Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júlí 2025 13:12 Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis ræddi þinglokin á Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á hendur henni vegna beitingar 71. greinar þingskapalaga undir þinglok í síðustu viku á bug. Hún hafi verið að sinna skyldum sínum sem forseti þingsins þegar hún tók ákvörðun um beitingu hennar. Í sameiginlegri yfirlýsingu þingflokka Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar í lok þingsins kom fram að stjórnarandstaðan liti svo á að Þórunn Sveinbjarnardóttir væri ekki forseti þingsins alls heldur einungis meiri hlutans. Þórunn ræddi þinglokin og gagnrýni á hendur henni tengdum þeim á Sprengisandi í dag. „Í fyrsta lagi vísa ég þessari gagnrýni á bug. Ég var að sinna skyldum mínum sem forseti þingsins og það er skrifað í lögin í landinu að mér beri að gera það, hafa góða reglu á þingstörfunum,“ segir Þórunn. „Þessu varð að ljúka“ Allar tilraunir til þinglokasamninga hafi mistekist, það hafi verið henni erfið og þung staða að eiga við og hún því ákveðið að beita 71. grein þingskapalaga, sem kveður á um heimild forseta til að leggja til að umræðum verði hætt. „Auðvitað þykir mér miður að heyra að þetta sé andinn meðal stjórnarandstöðuflokkanna, mér þykir það miður. En við öll sem tókum þátt í þinglokaviðræðum og vitum hvað hefur gerst inni í þinginu síðustu vikur og mánuði þurfum að horfast í augu við það að þessu varð að ljúka.“ Þórunn segir að mörg mál sem sátu á hakanum hefðu fengið afgreiðslu hefðu samningar um veiðigjaldið náðst, viku áður en 71. greininni var beitt. „Þegar mér var orðið ljóst að fólk var einhvern veginn tilbúið til að semja ekki, svo ég orði það þannig, þá greip ég inn í. Og tillagan mín um þinglok, sem allir þingflokksformenn samþykktu, var tillagan sem við lukum þinginu á,“ segir Þórunn. Hún geri sér fulla grein fyrir að ákvörðun hennar hafi verið afdrifarík, en segist vona að hún verði afdrifarík á jákvæðan hátt. „Vegna þess að það getur ekki verið þannig að það sé í lagi að ræða sama málið, halda um það 3400 ræður tæplega, og halda að það sé í lagi. Við getum ekki verið á þeim stað. Við verðum að breyta þessu. “ Þingstörf færst til verri vegar Þórunn segir margt í störfum Alþingis hafa færst til verri vegar. Þingmenn geri það að jafnvel gamni sínu að sveigja reglur og reyna á þanþol þingskapalaganna, til dæmis með málþófi. „Ég kem aftur til þings fyrir fjórum árum, og þá er fólk farið að taka langar umræður í fyrstu umræðu um frumvörp, fullnýta liði eins og að taka til máls um atkvæðagreiðslu, fundarstjórn forseta er orðinn liður sem er þaulnýttur á hverjum einasta degi,“ segir Þórunn. Hún segir þingið þurfa að taka höndum saman um að atburðarás vorþingsins og undanfarinna ára endurtaki sig ekki þannig að málum sé komið í gegn um þingið með skilvirkari hætti. „Við verðum saman að koma Alþingi af þessum stað. Það er á sameiginlega ábyrgð okkar allra. hver einasti þingmaður hefur ekki bara réttindi heldur líka skyldur.“ Hér er einungis stikað á stóru en viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnarskrá Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu þingflokka Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar í lok þingsins kom fram að stjórnarandstaðan liti svo á að Þórunn Sveinbjarnardóttir væri ekki forseti þingsins alls heldur einungis meiri hlutans. Þórunn ræddi þinglokin og gagnrýni á hendur henni tengdum þeim á Sprengisandi í dag. „Í fyrsta lagi vísa ég þessari gagnrýni á bug. Ég var að sinna skyldum mínum sem forseti þingsins og það er skrifað í lögin í landinu að mér beri að gera það, hafa góða reglu á þingstörfunum,“ segir Þórunn. „Þessu varð að ljúka“ Allar tilraunir til þinglokasamninga hafi mistekist, það hafi verið henni erfið og þung staða að eiga við og hún því ákveðið að beita 71. grein þingskapalaga, sem kveður á um heimild forseta til að leggja til að umræðum verði hætt. „Auðvitað þykir mér miður að heyra að þetta sé andinn meðal stjórnarandstöðuflokkanna, mér þykir það miður. En við öll sem tókum þátt í þinglokaviðræðum og vitum hvað hefur gerst inni í þinginu síðustu vikur og mánuði þurfum að horfast í augu við það að þessu varð að ljúka.“ Þórunn segir að mörg mál sem sátu á hakanum hefðu fengið afgreiðslu hefðu samningar um veiðigjaldið náðst, viku áður en 71. greininni var beitt. „Þegar mér var orðið ljóst að fólk var einhvern veginn tilbúið til að semja ekki, svo ég orði það þannig, þá greip ég inn í. Og tillagan mín um þinglok, sem allir þingflokksformenn samþykktu, var tillagan sem við lukum þinginu á,“ segir Þórunn. Hún geri sér fulla grein fyrir að ákvörðun hennar hafi verið afdrifarík, en segist vona að hún verði afdrifarík á jákvæðan hátt. „Vegna þess að það getur ekki verið þannig að það sé í lagi að ræða sama málið, halda um það 3400 ræður tæplega, og halda að það sé í lagi. Við getum ekki verið á þeim stað. Við verðum að breyta þessu. “ Þingstörf færst til verri vegar Þórunn segir margt í störfum Alþingis hafa færst til verri vegar. Þingmenn geri það að jafnvel gamni sínu að sveigja reglur og reyna á þanþol þingskapalaganna, til dæmis með málþófi. „Ég kem aftur til þings fyrir fjórum árum, og þá er fólk farið að taka langar umræður í fyrstu umræðu um frumvörp, fullnýta liði eins og að taka til máls um atkvæðagreiðslu, fundarstjórn forseta er orðinn liður sem er þaulnýttur á hverjum einasta degi,“ segir Þórunn. Hún segir þingið þurfa að taka höndum saman um að atburðarás vorþingsins og undanfarinna ára endurtaki sig ekki þannig að málum sé komið í gegn um þingið með skilvirkari hætti. „Við verðum saman að koma Alþingi af þessum stað. Það er á sameiginlega ábyrgð okkar allra. hver einasti þingmaður hefur ekki bara réttindi heldur líka skyldur.“ Hér er einungis stikað á stóru en viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnarskrá Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira