemma í gærmorgun. Píeta Sundkappinn Sigurgeir Svanbergsson segist hafa átt sorglega lítið eftir af sundferð sinni yfir Ermarsundið þegar hann þurfti að hætta af öryggisástæðum. Hann er staðráðinn í að reyna aftur. Sigurgeir synti af stað eldsnemma í gærmorgun með það að markmiði að synda yfir Ermarsundið til styrktar Píetasamtakanna. Hann synti í samtals fjórtán klukkustundir þegar hann þurfti að hætta sundi. „Þetta gekk vel myndi ég segja, frá minni upplifun. Okkur var að miða áfram allan tímann. En svo lendum við í þessum straumi sem að ég var ekki að búast við og ég held að enginn hafi verið að búast við. Hann var rosalegur og var alltaf að draga mig og bátinn frá hvor öðrum. Um leið og báturinn reyndi að rétta af sig af til að fara rétta leið þá hvarf hann bara í burtu frá mér. Ég var kominn kannski fimmtíu metra frá bátnum í kolniðamyrkri og einhverjar tvær litlar ljósaperur blikkandi á mér,“ segir Sigurgeir í samtali við fréttastofu. „Þetta hefði getað orðið stórhættulegt og það hefði verið auðvelt að týna mér. Þess vegna var þetta stoppað, ég var ekki að ná að halda í bátinn í þessum straumi og við rákum bara sitt á hvað. Ég var ekki nógu nálægt bátnum.“ Fúll fyrst en svo þakklátur Sigurgeir reyndi að synda þrátt fyrir mikinn straum í hálfa aðra klukkustund. Hann segist hafa átt sorglega lítið eftir þegar samferðafólk hans ákvað að stöðva þyrfti sundferðina af öryggisástæðum. „Ég hugsa að þetta straumavesen hafi verið í svona einn og hálfan tíma, þar sem við vorum í einhverjum drullupolli í einhverri hringiðu þar sem markmiðið var að vera bara hjá bátnum. Maður var aldrei á leiðinni í land, maður var alltaf að reyna ná bátnum til að vera á öruggu svæði. Svo tók teymið og kafteininn þá ákvörðun að stoppa þetta áður en ég myndi týnast sem ég er mjög þakklátur fyrir að þau gerðu þótt ég hafi verið ofboðslega fúll yfir því í gær þegar ég vissi ekki alveg,“ segir hann. „Það var ekki mikið eftir, það var meira að segja sorglega lítið eftir þegar þetta gerist. Þannig að það verður ekki tekið af mér, ég náði að synda til Frakklands. Ég snerti bara ekki land.“ Hann sneri aftur til Bretlands og fer þaðan aftur til Íslands. Þrátt fyrir að þurfa snúa aftur er hann staðráðinn í því að reyna aftur. Það gæti hins vegar tekið nokkur ár þar sem ákveðin leyfi þarf til að synda yfir Ermarsundið en hann hafði nú þegar beðið í þrjú ár eftir leyfi fyrir þessari sundferð. Á meðan ætlar hann að bæta sundhraða, skildi hann lenda aftur í álíka sjóstraum. „Ég ætla að reyna aftur. Mér finnst ég eiginlega tilneyddur til að reyna aftur sérstaklega því að hausinn minn var skýr allan tímann. Ég var í eitt skipti næstum því búinn að missa hann og þá var gargað á mig og mér var komið aftur á strik,“ segir Sigurgeir. Vekur athygli á málstað Píeta Sigurgeir synti til að vekja athygli á málstað Píetasamtakanna, sem sinna forvörnum gegn sjálfsvígum, og safnaði áheitum til styrktar nýju húsnæði samtakanna. „Ég hef tekið eftir þörfinni. Það er ekkert persónulegt mín megin en ég hef séð það í kringum mig að þörfin er mikil og fólk hefur haft samband við mig og talað um að það vissi ekki af þessum samtökum. Mér fannst mikilvægt að gera eitthvað nógu tryllt til þess að sem flestir tækju eftir því og vekja athygli á þessu.“ Hann líkir sundferð sinni við starf Píeta. „Það er meira að segja hægt að tengja þetta ævintýri sem ég fór í gegnum við Píeta samtökin því ég hafði hjálpina til að grípa mig upp úr myrkrinu og toga mig upp úr myrkrinu. Það eru ekki allir svo heppnir. Píetasamtökine ru þarna til að grípa fólk úr myrkrinu og ef að allir vissu af þeim myndu þeir grípa miklu fleiri.“ Enn er hægt að heita á Sigurgeir og styrkja húsnæðiskaup Píeta hér. Sjósund Íslendingar erlendis Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Sigurgeir synti af stað eldsnemma í gærmorgun með það að markmiði að synda yfir Ermarsundið til styrktar Píetasamtakanna. Hann synti í samtals fjórtán klukkustundir þegar hann þurfti að hætta sundi. „Þetta gekk vel myndi ég segja, frá minni upplifun. Okkur var að miða áfram allan tímann. En svo lendum við í þessum straumi sem að ég var ekki að búast við og ég held að enginn hafi verið að búast við. Hann var rosalegur og var alltaf að draga mig og bátinn frá hvor öðrum. Um leið og báturinn reyndi að rétta af sig af til að fara rétta leið þá hvarf hann bara í burtu frá mér. Ég var kominn kannski fimmtíu metra frá bátnum í kolniðamyrkri og einhverjar tvær litlar ljósaperur blikkandi á mér,“ segir Sigurgeir í samtali við fréttastofu. „Þetta hefði getað orðið stórhættulegt og það hefði verið auðvelt að týna mér. Þess vegna var þetta stoppað, ég var ekki að ná að halda í bátinn í þessum straumi og við rákum bara sitt á hvað. Ég var ekki nógu nálægt bátnum.“ Fúll fyrst en svo þakklátur Sigurgeir reyndi að synda þrátt fyrir mikinn straum í hálfa aðra klukkustund. Hann segist hafa átt sorglega lítið eftir þegar samferðafólk hans ákvað að stöðva þyrfti sundferðina af öryggisástæðum. „Ég hugsa að þetta straumavesen hafi verið í svona einn og hálfan tíma, þar sem við vorum í einhverjum drullupolli í einhverri hringiðu þar sem markmiðið var að vera bara hjá bátnum. Maður var aldrei á leiðinni í land, maður var alltaf að reyna ná bátnum til að vera á öruggu svæði. Svo tók teymið og kafteininn þá ákvörðun að stoppa þetta áður en ég myndi týnast sem ég er mjög þakklátur fyrir að þau gerðu þótt ég hafi verið ofboðslega fúll yfir því í gær þegar ég vissi ekki alveg,“ segir hann. „Það var ekki mikið eftir, það var meira að segja sorglega lítið eftir þegar þetta gerist. Þannig að það verður ekki tekið af mér, ég náði að synda til Frakklands. Ég snerti bara ekki land.“ Hann sneri aftur til Bretlands og fer þaðan aftur til Íslands. Þrátt fyrir að þurfa snúa aftur er hann staðráðinn í því að reyna aftur. Það gæti hins vegar tekið nokkur ár þar sem ákveðin leyfi þarf til að synda yfir Ermarsundið en hann hafði nú þegar beðið í þrjú ár eftir leyfi fyrir þessari sundferð. Á meðan ætlar hann að bæta sundhraða, skildi hann lenda aftur í álíka sjóstraum. „Ég ætla að reyna aftur. Mér finnst ég eiginlega tilneyddur til að reyna aftur sérstaklega því að hausinn minn var skýr allan tímann. Ég var í eitt skipti næstum því búinn að missa hann og þá var gargað á mig og mér var komið aftur á strik,“ segir Sigurgeir. Vekur athygli á málstað Píeta Sigurgeir synti til að vekja athygli á málstað Píetasamtakanna, sem sinna forvörnum gegn sjálfsvígum, og safnaði áheitum til styrktar nýju húsnæði samtakanna. „Ég hef tekið eftir þörfinni. Það er ekkert persónulegt mín megin en ég hef séð það í kringum mig að þörfin er mikil og fólk hefur haft samband við mig og talað um að það vissi ekki af þessum samtökum. Mér fannst mikilvægt að gera eitthvað nógu tryllt til þess að sem flestir tækju eftir því og vekja athygli á þessu.“ Hann líkir sundferð sinni við starf Píeta. „Það er meira að segja hægt að tengja þetta ævintýri sem ég fór í gegnum við Píeta samtökin því ég hafði hjálpina til að grípa mig upp úr myrkrinu og toga mig upp úr myrkrinu. Það eru ekki allir svo heppnir. Píetasamtökine ru þarna til að grípa fólk úr myrkrinu og ef að allir vissu af þeim myndu þeir grípa miklu fleiri.“ Enn er hægt að heita á Sigurgeir og styrkja húsnæðiskaup Píeta hér.
Sjósund Íslendingar erlendis Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira