Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2025 19:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist skynja taugaveiklun í minnihlutanum. Hann verði einfaldlega að treysta þjóðinni. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra segir furðulegt að fylgjast með stjórnarandstöðuflokkunum keppast við að ala á heimóttarskap og mótmæla alþjóðasamstarfi. Allar ákvarðanir um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði undir þjóðinni komnar. Minnihlutinn þurfi einfaldlega að treysta þjóðinni. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra tóku í gær á móti og funduðu með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Keflavík. Að fundinum loknum var tilkynnt um að hefja eigi viðræður um endurskoðun á viðskiptakjörum Íslands hjá ESB, sem hefur ekki verið gert frá gerð EES samningsins 1993. „Það þarf einfaldlega að fara yfir það hvaða leiðir við getum farið til þess að auka markaðsaðgang fyrir íslenskar afurðir, til að mynda sjávarafurðir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Skynjar taugaveiklun í stjórnarandstöðunni Á sama fundi var tilkynnt um að semja eigi um samstarf Íslands og ESB í öryggis- og varnarmálum á næstu vikum og hefur málið verið til umræðu í utanríkismálanefnd. Von der Leyen sagði á blaðamannafundi í gær að aðildarumsókn Íslands að ESB væri enn gild. Viðræður um aðild hófust í júlí 2010 en hlé var gert á þeim árið 2013. „Ég heyri alveg taugaveiklunina og skynja alveg taugaveiklunina hjá þessum flokkum í stjórnarandstöðunni sem virðast ætla að fylgja eftir þessari sérhagsmunagæslu sem þeir stóðu í stríði yfir á þingi. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Tveir flokkar sem ég hefði haldið að myndu fagna þessari endurskoðun á viðskiptakjörkum okkar. Við erum að tryggja hagsmuni íslensks almennings, íslenskra fyrirtækja. Flokkar sem hafa undirstrikað að þeir séu fyrir frelsi, opna markaði, opin viðskipti,“ segir Þorgerður. „Það kemur mér satt best að segja mjög á óvart að þessir flokkar vilji lítið gera þegar kemur að vörnum og öryggi og frekar eru komnir í samkeppni um heimóttarskap og hver er í mestri andstöðu við markvisst alþjóðasamstarf.“ Þjóðin fái að ráða Enn standi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja eigi aftur aðildarviðræður að ESBeigi síðar en árið 2027. „Þjóðin verður að koma að þessu en ákvörðunin felst í raun í því: Eigum við að halda áfram og klára aðildarviðræður við Evrópusambandið?“ segir Þorgerður. „Síðan ef þjóðin segir já þá fær hún að sjá samning og aftur að kjósa. Þetta er nú ekki hættulegra en það, bara treysta þjóðinni.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Viðreisn Utanríkismál Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB-viðræðna Tengdar fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. 17. júlí 2025 15:11 Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. 17. júlí 2025 18:47 Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. 17. júlí 2025 17:40 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Forsætisráðherra og utanríkisráðherra tóku í gær á móti og funduðu með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Keflavík. Að fundinum loknum var tilkynnt um að hefja eigi viðræður um endurskoðun á viðskiptakjörum Íslands hjá ESB, sem hefur ekki verið gert frá gerð EES samningsins 1993. „Það þarf einfaldlega að fara yfir það hvaða leiðir við getum farið til þess að auka markaðsaðgang fyrir íslenskar afurðir, til að mynda sjávarafurðir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Skynjar taugaveiklun í stjórnarandstöðunni Á sama fundi var tilkynnt um að semja eigi um samstarf Íslands og ESB í öryggis- og varnarmálum á næstu vikum og hefur málið verið til umræðu í utanríkismálanefnd. Von der Leyen sagði á blaðamannafundi í gær að aðildarumsókn Íslands að ESB væri enn gild. Viðræður um aðild hófust í júlí 2010 en hlé var gert á þeim árið 2013. „Ég heyri alveg taugaveiklunina og skynja alveg taugaveiklunina hjá þessum flokkum í stjórnarandstöðunni sem virðast ætla að fylgja eftir þessari sérhagsmunagæslu sem þeir stóðu í stríði yfir á þingi. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Tveir flokkar sem ég hefði haldið að myndu fagna þessari endurskoðun á viðskiptakjörkum okkar. Við erum að tryggja hagsmuni íslensks almennings, íslenskra fyrirtækja. Flokkar sem hafa undirstrikað að þeir séu fyrir frelsi, opna markaði, opin viðskipti,“ segir Þorgerður. „Það kemur mér satt best að segja mjög á óvart að þessir flokkar vilji lítið gera þegar kemur að vörnum og öryggi og frekar eru komnir í samkeppni um heimóttarskap og hver er í mestri andstöðu við markvisst alþjóðasamstarf.“ Þjóðin fái að ráða Enn standi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja eigi aftur aðildarviðræður að ESBeigi síðar en árið 2027. „Þjóðin verður að koma að þessu en ákvörðunin felst í raun í því: Eigum við að halda áfram og klára aðildarviðræður við Evrópusambandið?“ segir Þorgerður. „Síðan ef þjóðin segir já þá fær hún að sjá samning og aftur að kjósa. Þetta er nú ekki hættulegra en það, bara treysta þjóðinni.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Viðreisn Utanríkismál Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB-viðræðna Tengdar fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. 17. júlí 2025 15:11 Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. 17. júlí 2025 18:47 Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. 17. júlí 2025 17:40 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. 17. júlí 2025 15:11
Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. 17. júlí 2025 18:47
Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. 17. júlí 2025 17:40