„Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2025 08:01 Einar ætti að verða afar sigursæll með Víkingi ef hann fylgir aðferðum Arnars Gunnlaugssonar. vísir / lýður Einar Guðnason, nýr þjálfari kvennaliðs Víkings í Bestu deildinni, tekur fátt með sér heim frá Svíþjóð en hefur ekki gleymt því sem hann lærði af Arnari Gunnlaugssyni. Einar er öllum Víkingum vel kunnugur, hann er uppalinn hjá félaginu og hefur sinnt þar mörgum störfum, síðast sem aðstoðarþjálfari Arnars Gunnlaugssonar en fljótlega eftir að Víkingur varð Íslandsmeistari árið 2021 flutti Einar með konu sinni og börnum til Svíþjóðar. Nú er hann snúinn aftur og tekinn við sem aðalþjálfari kvennaliðsins. Kemurðu heim með einhvern sænskan skóla í hamingjuna? „Ég vil nú ekki segja það sko“ svaraði Einar og glotti. „En auðvitað smitast maður af öllu umhverfi sem maður er í þannig að mögulega er eitthvað sænskt þarna í þessu. Sennilega eru meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð í minni þjálfun“ sagði Einar og greindi frá því að langtímamarkmiði væru nú náð. Einar í fagnaðarlátum Íslandsmeistaranna árið 2019.vísir „Þetta er búið að vera markmið í mörg ár, að stýra Víking í meistaraflokki karla og kvenna. Hérna var tækifærið og það var ekki annað hægt en að stökkva á það.“ Tækifærið gafst einmitt mjög skyndilega, þegar John Andrews var sagt upp störfum. Einar tekur við liðinu í næstneðsta sæti deildarinnar og fær það verkefni að bjarga því frá falli í sumar, en gerði þriggja ára samning og verður áfram sama hvernig fer. „Já það er allavega minn metnaður að vera hérna í einhvern tíma og byggja ofan á það góða starf sem hefur verið unnið hérna síðustu sex, sjö árin. Gríðarmikil uppbygging verið hérna í meistaraflokki kvenna síðustu ár, síðan við stofnuðum sjálfstæðan meistaraflokk. Þar á undan, síðustu kannski tuttugu ár, höfum við verið með gríðarlega öflugt yngri flokka starf kvennamegin. Með mikinn fjölda leikmanna og við höfum skilað góðum leikmönnum, sem hefur ekki alltaf skilað sér inn í meistaraflokksliðið, en við erum með nokkrar núna og vonandi náum við að bæta við fleirum á næstu árum.“ Rætt var við nýjan þjálfara Víkings í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Einar er öllum Víkingum vel kunnugur, hann er uppalinn hjá félaginu og hefur sinnt þar mörgum störfum, síðast sem aðstoðarþjálfari Arnars Gunnlaugssonar en fljótlega eftir að Víkingur varð Íslandsmeistari árið 2021 flutti Einar með konu sinni og börnum til Svíþjóðar. Nú er hann snúinn aftur og tekinn við sem aðalþjálfari kvennaliðsins. Kemurðu heim með einhvern sænskan skóla í hamingjuna? „Ég vil nú ekki segja það sko“ svaraði Einar og glotti. „En auðvitað smitast maður af öllu umhverfi sem maður er í þannig að mögulega er eitthvað sænskt þarna í þessu. Sennilega eru meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð í minni þjálfun“ sagði Einar og greindi frá því að langtímamarkmiði væru nú náð. Einar í fagnaðarlátum Íslandsmeistaranna árið 2019.vísir „Þetta er búið að vera markmið í mörg ár, að stýra Víking í meistaraflokki karla og kvenna. Hérna var tækifærið og það var ekki annað hægt en að stökkva á það.“ Tækifærið gafst einmitt mjög skyndilega, þegar John Andrews var sagt upp störfum. Einar tekur við liðinu í næstneðsta sæti deildarinnar og fær það verkefni að bjarga því frá falli í sumar, en gerði þriggja ára samning og verður áfram sama hvernig fer. „Já það er allavega minn metnaður að vera hérna í einhvern tíma og byggja ofan á það góða starf sem hefur verið unnið hérna síðustu sex, sjö árin. Gríðarmikil uppbygging verið hérna í meistaraflokki kvenna síðustu ár, síðan við stofnuðum sjálfstæðan meistaraflokk. Þar á undan, síðustu kannski tuttugu ár, höfum við verið með gríðarlega öflugt yngri flokka starf kvennamegin. Með mikinn fjölda leikmanna og við höfum skilað góðum leikmönnum, sem hefur ekki alltaf skilað sér inn í meistaraflokksliðið, en við erum með nokkrar núna og vonandi náum við að bæta við fleirum á næstu árum.“ Rætt var við nýjan þjálfara Víkings í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér að ofan.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira