Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júlí 2025 13:06 Lögreglumaður sýnir börnum í sumarstarfi Skagastrandar hvernig fingraför líta út. Aðsend Lögreglan á Norðurlandi vestra gerir alltaf meira og meira af því að sinna samfélagslöggæslu þar sem höfuðáhersla er lögð á náið samstarf lögreglu og nærsamfélagsins við löggæslustörf. Samfélagslöggæsla er víða að ryðja sér til rúms hjá lögregluembættum landsins en þar er rík áhersla lögð á náið og samstarf lögreglu og fólksins í samfélagi hvað varðar afbrotavarnir og úrlausn vandamála til að stuðla að betra og öruggara samfélagi fyrir alla. Samfélagslöggæsla hefur víða gefið góða raun eins og hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra en Ásdís Ýr Arnarsdóttir er sérfræðingur embættisins í samfélagslöggæslu og þekkir því vel til verkefnisins. „Tilgangurinn og markmiðið er fyrst og fremst að auka sýnileika lögreglu og auka traust fólks til lögreglu. Og við trúum að við vinnum betra starf í forvörnum og öðru með því að vera sýnilegri og meiri þátttakandi í samfélaginu. Og vera nær fólkinu líka því við erum líka náttúrulega í mjög litlu samfélagi þannig að þá skiptir máli að fólk treysti lögreglu,” segir Ásdís Ýr. Lögreglumenn í reiðhjólaskoðun á HofsósiAðsend Og maður sér að þið eruð mikið að leita til krakka og unglinga og vera þeim þeim. Er það ekki svolítið áhugavert? „Jú, það er mjög gaman. Við reynum að gera mikið af því, að vera svona partur af þeirra samveru og þeirra lífi,” segir Ásdís. Varðstjóri á Blönduósi, að taka þátt í Héraðsmóti USAH 2024 þar sem hún sigraði flokk fullorðinna.Aðsend Lögreglan á Blönduósi og þar í kring bregður oft á leik með íbúum, spilar t.d. körfubolta með unga fólkinu, skreppur á frjálsíþróttavöllinn og tekur kringlu- og spjótköst með krökkunum, sem eru að æfa frjálsar íþróttir og svona væri hægt að telja áfram og áfram allskonar viðburði þegar Lögreglan á svæðinu er annars vegar. Lögreglan í heimsókn hjá miðstigi Grunnskóla Húnaþings vestra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eruð þið ekki að fá jákvæð viðbrögð á þetta? „Jú, mjög svo frá samfélaginu og svo fengum við líka nýlega viðurkenningu frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, „Byggðagleraugun”, þar sem við fáum viðurkenningu fyrir það hvernig við nálgumst verkefnið á svæðisbundin hátt af því að við erum fyrst og fremst að hugsa um þarfir okkar samfélags og hvernig við getum bætt það og nært okkar fólk betur, sem sagt þjónustað okkar fólk betur,” segir Ásdís Ýr alsæl með verkefnið. Lögreglumenn með hópi nemenda Leikskóla Húnabyggðar í fangaklefa á lögreglustöðinni á Blönduósi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mynd frá síðasta samráðsfundi „Öruggara Norðurlands vestra” þar sem áherslan var á sameiginlega forvarnaráætlun landshlutans „FORNOR”. Á myndinni eru frá vinstri; Kristin Ingibjörg frá Húnabyggð, Ásdís Arinbjarnardóttir frá HSN, Þorkell Þorsteinsson fyrrum skólameistari FNV, Berglind Hlín Baldursdóttir frá Skagaströnd og svo Ásdís Ýr Arnardóttir.Aðsend Lögreglumaður,á Hofsósi að kynna fyrir nemendum búnað lögreglu. Og prufa þyngdina í vestinu.Aðsend Lögreglan Húnabyggð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Samfélagslöggæsla er víða að ryðja sér til rúms hjá lögregluembættum landsins en þar er rík áhersla lögð á náið og samstarf lögreglu og fólksins í samfélagi hvað varðar afbrotavarnir og úrlausn vandamála til að stuðla að betra og öruggara samfélagi fyrir alla. Samfélagslöggæsla hefur víða gefið góða raun eins og hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra en Ásdís Ýr Arnarsdóttir er sérfræðingur embættisins í samfélagslöggæslu og þekkir því vel til verkefnisins. „Tilgangurinn og markmiðið er fyrst og fremst að auka sýnileika lögreglu og auka traust fólks til lögreglu. Og við trúum að við vinnum betra starf í forvörnum og öðru með því að vera sýnilegri og meiri þátttakandi í samfélaginu. Og vera nær fólkinu líka því við erum líka náttúrulega í mjög litlu samfélagi þannig að þá skiptir máli að fólk treysti lögreglu,” segir Ásdís Ýr. Lögreglumenn í reiðhjólaskoðun á HofsósiAðsend Og maður sér að þið eruð mikið að leita til krakka og unglinga og vera þeim þeim. Er það ekki svolítið áhugavert? „Jú, það er mjög gaman. Við reynum að gera mikið af því, að vera svona partur af þeirra samveru og þeirra lífi,” segir Ásdís. Varðstjóri á Blönduósi, að taka þátt í Héraðsmóti USAH 2024 þar sem hún sigraði flokk fullorðinna.Aðsend Lögreglan á Blönduósi og þar í kring bregður oft á leik með íbúum, spilar t.d. körfubolta með unga fólkinu, skreppur á frjálsíþróttavöllinn og tekur kringlu- og spjótköst með krökkunum, sem eru að æfa frjálsar íþróttir og svona væri hægt að telja áfram og áfram allskonar viðburði þegar Lögreglan á svæðinu er annars vegar. Lögreglan í heimsókn hjá miðstigi Grunnskóla Húnaþings vestra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eruð þið ekki að fá jákvæð viðbrögð á þetta? „Jú, mjög svo frá samfélaginu og svo fengum við líka nýlega viðurkenningu frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, „Byggðagleraugun”, þar sem við fáum viðurkenningu fyrir það hvernig við nálgumst verkefnið á svæðisbundin hátt af því að við erum fyrst og fremst að hugsa um þarfir okkar samfélags og hvernig við getum bætt það og nært okkar fólk betur, sem sagt þjónustað okkar fólk betur,” segir Ásdís Ýr alsæl með verkefnið. Lögreglumenn með hópi nemenda Leikskóla Húnabyggðar í fangaklefa á lögreglustöðinni á Blönduósi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mynd frá síðasta samráðsfundi „Öruggara Norðurlands vestra” þar sem áherslan var á sameiginlega forvarnaráætlun landshlutans „FORNOR”. Á myndinni eru frá vinstri; Kristin Ingibjörg frá Húnabyggð, Ásdís Arinbjarnardóttir frá HSN, Þorkell Þorsteinsson fyrrum skólameistari FNV, Berglind Hlín Baldursdóttir frá Skagaströnd og svo Ásdís Ýr Arnardóttir.Aðsend Lögreglumaður,á Hofsósi að kynna fyrir nemendum búnað lögreglu. Og prufa þyngdina í vestinu.Aðsend
Lögreglan Húnabyggð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira