„Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2025 08:01 Einar ætti að verða afar sigursæll með Víkingi ef hann fylgir aðferðum Arnars Gunnlaugssonar. vísir / lýður Einar Guðnason, nýr þjálfari kvennaliðs Víkings í Bestu deildinni, tekur fátt með sér heim frá Svíþjóð en hefur ekki gleymt því sem hann lærði af Arnari Gunnlaugssyni. Einar er öllum Víkingum vel kunnugur, hann er uppalinn hjá félaginu og hefur sinnt þar mörgum störfum, síðast sem aðstoðarþjálfari Arnars Gunnlaugssonar en fljótlega eftir að Víkingur varð Íslandsmeistari árið 2021 flutti Einar með konu sinni og börnum til Svíþjóðar. Nú er hann snúinn aftur og tekinn við sem aðalþjálfari kvennaliðsins. Kemurðu heim með einhvern sænskan skóla í hamingjuna? „Ég vil nú ekki segja það sko“ svaraði Einar og glotti. „En auðvitað smitast maður af öllu umhverfi sem maður er í þannig að mögulega er eitthvað sænskt þarna í þessu. Sennilega eru meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð í minni þjálfun“ sagði Einar og greindi frá því að langtímamarkmiði væru nú náð. Einar í fagnaðarlátum Íslandsmeistaranna árið 2019.vísir „Þetta er búið að vera markmið í mörg ár, að stýra Víking í meistaraflokki karla og kvenna. Hérna var tækifærið og það var ekki annað hægt en að stökkva á það.“ Tækifærið gafst einmitt mjög skyndilega, þegar John Andrews var sagt upp störfum. Einar tekur við liðinu í næstneðsta sæti deildarinnar og fær það verkefni að bjarga því frá falli í sumar, en gerði þriggja ára samning og verður áfram sama hvernig fer. „Já það er allavega minn metnaður að vera hérna í einhvern tíma og byggja ofan á það góða starf sem hefur verið unnið hérna síðustu sex, sjö árin. Gríðarmikil uppbygging verið hérna í meistaraflokki kvenna síðustu ár, síðan við stofnuðum sjálfstæðan meistaraflokk. Þar á undan, síðustu kannski tuttugu ár, höfum við verið með gríðarlega öflugt yngri flokka starf kvennamegin. Með mikinn fjölda leikmanna og við höfum skilað góðum leikmönnum, sem hefur ekki alltaf skilað sér inn í meistaraflokksliðið, en við erum með nokkrar núna og vonandi náum við að bæta við fleirum á næstu árum.“ Rætt var við nýjan þjálfara Víkings í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjá meira
Einar er öllum Víkingum vel kunnugur, hann er uppalinn hjá félaginu og hefur sinnt þar mörgum störfum, síðast sem aðstoðarþjálfari Arnars Gunnlaugssonar en fljótlega eftir að Víkingur varð Íslandsmeistari árið 2021 flutti Einar með konu sinni og börnum til Svíþjóðar. Nú er hann snúinn aftur og tekinn við sem aðalþjálfari kvennaliðsins. Kemurðu heim með einhvern sænskan skóla í hamingjuna? „Ég vil nú ekki segja það sko“ svaraði Einar og glotti. „En auðvitað smitast maður af öllu umhverfi sem maður er í þannig að mögulega er eitthvað sænskt þarna í þessu. Sennilega eru meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð í minni þjálfun“ sagði Einar og greindi frá því að langtímamarkmiði væru nú náð. Einar í fagnaðarlátum Íslandsmeistaranna árið 2019.vísir „Þetta er búið að vera markmið í mörg ár, að stýra Víking í meistaraflokki karla og kvenna. Hérna var tækifærið og það var ekki annað hægt en að stökkva á það.“ Tækifærið gafst einmitt mjög skyndilega, þegar John Andrews var sagt upp störfum. Einar tekur við liðinu í næstneðsta sæti deildarinnar og fær það verkefni að bjarga því frá falli í sumar, en gerði þriggja ára samning og verður áfram sama hvernig fer. „Já það er allavega minn metnaður að vera hérna í einhvern tíma og byggja ofan á það góða starf sem hefur verið unnið hérna síðustu sex, sjö árin. Gríðarmikil uppbygging verið hérna í meistaraflokki kvenna síðustu ár, síðan við stofnuðum sjálfstæðan meistaraflokk. Þar á undan, síðustu kannski tuttugu ár, höfum við verið með gríðarlega öflugt yngri flokka starf kvennamegin. Með mikinn fjölda leikmanna og við höfum skilað góðum leikmönnum, sem hefur ekki alltaf skilað sér inn í meistaraflokksliðið, en við erum með nokkrar núna og vonandi náum við að bæta við fleirum á næstu árum.“ Rætt var við nýjan þjálfara Víkings í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér að ofan.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu