Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2025 17:40 Ursula von der Leyen segir ákvörðunina íslensku þjóðarinnar en að beggja hagur sé augljós. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. Ursula var spurð um stöðu umsóknarinnar í ljósi fyrirætlaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka umsóknarferlið upp að nýju. Árið 2015 var umsóknin formlega dregin til baka af þáverandi ríkisstjórn. „Það sem er mkilvægt að hafa í huga er að ákvörðunin er í höndum íslensku þjóðarinnar. Íslenska þjóðin þarf að ákveða hve náið samband hún vill eiga við okkur og hvað framtíðin ber í skauti sér. Mér finnst mikilvægt að minnast þess að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er enn gild. Ísland er í góðri stöðu til að hefja ferlið að nýju,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tjáði sig ekki um mótstöðu Flokks fólksins Hún sagði náið samstarf Íslands og Evrópu endurspeglast í samræðum hennar við Kristrúnu og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. „Þegar þið hlustið á okkur hér heyrið þið hve margt við eigum sameiginlegt. Hverjir möguleikarnir gætu orðið af því að þróa samband okkar frekar,“ sagði hún. Blaðamaður spurði Ursulu svo hvort sú staðreynd að Flokkur fólksins styðji í orði kveðnu ekki endurupptöku aðildarviðræðnanna gerði þær ekki tilgangslausar með öllu. Ursula sagði það vera ákvörðun íslensku þjóðarinnar og að hún væri ekki í stöðu til að tjá sig um íslensk innanríkismál. Ákvörðunin sé í höndum íslensku þjóðarinnar. Virðir ákvörðun þjóðarinnar Forsætisráðherra sagði þá ljóst liggja fyrir að allir stjórnarflokkarnir hefðu komið sér saman um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og að gangast við og virða niðurstöður hennar. „Við viljum fá umboð íslensku þjóðarinnar og flokkarnir komu sér saman um að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. [Flokkur fólksins] mun virða þessa ákvörðun. Ég mun virða þessa ákvörðun hvort sem hún er já eða nei,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Ursula var spurð um stöðu umsóknarinnar í ljósi fyrirætlaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka umsóknarferlið upp að nýju. Árið 2015 var umsóknin formlega dregin til baka af þáverandi ríkisstjórn. „Það sem er mkilvægt að hafa í huga er að ákvörðunin er í höndum íslensku þjóðarinnar. Íslenska þjóðin þarf að ákveða hve náið samband hún vill eiga við okkur og hvað framtíðin ber í skauti sér. Mér finnst mikilvægt að minnast þess að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er enn gild. Ísland er í góðri stöðu til að hefja ferlið að nýju,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tjáði sig ekki um mótstöðu Flokks fólksins Hún sagði náið samstarf Íslands og Evrópu endurspeglast í samræðum hennar við Kristrúnu og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. „Þegar þið hlustið á okkur hér heyrið þið hve margt við eigum sameiginlegt. Hverjir möguleikarnir gætu orðið af því að þróa samband okkar frekar,“ sagði hún. Blaðamaður spurði Ursulu svo hvort sú staðreynd að Flokkur fólksins styðji í orði kveðnu ekki endurupptöku aðildarviðræðnanna gerði þær ekki tilgangslausar með öllu. Ursula sagði það vera ákvörðun íslensku þjóðarinnar og að hún væri ekki í stöðu til að tjá sig um íslensk innanríkismál. Ákvörðunin sé í höndum íslensku þjóðarinnar. Virðir ákvörðun þjóðarinnar Forsætisráðherra sagði þá ljóst liggja fyrir að allir stjórnarflokkarnir hefðu komið sér saman um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og að gangast við og virða niðurstöður hennar. „Við viljum fá umboð íslensku þjóðarinnar og flokkarnir komu sér saman um að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. [Flokkur fólksins] mun virða þessa ákvörðun. Ég mun virða þessa ákvörðun hvort sem hún er já eða nei,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira