„Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. júlí 2025 12:08 Mikil gosmóða hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu. vísir/ívar Mælt er með því að takmarka mikla áreynslu utandyra vegna talsverðrar gasmengunar sem hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu það sem af er dagi. Lungnalæknir segir að hraust fólk yfir tvítugu þurfi ekki að hafa áhyggjur af menguninni. Há gildi brennisteinsdíoxíðs hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu í morgun eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Hæst yfir tvö þúsund míkrógrömm á rúmmeter sem eru hæstu gildi sem hafa mælst frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Loftgæði hafa skánað með deginum en mælast óholl á fimm mælum Umhverfisstofnunar núna rétt fyrir hádegi á Laugarnesi í Hafnarfirði við Hvaleyrarholt, Njarðvík, Vogum og Hvalfirði við Gröf. Þar veldur svifryk mestum áhrifum en magn brennisteinsdíoxíð mælist nú sæmilegt eða gott. Loftgæði mælast víðast hvar góð eða óholl fyrir viðkvæma. Kveikt á aðflugsljósunum um hábjartan dag Mengunin hefur sett svip sinn á daginn en til að mynda voru öll störf hópa í garðyrkju hjá Vinnuskóla Reykjavíkur felld niður í dag vegna mengunar og þá var kveikt á aðflugsljósunum á Reykjavíkurflugvelli um hábjartan dag vegna gosmóðu. Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við læknadeild HÍ, segir að hraust fólk eldra en tuttugu ára þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af menguninni þó að ástæða sé til að taka stöðuna alvarlega. „Þetta eru ansi há gildi af brennisteinsdíoxíð. Sem betur fer er það lækkandi núna og ef veðrið breytist þá gæti þetta breyst fljótt. Við mælum líka með því að fólk sé ekki í mjög mikilli áreynslu þar sem það verður hröð öndun og djúp. Því þá fær maður meira af þessu ofan í sig.“ Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við HÍ.vísir Tveir hópar þurfi að hafa varann á Hann tekur fram að tveir hópar þurfi sérstaklega að hafa varann á. Vísar hann til fólks undir tvítugu, þar sem lungu þeirra eru enn að þroskast, og fólks með undirliggjandi lungnasjúkdóma líkt og astma og langvinna lungnateppu. „Þetta getur aukið á einkenni þeirra og næmi fyrir sýkingum og öðru. Ég hvet þá sem eru með undirliggjandi lungnasjúkdóma að vera duglegir að nota lyfin sín og ná sér í lyf ef þeir eiga þau ekki heima.“ Er þá best að halda sig innandyra fyrir þá sem eru viðkvæmir? „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra. En það er betra að vera ekki í mikilli áreynslu eða mjög lengi úti við meðan að þetta ástanda varir.“ Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Há gildi brennisteinsdíoxíðs hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu í morgun eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Hæst yfir tvö þúsund míkrógrömm á rúmmeter sem eru hæstu gildi sem hafa mælst frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Loftgæði hafa skánað með deginum en mælast óholl á fimm mælum Umhverfisstofnunar núna rétt fyrir hádegi á Laugarnesi í Hafnarfirði við Hvaleyrarholt, Njarðvík, Vogum og Hvalfirði við Gröf. Þar veldur svifryk mestum áhrifum en magn brennisteinsdíoxíð mælist nú sæmilegt eða gott. Loftgæði mælast víðast hvar góð eða óholl fyrir viðkvæma. Kveikt á aðflugsljósunum um hábjartan dag Mengunin hefur sett svip sinn á daginn en til að mynda voru öll störf hópa í garðyrkju hjá Vinnuskóla Reykjavíkur felld niður í dag vegna mengunar og þá var kveikt á aðflugsljósunum á Reykjavíkurflugvelli um hábjartan dag vegna gosmóðu. Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við læknadeild HÍ, segir að hraust fólk eldra en tuttugu ára þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af menguninni þó að ástæða sé til að taka stöðuna alvarlega. „Þetta eru ansi há gildi af brennisteinsdíoxíð. Sem betur fer er það lækkandi núna og ef veðrið breytist þá gæti þetta breyst fljótt. Við mælum líka með því að fólk sé ekki í mjög mikilli áreynslu þar sem það verður hröð öndun og djúp. Því þá fær maður meira af þessu ofan í sig.“ Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við HÍ.vísir Tveir hópar þurfi að hafa varann á Hann tekur fram að tveir hópar þurfi sérstaklega að hafa varann á. Vísar hann til fólks undir tvítugu, þar sem lungu þeirra eru enn að þroskast, og fólks með undirliggjandi lungnasjúkdóma líkt og astma og langvinna lungnateppu. „Þetta getur aukið á einkenni þeirra og næmi fyrir sýkingum og öðru. Ég hvet þá sem eru með undirliggjandi lungnasjúkdóma að vera duglegir að nota lyfin sín og ná sér í lyf ef þeir eiga þau ekki heima.“ Er þá best að halda sig innandyra fyrir þá sem eru viðkvæmir? „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra. En það er betra að vera ekki í mikilli áreynslu eða mjög lengi úti við meðan að þetta ástanda varir.“
Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira