„Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. júlí 2025 21:10 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Vísir/Ívar Fannar Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir sjávarútveginn hafa misst samtalið við íslensku þjóðina. Sveitarfélögin hafi viljað taka málið áfram í skrefum svo hægt væri að undirbúa þau betur vegna þeirra áhrifa sem hækkun veiðigjalda hefur. Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var samþykkt þann 14. júlí á Alþingi eftir metumræðu. Óhætt er að segja að málið hafi klofið þjóðina og umræðan um hækkun gjaldsins oft á tíðum verið hörð. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja telur alla þá sem tóku þátt í umræðunni hafa gert það af góðum hug en gaman hefði verið ef fleiri hefðu tekið þátt. „Ég held að sjávarútvegurinn hafi svolítið misst samtalið við þjóðina fyrir nokkuð mörgum árum. Bara til þess að það sé skilningur á því hverju sjávarútvegur skilar okkur öllum. Við tölum um þetta sem einhver stór fyrirtæki sem eru bara í tómarúmi en það er auðvitað ekki,“ sagði Íris í kvöldfréttum Sýnar. Vantar tugi milljarða í gjaldeyristekjur Hún deilir áhyggjum þeirra sem óttast að fjárfesting sjávarútvegsfyrirtækja gæti minnkað. Hún telur ekki skorta skilning almennings en hægt sé að taka betri umræðu um sjávarútveg og hverju hann skilar. „Af hverju hann er svona mikilvægur fyrir ekki bara sjávarútvegssveitarfélögin heldur þjóðhagslega mikilvægur. Loðnuvertíð er gott dæmi um það, það vantar tugi milljarða í gjaldeyristekjur vegna þess að hér ekki loðna og það hefur ekki verið alvöru loðnuvertíð í tvö ár.“ Vildu taka málið áfram í skrefum Íris er formaður stjórnar sjávarútvegssveitarfélaga. Hún segir sveitarfélögin hafa viljað taka upp samtal og taka málið áfram í skrefum, sjávarútvegurinn skipti Eyjarnar gríðarlega miklu máli en ekkert kerfi sé þannig að ekki megi endurskoða það. Hún segir að í útsvarsgrunni Vestmannaeyja komi rúmlega 30% teknanna frá sjávarútvegi. „Ríkisstjórnin vill hækka veiðigjöldin og það liggur fyrir. Við vorum ekki að mótmæla því þannig séð en við vildum að það yrði gert með þeim þætti að það yrði fyrirsjáanleiki og við gætum undirbúið okkur af því þetta hefur klárlega áhrif á útvarsgrunn sveitarfélaganna,“ sagði Íris að lokum. Leiðrétting: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var haft eftir Írisi að hún vildi taka málið í skrefum með ríkisstjórninni. Rétt er að hún vildi að málið yrði unnið áfram í skrefum. Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var samþykkt þann 14. júlí á Alþingi eftir metumræðu. Óhætt er að segja að málið hafi klofið þjóðina og umræðan um hækkun gjaldsins oft á tíðum verið hörð. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja telur alla þá sem tóku þátt í umræðunni hafa gert það af góðum hug en gaman hefði verið ef fleiri hefðu tekið þátt. „Ég held að sjávarútvegurinn hafi svolítið misst samtalið við þjóðina fyrir nokkuð mörgum árum. Bara til þess að það sé skilningur á því hverju sjávarútvegur skilar okkur öllum. Við tölum um þetta sem einhver stór fyrirtæki sem eru bara í tómarúmi en það er auðvitað ekki,“ sagði Íris í kvöldfréttum Sýnar. Vantar tugi milljarða í gjaldeyristekjur Hún deilir áhyggjum þeirra sem óttast að fjárfesting sjávarútvegsfyrirtækja gæti minnkað. Hún telur ekki skorta skilning almennings en hægt sé að taka betri umræðu um sjávarútveg og hverju hann skilar. „Af hverju hann er svona mikilvægur fyrir ekki bara sjávarútvegssveitarfélögin heldur þjóðhagslega mikilvægur. Loðnuvertíð er gott dæmi um það, það vantar tugi milljarða í gjaldeyristekjur vegna þess að hér ekki loðna og það hefur ekki verið alvöru loðnuvertíð í tvö ár.“ Vildu taka málið áfram í skrefum Íris er formaður stjórnar sjávarútvegssveitarfélaga. Hún segir sveitarfélögin hafa viljað taka upp samtal og taka málið áfram í skrefum, sjávarútvegurinn skipti Eyjarnar gríðarlega miklu máli en ekkert kerfi sé þannig að ekki megi endurskoða það. Hún segir að í útsvarsgrunni Vestmannaeyja komi rúmlega 30% teknanna frá sjávarútvegi. „Ríkisstjórnin vill hækka veiðigjöldin og það liggur fyrir. Við vorum ekki að mótmæla því þannig séð en við vildum að það yrði gert með þeim þætti að það yrði fyrirsjáanleiki og við gætum undirbúið okkur af því þetta hefur klárlega áhrif á útvarsgrunn sveitarfélaganna,“ sagði Íris að lokum. Leiðrétting: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var haft eftir Írisi að hún vildi taka málið í skrefum með ríkisstjórninni. Rétt er að hún vildi að málið yrði unnið áfram í skrefum.
Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira