Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. júlí 2025 08:40 Bergur lýkur 465 kílómetra göngu í dag. Skrefið2025 Bergur Vilhjálmsson er á síðasta degi tólf daga göngu frá Goðafossi að Gróttuvita með hundrað kílóa kerru í eftirdragi til að vekja athygli á Píeta samtökunum. Hann hlakkar til að ljúka við áfangann en vonast til að umræðan haldi áfram þó hann hætti að ganga. Blaðamaður tók púlsinn á Bergi á áttunda tímanum en þá var síðasti göngudagurinn af tólf þegar hafinn. Í kvöld stefnir hann á að ljúka göngunni, sem telur 465 kílómetra. Hátt í tvö hundruð nöfn „Ég er þreyttur og orðinn spenntur að klára þetta. Þannig að ég tek eitt skref í einu og reyni að halda mér vakandi,“ segir Bergur. „Þetta hefur gengið ágætlega, nema að ég er tognaður í báðum lærunum og með blöðrur á öllum tám þannig að hvert skref er svolítið óþægilegt en andlega er ég búinn að vera ágætur.“ Á kerruna sem Bergur dregur á eftir sér hefur fjöldi nafna verið skrifaður. Um er að ræða nöfn fólks sem er ýmist að glíma við andleg veikindi, hefur misst ástvin í sjálfsvígi eða hefur fallið fyrir eigin hendi. „Ég held það séu komin 150 nöfn á sleðann og við erum ekki búin að skrifa allt saman. Hann er að verða fallegur, sleðinn,“ segir Bergur. Bergur segir nöfnin á kerrunni gefa honum styrk.Skrefið2025 Bergur skipti um skófatnað í gær og gengur nú á crocs-klossum síðasta spölinn. „Ég komst ekki í neina aðra skó, mér var orðið svo illt í fótunum. Þetta voru einu skórnir sem ég gat farið í. Ég var orðinn svo bjúgaður og bólginn.“ Bergur tók sér hlé frá göngunni síðasta laugardag, ekki til að hvíla sig heldur til þess að taka þátt í Laugavegshlaupinu. Bergur var að sjálfsögðu merktur samtökunum í Laugavegshlaupinu. Vísir/Vilhelm Bergur stefnir á að ganga í mark við Gróttuvita um klukkan hálf sex í kvöld. Hann vekur athygli á að hver sem er má koma og fylgjast með honum ljúka við gönguna. „Það verður æðislegt að fá að knúsa fjölskylduna og komast heim. Ég er orðinn svo sárfættur að það er orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin.“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands gekk með Bergi um skeið í gær. Skrefið2025 Sem fyrr segir gengur Bergur til að vekja athygli á Píeta samtökunum, sem sinna forvarnar-, fræðslu- og meðferðarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. „Þetta er stórt vandamál á Íslandi og mér finnst ennþá svolítið leyndarmál, þetta er ennþá svolítið tabú í samfélaginu finnst mér. Ég vona svo innilega að þegar þetta klárast að þetta haldi áfram, ekki að vitundarvakningin deyi út um leið og ég hætti að labba.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Geðheilbrigði Góðverk Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
Blaðamaður tók púlsinn á Bergi á áttunda tímanum en þá var síðasti göngudagurinn af tólf þegar hafinn. Í kvöld stefnir hann á að ljúka göngunni, sem telur 465 kílómetra. Hátt í tvö hundruð nöfn „Ég er þreyttur og orðinn spenntur að klára þetta. Þannig að ég tek eitt skref í einu og reyni að halda mér vakandi,“ segir Bergur. „Þetta hefur gengið ágætlega, nema að ég er tognaður í báðum lærunum og með blöðrur á öllum tám þannig að hvert skref er svolítið óþægilegt en andlega er ég búinn að vera ágætur.“ Á kerruna sem Bergur dregur á eftir sér hefur fjöldi nafna verið skrifaður. Um er að ræða nöfn fólks sem er ýmist að glíma við andleg veikindi, hefur misst ástvin í sjálfsvígi eða hefur fallið fyrir eigin hendi. „Ég held það séu komin 150 nöfn á sleðann og við erum ekki búin að skrifa allt saman. Hann er að verða fallegur, sleðinn,“ segir Bergur. Bergur segir nöfnin á kerrunni gefa honum styrk.Skrefið2025 Bergur skipti um skófatnað í gær og gengur nú á crocs-klossum síðasta spölinn. „Ég komst ekki í neina aðra skó, mér var orðið svo illt í fótunum. Þetta voru einu skórnir sem ég gat farið í. Ég var orðinn svo bjúgaður og bólginn.“ Bergur tók sér hlé frá göngunni síðasta laugardag, ekki til að hvíla sig heldur til þess að taka þátt í Laugavegshlaupinu. Bergur var að sjálfsögðu merktur samtökunum í Laugavegshlaupinu. Vísir/Vilhelm Bergur stefnir á að ganga í mark við Gróttuvita um klukkan hálf sex í kvöld. Hann vekur athygli á að hver sem er má koma og fylgjast með honum ljúka við gönguna. „Það verður æðislegt að fá að knúsa fjölskylduna og komast heim. Ég er orðinn svo sárfættur að það er orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin.“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands gekk með Bergi um skeið í gær. Skrefið2025 Sem fyrr segir gengur Bergur til að vekja athygli á Píeta samtökunum, sem sinna forvarnar-, fræðslu- og meðferðarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. „Þetta er stórt vandamál á Íslandi og mér finnst ennþá svolítið leyndarmál, þetta er ennþá svolítið tabú í samfélaginu finnst mér. Ég vona svo innilega að þegar þetta klárast að þetta haldi áfram, ekki að vitundarvakningin deyi út um leið og ég hætti að labba.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Góðverk Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira