Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. júlí 2025 08:40 Bergur lýkur 465 kílómetra göngu í dag. Skrefið2025 Bergur Vilhjálmsson er á síðasta degi tólf daga göngu frá Goðafossi að Gróttuvita með hundrað kílóa kerru í eftirdragi til að vekja athygli á Píeta samtökunum. Hann hlakkar til að ljúka við áfangann en vonast til að umræðan haldi áfram þó hann hætti að ganga. Blaðamaður tók púlsinn á Bergi á áttunda tímanum en þá var síðasti göngudagurinn af tólf þegar hafinn. Í kvöld stefnir hann á að ljúka göngunni, sem telur 465 kílómetra. Hátt í tvö hundruð nöfn „Ég er þreyttur og orðinn spenntur að klára þetta. Þannig að ég tek eitt skref í einu og reyni að halda mér vakandi,“ segir Bergur. „Þetta hefur gengið ágætlega, nema að ég er tognaður í báðum lærunum og með blöðrur á öllum tám þannig að hvert skref er svolítið óþægilegt en andlega er ég búinn að vera ágætur.“ Á kerruna sem Bergur dregur á eftir sér hefur fjöldi nafna verið skrifaður. Um er að ræða nöfn fólks sem er ýmist að glíma við andleg veikindi, hefur misst ástvin í sjálfsvígi eða hefur fallið fyrir eigin hendi. „Ég held það séu komin 150 nöfn á sleðann og við erum ekki búin að skrifa allt saman. Hann er að verða fallegur, sleðinn,“ segir Bergur. Bergur segir nöfnin á kerrunni gefa honum styrk.Skrefið2025 Bergur skipti um skófatnað í gær og gengur nú á crocs-klossum síðasta spölinn. „Ég komst ekki í neina aðra skó, mér var orðið svo illt í fótunum. Þetta voru einu skórnir sem ég gat farið í. Ég var orðinn svo bjúgaður og bólginn.“ Bergur tók sér hlé frá göngunni síðasta laugardag, ekki til að hvíla sig heldur til þess að taka þátt í Laugavegshlaupinu. Bergur var að sjálfsögðu merktur samtökunum í Laugavegshlaupinu. Vísir/Vilhelm Bergur stefnir á að ganga í mark við Gróttuvita um klukkan hálf sex í kvöld. Hann vekur athygli á að hver sem er má koma og fylgjast með honum ljúka við gönguna. „Það verður æðislegt að fá að knúsa fjölskylduna og komast heim. Ég er orðinn svo sárfættur að það er orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin.“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands gekk með Bergi um skeið í gær. Skrefið2025 Sem fyrr segir gengur Bergur til að vekja athygli á Píeta samtökunum, sem sinna forvarnar-, fræðslu- og meðferðarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. „Þetta er stórt vandamál á Íslandi og mér finnst ennþá svolítið leyndarmál, þetta er ennþá svolítið tabú í samfélaginu finnst mér. Ég vona svo innilega að þegar þetta klárast að þetta haldi áfram, ekki að vitundarvakningin deyi út um leið og ég hætti að labba.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Geðheilbrigði Góðverk Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fleiri fréttir Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Sjá meira
Blaðamaður tók púlsinn á Bergi á áttunda tímanum en þá var síðasti göngudagurinn af tólf þegar hafinn. Í kvöld stefnir hann á að ljúka göngunni, sem telur 465 kílómetra. Hátt í tvö hundruð nöfn „Ég er þreyttur og orðinn spenntur að klára þetta. Þannig að ég tek eitt skref í einu og reyni að halda mér vakandi,“ segir Bergur. „Þetta hefur gengið ágætlega, nema að ég er tognaður í báðum lærunum og með blöðrur á öllum tám þannig að hvert skref er svolítið óþægilegt en andlega er ég búinn að vera ágætur.“ Á kerruna sem Bergur dregur á eftir sér hefur fjöldi nafna verið skrifaður. Um er að ræða nöfn fólks sem er ýmist að glíma við andleg veikindi, hefur misst ástvin í sjálfsvígi eða hefur fallið fyrir eigin hendi. „Ég held það séu komin 150 nöfn á sleðann og við erum ekki búin að skrifa allt saman. Hann er að verða fallegur, sleðinn,“ segir Bergur. Bergur segir nöfnin á kerrunni gefa honum styrk.Skrefið2025 Bergur skipti um skófatnað í gær og gengur nú á crocs-klossum síðasta spölinn. „Ég komst ekki í neina aðra skó, mér var orðið svo illt í fótunum. Þetta voru einu skórnir sem ég gat farið í. Ég var orðinn svo bjúgaður og bólginn.“ Bergur tók sér hlé frá göngunni síðasta laugardag, ekki til að hvíla sig heldur til þess að taka þátt í Laugavegshlaupinu. Bergur var að sjálfsögðu merktur samtökunum í Laugavegshlaupinu. Vísir/Vilhelm Bergur stefnir á að ganga í mark við Gróttuvita um klukkan hálf sex í kvöld. Hann vekur athygli á að hver sem er má koma og fylgjast með honum ljúka við gönguna. „Það verður æðislegt að fá að knúsa fjölskylduna og komast heim. Ég er orðinn svo sárfættur að það er orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin.“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands gekk með Bergi um skeið í gær. Skrefið2025 Sem fyrr segir gengur Bergur til að vekja athygli á Píeta samtökunum, sem sinna forvarnar-, fræðslu- og meðferðarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. „Þetta er stórt vandamál á Íslandi og mér finnst ennþá svolítið leyndarmál, þetta er ennþá svolítið tabú í samfélaginu finnst mér. Ég vona svo innilega að þegar þetta klárast að þetta haldi áfram, ekki að vitundarvakningin deyi út um leið og ég hætti að labba.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Góðverk Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fleiri fréttir Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Sjá meira