Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Agnar Már Másson skrifar 20. júlí 2025 11:39 „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt,“ segir eigandi tjaldsvæðisins Hraunborgir við Hestvatn norðaustur af Selfossi. Hraunborgir Útilega nemenda úr Verzlunarskóla Íslands er sögð hafa farið úr böndunum og hyggst tjaldsvæðið ekki taka aftur á móti menntaskólahópum. Mikið fyllerí og partístand var á ungmennunum, öðrum tjaldgestum til mikilla ama. „Þetta var bara rosa mikil gleði,“ útskýrir Gunnar Björn Gunnarsson, eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum, í samtali við blaðamann en tjaldsvæðið vakti athygli á málinu á Facebook. Hann segir að engin vandræði hafi komið upp. Menntskælingarnir voru um 400 talsins — „eins og á útihátíð,“ segir Gunnar — og sjaldgæft sem hópar af þeirri stærðargráðu heimsæki tjaldsvæðið. Svæði menntskælinganna var afmarkað við suðurenda tjaldsvæðisins og höfðu þau ekki leyfi til að fara inn í þjónustumiðstöð eða á barnasvæðið við hinn enda tjaldsvæðisins. Gunnar segir að verzlingarnir hafi allir verið merktir armböndum. Aðrir gestir hafi verið látnir vita í gærkvöldi að í næsta reit væru menntskælingar. Þá hafi einnig verið 10 manna gæsluteymi ásamt lögreglu á svæðinu í gærkvöldi. „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt,“ bætir Gunnar. Þegar blaðamaður ræddi við Gunnar horfði hann upp á eftirmála gærkvöldisins; Verzlingarnir voru að taka saman tjöldin sín, ábyrgðarmenn útilegunnar gengu um svæðið að tína upp rusl og lögreglumenn buðu gestum að blása í áfengismæli er þeir óku af tjaldsvæðinu út í þokuna og blámóðuna á veginum. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, vildi lítið segja um málið annað en að þetta væru minni háttar afskipti af hálfu lögreglunnar. „Á tjaldsvæðunum í uppsveitum er fullt af fólki. Það gengur á ýmsu, sem gerist alltaf — allur gangur á því — og þetta eru svona minniháttar afskipti af ýmsum hlutum,“ segir aðalvarðstjórinn. „Það gengur stundum á ýmsu á þessum tjaldsvæðum og sumir verða ósáttir og ýmislegt annað.“ Áfengi Árborg Tjaldsvæði Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
„Þetta var bara rosa mikil gleði,“ útskýrir Gunnar Björn Gunnarsson, eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum, í samtali við blaðamann en tjaldsvæðið vakti athygli á málinu á Facebook. Hann segir að engin vandræði hafi komið upp. Menntskælingarnir voru um 400 talsins — „eins og á útihátíð,“ segir Gunnar — og sjaldgæft sem hópar af þeirri stærðargráðu heimsæki tjaldsvæðið. Svæði menntskælinganna var afmarkað við suðurenda tjaldsvæðisins og höfðu þau ekki leyfi til að fara inn í þjónustumiðstöð eða á barnasvæðið við hinn enda tjaldsvæðisins. Gunnar segir að verzlingarnir hafi allir verið merktir armböndum. Aðrir gestir hafi verið látnir vita í gærkvöldi að í næsta reit væru menntskælingar. Þá hafi einnig verið 10 manna gæsluteymi ásamt lögreglu á svæðinu í gærkvöldi. „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt,“ bætir Gunnar. Þegar blaðamaður ræddi við Gunnar horfði hann upp á eftirmála gærkvöldisins; Verzlingarnir voru að taka saman tjöldin sín, ábyrgðarmenn útilegunnar gengu um svæðið að tína upp rusl og lögreglumenn buðu gestum að blása í áfengismæli er þeir óku af tjaldsvæðinu út í þokuna og blámóðuna á veginum. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, vildi lítið segja um málið annað en að þetta væru minni háttar afskipti af hálfu lögreglunnar. „Á tjaldsvæðunum í uppsveitum er fullt af fólki. Það gengur á ýmsu, sem gerist alltaf — allur gangur á því — og þetta eru svona minniháttar afskipti af ýmsum hlutum,“ segir aðalvarðstjórinn. „Það gengur stundum á ýmsu á þessum tjaldsvæðum og sumir verða ósáttir og ýmislegt annað.“
Áfengi Árborg Tjaldsvæði Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira